Leita í fréttum mbl.is

Fjármagn til meðferðar á karlmönnum

Það er komin tími á öfluga andstöðu kvenna til ríkisvalds vergna ofbeldis á konum og börnum á Íslandi. Hér er ekki hægt að horfa og hlusta nær dag eftir dag á fréttir þessa efnis um barsmíðar á konum með börnin sem áhorfendur eða jafnvel þolendur ofbeldis.

Ef karlarnir geta ekki tekið á þessum ósóma meðbræðra sinna verða konurnar að gera það.

Hér voru það karlar sem ruddu brautina til hjálpar áfengissjúkum meðbræðrum sínum og ættu að sjá sóma sinn í að ryðja brautina gegn ofbeldi á konum og börnum!

Þessa "karla" þarf að taka í meðferð  og byggja upp forvarnir.

Hvað verður um þessa karla þegar þeir koma út úr fangelsunum? Byrja þeir aftur að berja?

Við höfum ekkert að gera með fólk í fangelsi sem ekki er hægt að hjálpa.

Ég treysti konum til að taka á þessum málum, þess vegna þarf að hugsa það vandlega að það er engum til hagsbóta að hafa tvo þriðju karlmenn inni á Alþingi - við þurfum fleiri konur á þing. 


mbl.is Hrottaleg árás og einbeittur vilji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2009

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband