24.6.2007 | 12:32
Laugavegur
Skrapp aðeins á Laugaveginn í fyrradag með systur minni. Fór í tvær þrjár skóbúðir því það var mitt erindi. Í leiðinni var upplagt að skoða eitthvað að þessum nýju búðum við Laugaveginn og rákum við nefið inn í Marimekko og Þrjár hæðir.
Í fyrri búðinni eru þekktar finnskar vörur og eru ekki ódýrar en vandaðar, sem dæmi kostar ein samfella á bleijubarn á 3. þúsund krónur, gullfallegt og sterklegt.
Á þremur hæðum var hægt að kaupa kjól á 105 þús. og ein buxnadrakt, algjört gull í útliti, hægt að kaupa jakkann og buxurnar í sitt hvoru lagi, jakkinn kostar 75 þús. og ég leit ekki á verð buxunnar því þá var þetta orðið heldur óþægilegt.
Á laugardaginn í síðustu viku var ég líka á Laugaveginum, Bara á neðsta partinum og fór inn í búðina Kisu, sá þar fallega leðurtösku eða handveski og spurði um verðið? 110 þús svaraði afgreiðslukonan og bætti við að þetta væri ný country lína frá Sonju Rykiel!
Þá veit mar það og ég maðurinn minn fórum í Tiger og keyptum nokkra hluti á 800 kr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2007 | 22:44
Bleiku steinarnir
voru afhentir í gær af Feminístafélagi Íslands á Austurvelli og á Ísafirði til þingmanna Norð-Vestur kjördæmisins sem eingöngu eru karlmenn. Þetta eru níu steinar og þar með níu karlar sem fengu hvatningaverðlaunin sem felst í aukinni umræðu og framkvæmdum í jafnréttismálum.
Til hamingju allir og leyfið okkur nú að heyra fljótlega frá ykkur um jafnréttismál!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.6.2007 | 19:04
Mold, vikur,blóm og pottar.
Fór í Bónus og keypti þrjú pottasett til að hafa úti, í hverju setti eru þrjár mismunandi pottastærðir. Fyrir þetta borgaði ég 1797 krónur. Svo fór ég gróðurstöðina okkar og keypti þrjá poka af 40 lítra mold, tvo poka af 10 lítra vikri og 10 kg af blákorni. Það kostaði 5048 kr.
Afhverju er ég að segja frá þessu ? Jú ég er dálítið hissa á pottaverðinu og skil ekki hvernig það er hægt að fá þá fyrir svona lítið. Við hér á Skaga erum nýbúin að fá Bónus.
Ég hef búið í sérbýli í tvö ár og hef komist að ýmsu jákvæðu við það en neikvæðar hliðar eru heldur fleiri ef fjárútlát er tekin með. Það sem við þurftum að koma okkur upp er t.d. sláttuvél, slátturorf, allskonar garðyrkjudót og garðyrkjumanni til að klippa á hverju vori, og ekki má gleyma spraututæki til að úða tréin, slöngu og margt fleira.
Ég hugsa oft til þess þegar ég bjó í fjölbýlinu hvernig margir fundir fóru í að framkvæma smæstu hluti sem við gerum núna eins og að kaupa mjólk. Ég get ekki neitað því hvað mér fannst oft erfitt að upplifa smásmuguganginn í sambýlingunum þegar kom að garðyrkjunni en það má segja þeim til afsökunnar að það er alls ekki langt síðan fjölbýlishúsalóðir hér fóru að rækta í kring um sig. Nú er sú lóð ein fallegasta fjölbýlishúsalóð á Akranesi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.6.2007 | 01:04
Dagur kvenna á Íslandi í sólskini allan daginn og himininn á heimleiðinni bleikur.
Mikið ósköp er ég fegin að hafa drifið mig til Reykjavíkur og málað daginn bleikann.
Þegar ég var komin á stefnumótið við dóttur mína og vinkonu hennar sem máluðu með mér bæinn fannst mér ég ekki nógu bleik og fann pappaspjald í töskunni sem á stóð Sabrina og var skærbleikt með hárspennum og festi í barminn minnug þess að hafa séð einhversstaðar leiðbeiningar þess eðlis að nota hvað sem er til að minna á bleika litinn.
Ég, Heiða og Eydís lölluðum okkur frá Hellusundi niður í Kvennó á móts við konur sem fóru saman í göngu um Þingholtin undir styrkri leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur. Við mættum full snemma og var engin komin nema dagskrárgerðamaðurinn Björn frá ruv sem tók viðtal við okkur í tilefni dagsins, það er hér fyrir þá sem vilja hlusta.
Eftir þessa frábæru göngu var fundur og kaffi á Hallveigarstöðum, húsi Kvenréttindafélags Íslands, það var yndislegt að sjá og hitta gamlar Rauðsokkur, gamlar Kvennalistakonur og nýja Feminísta.
Ingibjörg Sólrún var ein af þremur sem flutti ræðu og fór með tvö erindi úr ljóði um fullveldi kvenna eftir Matthías Jockumson sem hún lagði út frá í sínu máli. Hún var glimrandi góð og vona að ræðan verði birt sem fyrst.
Nú fer ég upp í rúm með 19. júní undir hendinni og byrja að lesa, mikil tilhlökkun, góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 11:00
19. júní, munið allt bleikt í dag, til hamingju með daginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.6.2007 | 22:24
Fjallkarl handa Fjallkonunni,
"Stórlaxar að verða útdauðir", "Fánalög brotin á þjóðhátíðardegi" og "Sarkozy sigrar í þingkosningum.
Svona líta fyrirsagnir Fréttabalðsins í dag á baksíðu og forsíðu.
Morgunblaðið er með þetta:
"Landsmenn léku sér í sól og sumarblíðu", "Ógrynni tækifæra á einstöku svæði", "Verðum að endurskoða allt kerfið frá grunni", "Serbarnir sigraðir í spennuleik", "Ragnar heiðraður" og "Verður MA einkaskóli?"
Viljið þið koma í leik? Búa til nýjar setningar úr hverri fyrirsögn, það er erfiðara en maður heldur. Ég er búin með fyrstu en þrír stafir ganga af og það má nota afgangsstafi í næstu setningu ef vantar, svo koll af kolli!(fjallkarlhandafjallkonunni) 1. KOLFINNA FANN HJALLAKARL -jlu
(stórlaxaraðverðaútdauðir)(fánalögbrotináþjóðhátíðardegi)(sarkozysigraríþingkosningum)(landsmenn léku sér í sól og sumarblíðu)(ógrynnitækifæraáeinstökusvæði)(verðumað endurskoðaalltkerfiðfrágrunni)(serbarnirsigraðiríspennuleik)(ragnarheiðraður)(verðurmaeinkaskóli)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2007 | 12:23
Þjóðhátíðardagurinn
Nú er ég orðin svo gömul að ég horfi á sjónvarpið frá Austurvelli fyrir hádegi á þessum degi undanfarin ár! Glætan að maður hafi fundist eitthvað til um þetta ræðuhjal, söngvahjal og fjalldrottninguna áður fyrr - almmáttugur bara það hallærislegasta af öllu enda hef ég aldrei verið þjóðbúningamanneskja og hef átt í mestu vandræðum með að tala sjálfan mig inn á þá línu að þetta sé í lagi og þjóðlegt.
Svo mýkist maður með árunum kannski sem betur fer. Ég átti svo kallaðan upphlut þegar ég var lítil stelpa, hann kom ekki til að góðu, því mamma neyddist hálfpartin til að fullgera verkefnið eftir að mér voru gefnir gull balderaðir boðungar af einni flínkustu balderingakonu Íslands en hún bjó í sömu götu og ég og var engri lík í umgengni við börn götunnar. Þangað fór maður ef mann langaði í eitthvað, þá var maður settur niður við borð og gefið kókómalt þess tíma sem var kakó og sykur hrært saman með mjólk og svo rúgbrauð með sykri á. Þetta voru gulldagar og gestgjafinn setti stundum grammófónplötu á litla handtrekkta fóninn sinn og dansaði ballet í kringum borðstofuborðið fyrir okkur börnin í götunni sem var sporöskjulagað og alltaf með þykkum spæl flauelis dúk á. Já það eru margar góðar minningar úr húsinu, nú er balderingakonan dáin og blessuð sé minning hennar, hún eignaðist aldrei börn sjálf en var bara með börnin í hverfinu.
En með því að ganga í upphlut á 17. júní og að mig minnir á fleiri merkisdögum naut maður ýmissa forréttinda eins það, að það var ókeypis í Tívolí í Vatnsmýrinni, ókeypis í strætó og svo voru voða margir sem vildu taka mynd af mér í búningnum en ég á sjálf bara eina sem tekin var úti við grindverk í hverfinu mínu af þýskri konu skósmiðsins í hverfinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.6.2007 | 22:11
Sigrún Edda þótt fyrr hefði verið,
en hún fékk verðlaunin í kvöld og hún er líka best, fyrir Dag vonar, æ hvað hún var yndisleg þegar hún kom á sviðið og tók við verðlaununum, til hamingju nafna!
Benedikt glæsilegi til hamingju með þig og FRÚNA ekkert smá - heil kóróna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2007 | 21:15
Þröstur Leó - hann er æði
það er ekkert skrýtið við það að hann hljóti Grímuna fyrir aukahlutverk og væri ekki hissa þótt það væri líka fyrir aðalhlutverk. Hannn er bara bestur! Víst eru það fleiri sem eru bestir, en mikið ofboðslega hef ég haldið upp á hann Þröst, allar götur frá því hann lék í "Eins og skepnan deyr" besta bíómynd for ever og Edda Heiðrún með honum - það eina senm skyggði á myndina var hárkolla eða viðbótarhár Eddu sem var algjört klúður.
Áfram Þröstur!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 15:23
Umboðsmaður barna
Gott að sjá hvað margir fantagóðir hafa sótt um starfið og ekki bara lögfræðingar. Þarna hlýtur að hafa verið erfitt að velja. Það fór nú ekki mikið fyrir síðasta umboðsmanni en það segir reyndar ekki alla söguna þótt opinberir embættismenn séu mismikið í sviðsljósinu en óneitanlega var það mikil breyting frá starfsháttum Þórhildar Líndal sem kom fram með skörungsskap og heimsótti skólanna, enda var embættið nýtt í hennar tíð.
Maríu Sigurðardóttur þekki ég ekki neitt og ekki heldur finnst mér hafa borið mikið á henni sem framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, en vonandi koma ferskir vindar með henni í nýja starfið og til hamingju með það!
![]() |
Margrét María Sigurðardóttir ráðin umboðsmaður barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
-
jenfo
-
jonaa
-
kolgrima
-
annaeinars
-
krummasnill
-
draumur
-
heg
-
ringarinn
-
olapals
-
christinemarie
-
gudrunkatrin
-
sunnadora
-
helgamagg
-
gisgis
-
svanurg
-
pallijoh
-
olinathorv
-
skordalsbrynja
-
lillagud
-
hlynurh
-
siba
-
fridust
-
gurrihar
-
rosa
-
annriki
-
heidathord
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
ragnhildur
-
gisliivars
-
stormur
-
ragnarfreyr
-
jakobk
-
hjolaferd
-
ingasig
-
reni
-
arnalara
-
alfholl
-
fridaeyland
-
soley
-
toshiki
-
korntop
-
kallimatt
-
saxi
-
bryndisfridgeirs
-
hugsadu
-
astabjork
-
kiddip
-
skaftie
-
thor
-
huldam
-
annaragna
-
fjola
-
kloi
-
hronnrik
-
manisvans
-
brandarar
-
truno
-
vefritid
-
samfo-kop
-
para
-
gattin
-
adhdblogg
-
tryggvigunnarhansen