8.4.2007 | 10:26
Bjalla er bjórfullur maður
er málshátturinn sem kom upp úr okkar hjóna sameiginlega páskaeggi frá Nóa Síríusi og ekki minnumst við þes að hafa heyrt hann áður. Ef einhver veit deili á málshættinum væri gaman að heyra um það!
Ungur frændi minn sem er hér í dvöl hjá mér yfir páska fékk sinn úr Biblíunni og er svona: Vont samtal spillir góðum siðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2007 | 10:53
Vont og verst
Vont er að láta leiða sig,
leiða og neyða.
Verra að láta veiða sig,
veiða og meiða.
Vont að vera háð,
verst að lifa af náð.
Gott að vera fleyg og fær
frjáls í hverju spori.
Sinnið verður sumarblær,
sálin full að vori.
Ólöf Sigurðardóttir á Hlöðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 23:25
Fermingarbarnið Vera
Í dag var ég í fermingarveislu hjá Veru sem er mágkona sonar míns. Það var glæsileg veisla og fermingarbarnið svo fallegt með fallega fléttugreiðslu og fallegum tvískiptum kjól úr hvítri blúndu. Veislan var haldin í sal úti í bæ í einum af grunnskóla Reykjajavíkur. Samt er alltaf dálítið skrýtið að það er ekki lengur til siðs að taka upp gjafir í fermingarveislum, ekki laust við að ég sakni stemmningarinnar sem fylgir því eins og í afmælum sem ég mæti í hjá fjölskyldunni eða bara eins og í þá daga sem ég fermdist og veislan var heima og pakkarnir teknir upp jafn óðum og gestirnir komu. Ég er svo forvitin. En Vera var og er dásamleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.4.2007 | 11:36
Flott blað
Var í Reykjavík í nótt og vaknaði næstum við bréfalúguna og þar var þetta líka fína blað frá Samfylkingunni. Þeir eiga hrós skilið fyrir blaðið og ekki spillir útlitið fyrir.
Það væri ekki ónýtt að fá eitt svipað fyrir Norð-Vestur kjördæmið!
Þvílík dásemd að skoða það. Ábyrgðamaðurinn er líka toppmaður, það er hún Oddný Sturludóttir. Svo er í boði að fá konur heim til sín eða annað þar sem konur eru samankomnar eins og í saumklúbba eða annað.
Það er fjörlegt viðtal við svilana Ingibjörgu og Össur. Margrét Kristmannsdóttir er kona sem stjórnar fyrirtækinu Pfaff og hún skipar 11. sæti í Rvk., það er viðtal við hana og marga aðra.
Ein setning sem er í blaðinu undir fyrirsögninni "Verkefni fyrir feminíska ríkisstjórn jafnaðarmanna" er svona: "Í ríkisstjórn Samfylkingarinnar verður sterk miðstöð þar sem jafnréttisþekkingu verður ekki bara safnað heldur líka miðlað markvisst og skylyrði sett um að hún verði notuð"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 12:40
Litla fjölskyldan
er búin að vera á Íslandi frá því á föstudaginn síðasta og pabbinn fer heim á föstudaginn en mamman og Magnea litla ætla vera viku í viðbót hjá ömmu og afa í Reykjavík. Þau búa í Kaupmannhöfn og eru ekki búin að ákveða hvort þau koma heim að námi loknu í vor. Mamman er ljósmyndari en pabbinn er að verða leikari. Nú er hún Magnea mín orðin 10 mánaða átti afmæli í gær og hún er komin með sex tennur og næstum farin að ganga.
Hér er hún Magnea litla að reyna taka af sér einhver óþægileg gleraugu. Þetta er fljótt að líða þegar þau eru í heimsókn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2007 | 13:30
Skammgóður vermir
Það er erfitt að gleðjast með íbúalýðræðinu í Hafnarfirði þegar strax í kjölfarið er slengt á forsíðu Moggans "Eitt versta áfall í sögu álversins í Straumsvík"
og svo kemur undirfyrirsögnin "Löggjafinn þarf að setja ramma og skýrari reglur um íbúakosningar"
Hvað kemur svo? Jú það eru áætlanir um virkjunina í Þjórsá og framkvæmdir hefjast innan skamms í Helguvík!
Hí á Moggann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2007 | 18:46
Kvenfrelsi
Það hefur oft verið haft á orði að kvenfrelsi í heiminum náist ekki fyrr en konur eignist peninga og eða hafi fjármálavald. Staðreyndin er að konur eiga lítil sem engin ítök í peningaflæði heimsins. Konur eiga heldur ekki nema 1% fjármagns heimsins að mig minnir. Einu peningarnir sem konur hafa aðgang að eru peningar eiginmannana og sumar hafa einhver áhrif á útláti þeirra peninga en þær eru örugglega ekki margar þori ég að fullyrða. Einhverntíma man ég eftir þeirri umræðu hér á Íslandi meðal kvenna að stofna kvennbanka. þeir eru til á nokkrum stöðum erlendis og man ég ekki hvar en allavega einn í Sviss af öllum löndum! En ég auglýsi hér með eftir vitneskju um kvennabanka í heiminum!
En ekki getum við látið "peningaleysi" hafa eingöngu áhrif á okkar baráttu enda hefur það aldrei staðið konum beinlínis fyrir þrifum að hafa ekki peninga á milli handanna og voru Kvennalistakonur gott dæmi um það hvernig þær gátu gert mikið úr litlu!
En nú erum við konur í Samfylkingunni að berjast fyrir kvenfrelsi sem m.a. felur í sér að tryggja konum aukið vægi á öllum sviðum þjóðlífsins. Ein af aðgerðaráætlum Samfylkingarinnar er jákvæð mismunun kynjana. Með jákvæðri mismunun ættum við t.d. að geta náð fleirum konum inn í stjórnmálin og aðlaga stjórnmálastarfið að þeirra þörfum.
Ég vil fleiri konur á Alþingi Íslendinga
Ég vil fleiri konur í stjórnir almenningshlutafélaga
Ég vil fleiri konur forstöðumannastöður hjá ríkinu
Ég vil fleiri konur sem ráðuneytisstjóra
Ég vil fleiri konur til forustu í fyrirtækjum
Ég vil fleiri konur í nefndarstörf á vegum ríkisins
Ég vil fleiri konur í Hæstarétt Íslands
Ég vil fleiri konur í dómarasæti
Ég vil fleiri konur í lögregluna
Ef við viðurkennum ekki rétt okkar til þátttöku í stjórnmálum á okkar forsendum fáum við ekki aðra til þess. Það felst bæði í því að vera beinn þátttakandi og einnig sem stuðningsaðili eða vera í bakhópnum. Ég hef valið að vera í stuðningsmannaliðinu. Í stuðningsmannaliðinu vil ég hafa áhrif og vona að ég geri það. Ég mæti á fundi og er í sambandi við frambjóðendur og fleiri sem eru virkir í kringum þá. Þetta er mjög einfalt og skýrt, ÁHRIF er orð sem allir vilja nota og þess vegna segi ég, konur verið með og hafið ÁHRIF!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2007 | 14:51
Kynferðisbrot gegn börnum
Þetta lítur of vel út til að vera satt - en þetta er semsagt á mbl.is í dag.
Þær eru þó nokkrar fjölskyldurnar erlendis sem hafa þurft að sækja mál vegna barna sinna á íslenskum ríkisborgurum og þurfa að nota kerfið erlendis þegar kært er m.a. mál sem koma upp eftir að barnið er flutt frá Íslandi.
Evrópusamningur gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum
Í morgun náðist samkomulag í sérfræðinganefnd allra aðildarríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu. Samningurinn tekur m.a. til aðgerða á sviði forvarna, málsmeðferðar við rannsóknir mála, refsiramma brota, stuðnings við börn sem sætt hafa kynferðisofbeldi og fjölskyldur þeirra, meðferðar og eftirlits með kynferðisbrotamönnum og alþjóðlegrar samvinnu á þessu sviði. Sett verður á laggirnar eftirlitsnefnd með framkvæmd samningsins.
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu var fulltrúi Íslands í þessari vinnu. Að hans mati er samningurinn sérstakt fagnaðarefni, ekki síst þar sem öll meginsjónarmið sem liggja til grundvallar starfsemi Barnahúss hafa nú hlotið alþjóðlega viðurkenningu og barnahússins er sérstaklega getið í skýringum með samningnum.
Stefnt er að því að samningurinn hljóti formlega afgreiðslu hjá Evrópuráðinu síðar á þessu ári. Gangi það eftir er hér um að ræða fyrsta alþjóðasamning sinnar tegundar, en aldrei fyrr hefur bindandi samningur verið gerður um þetta viðfangsefni á alþjóðlegum vettvangi, samkvæmt tilkynningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.3.2007 | 14:28
Cliff Richard að eilífu
Þenna gamla snilling fór ég að sjá og hlusta á í gærkvöldi! Þvílík snilld í gamla manninum 67 ára og var eins og 30 ára á sviðinu, hann er með ótrúlega flott show, einlægur og tilþrifin í líkamshreyfingum engu lík.
Þetta var nú æskudýrkunin og greinilega aldrei of seint að fara í smá nostalgíu!
Hann var með góða hljómsveit og góða bakraddasöngvara sem allir sungu hver fyrir sig dúetta með Cliff. Hann tók bæði eldgömlu, milligömlu og nýjustu lögin sín og verð ég að segja að nýjast stöffið hans var lang best en það eldgamla kom við taugaendana í mér og ég datt í sæluvímu nokkrum sinnum.
Það sem hrífur mann 11 ára gamlan dettur ekki auðveldlega úr huganum, enda er ég að uppgötva að það sem gerist í lífi manns frá ca 7 til 15 ára er mesti áhrifavaldurinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2007 | 10:50
Betra í dag en í gær
Jæja, þá er þreytan ekki eins yfirþyrmandi og hún var í gær. Er aðeins að skríða saman og reyna jákvæðu hugsanirnar.
Það er margt athyglisvert á blogginu þessa daga. Það er ótrúlegt hvað sum mál kalla á mikil viðbrögð sem snúast algjörlega á haus við efnistök færslna. Eitt málið eru skrif Ólínar Þorvarðardóttur um fyrirsagnir fjölmiðla og tók hún dæmi af fyrirsögn um umfjöllun Baugsmálsins. Það varð bara allt vitlaust og flestu ef ekki öllu snúið á haus og rætnar athugasemdir sem er ekki fólki bjóðandi.
Eins og bloggið getur verið skemmtilegt og áhrifaríkt sem miðill eru því miður allt of margir skussar innan um og eða mennskar manneskjur sem kunna ekki almenna kurteisi eða samskipti.
Það ætti að vera til sér síða fyrir þetta fólk fyrir útrásrþörf sem yrði eins og meðferðarblogg fyrir viðkomandi!
ps. breytt 29. mars föðurnafn Ólínar var vitlaust - fyrirgefið!
Bloggar | Breytt 29.3.2007 kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
-
jenfo
-
jonaa
-
kolgrima
-
annaeinars
-
krummasnill
-
draumur
-
heg
-
ringarinn
-
olapals
-
christinemarie
-
gudrunkatrin
-
sunnadora
-
helgamagg
-
gisgis
-
svanurg
-
pallijoh
-
olinathorv
-
skordalsbrynja
-
lillagud
-
hlynurh
-
siba
-
fridust
-
gurrihar
-
rosa
-
annriki
-
heidathord
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
ragnhildur
-
gisliivars
-
stormur
-
ragnarfreyr
-
jakobk
-
hjolaferd
-
ingasig
-
reni
-
arnalara
-
alfholl
-
fridaeyland
-
soley
-
toshiki
-
korntop
-
kallimatt
-
saxi
-
bryndisfridgeirs
-
hugsadu
-
astabjork
-
kiddip
-
skaftie
-
thor
-
huldam
-
annaragna
-
fjola
-
kloi
-
hronnrik
-
manisvans
-
brandarar
-
truno
-
vefritid
-
samfo-kop
-
para
-
gattin
-
adhdblogg
-
tryggvigunnarhansen