Leita í fréttum mbl.is

Almost Famous

er gömul kvikmynd sem ég man ekki neitt eftir.  Þessi kvikmynd er viðfangsefni leiklistarklúbbs Fjölbrautaskóla Vesturlands í leikgerð Ólafs S. K. Þorvaldz sem leikstýrir einnig. Frumsýningin var í gærkvöld og var hún í Bíóhöllinni á Akranesi og auðvitað fullt hús.

Þetta er í annað skiptið sem Ólafur leikstýrir nemendum skólans og er því orðin ýmsum hnútum kunnugur. Það sem er áberandi við þær tvær uppsetningar hans er hvað honum hefur tekist ótrúlega vel upp við að virkja stóran hóp nemenda á sviðið, sem bæði syngja dansa og leika. Hátt í fjörutíu manns koma að sýningunni og eru sumir með fleiri en eitt hlutverk. Ekki má heldur gleyma að þau sömu sjá einnig um alla markaðssetningu, sviðsmyndavinnu, búningavinnu og fleira og fleira.

Sýningin var flott og gaman að sjá allt þetta unga hæfileikaríka fólk sem Skagamenn eiga völ á, frábærir leikarar, frábærir söngvarar, frábærir dansarar og frábært tónlistarfólk en á sviðinu var heil hljómsveit.  Söngþjálfun og stjórn var í höndum hinnar virtu söngkonu Védísar Hervarar Árnadóttur og dansana æfði og stjórnaði Ásta Bærings sem hefur dansað frá fimm ára aldri og tekið þátt í fjölmörgum dansuppfærslum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband