Leita í fréttum mbl.is

Ef að einbjörn togar í tvíbjörn hlýtur að koma út þríbjörn

three-baby-boys_~d0000211Það læddist að mér sú hugmynd meðan ég  sinnti ömmuhlutverkinu undanfarið á Magneu litlu 2ja ára að það væri nú ekkert mál að eiga svona yndislegt barn þótt ég væri orðin 58 ára og þar að auki stelpu eftir allt strákagengið á undan eða fjóra.

Ein þjóðþekkt kona eignaðist fyrsta barn sitt fyrir tveimur árum og þykir mörgum sérstakt að því hvað hún var orðin gömul. Gagnrýni fólks er á marga vegu en eitt það helsta sem heyrist er þessi sérkennilega setning:

"Aumingja barnið að eiga svona gamla foreldra"

Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég heyri þessa upphrópun vegna þess að það heyrist ekki sama upphrópunin þegar karlar eiga börn fram eftir öllum aldri og alls ekki þegar amma og afi ala upp börn nema þá helst vegna heilsubrests.

En það er ekki alveg svona einfalt, margir ungir foreldrar glíma líka við heilsuleysi bæði meðvitað og ómeðvitað fyrir barneignir.

Það fólk fær stuðning.

Ég er nú samt ekki að mæla því bót að fara í glasafrjóvgun og eignast tví- eða þríbura, en skemmtilegt er það og vonandi hefur konan sem eignaðist sína í Frakklandi bæði geð og aðra heilsu til starfans og vonandi með pabbanum.c0039580

Ég gæti svo sem lagt í þennan frjóveg


mbl.is Eignaðist þríbura 59 ára gömul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. september 2008

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband