Leita í fréttum mbl.is

Flestir lúta fremur rökum, sem þeir finna sjálfir, en þeim sem aðrir færa fram.

Umræðan um stjörnur klámiðnaðarins sem eru á leið til Íslands eftir nokkra daga hér á blog.is hafa oftar snúist upp í heiftarlegt skítkast og vægast sagt óheflaðan málflutning. Engum er til góðs að hjakka í sama farinu og ætla ég að senda hér athugasemdarfærslu sem ég hef skrifað.

Pjetur Hafstein Lárusson skrifaði ágæta færslu á heimasíðu sína og hvet ég fólk til að lesa hana ásamt athugasemdum.

Nokkrir hafa einnig bloggað um skilningsleysi þeirra sem ekki vilja klámið til Íslands eins og t.d. þessi.

Að lokum birti ég athugasemd við athugasemd við skrifum Pjeturs.

 

"Binni og Tommi. Orðabókin segir að orðið KLÁM þýði: 1 grófgert, illa unnið verk  2 gróft orð, klúryrði (einkum um kynferðismál eða kynfæri) - málfar, mynd eða annað sem beinir athyglinni að kynlífi eða kynfærum án nauðsynjar í listrænu samhengi, fræðslu e.þ.h. (skammstöfunin hér undan þýðir EÐA ÞESS HÁTTAR)

Tvær setnigar frá ykkur herramenn hnaut ég um, sú fyrri er frá Binna: Er algerlega mótfallin ýmsum reglugerðum og lögum um þetta mál.

Eitt svar til umhugsunar, KLÁM er bannað samkvæmt lögum á Íslandi.

Sú seinni er frá Tomma:Helst ber þar að nefna barnaklám og eiturlyfjanotkun sem þú tengir á frekar hæpinn hátt við þetta fólk.

Staðreyndin er sú samkvæmt öllum rannsóknum sem gerðar hafa verið á klámi og klámvæðingu sama hvað þér finnst það líta sakleysislega út, að það er tengt miklu stærra neti sem stundar hryðjuverk (nýja orðið yfir þetta frá Alþingi) á borð við mansal, barnavændi og síðast en ekki síst eyturlyfjasölu.

Binni og Tommi, ekki veit ég hvaða aldur þið berið og vonandi eru þið ekki orðnir pabbar, en þegar þið verðið það þá hugsið um dætur ykkar, því ef ekki nú sem við spyrnum við ógeðinu sem fylgir kláminu, þá bið ég Guð að hjálpa ykkur.

Eitt enn, þetta hefur ekkert með það að gera að taka ekki á móti fólki eða einstaklingum til landsins (jafnvel þótt það hafi áhuga á klámi) þetta hér fjallar um skipulögð samtök í klámiðnaði sem eru að koma hingað í tugum manna og jafnvel hundruðum til að taka m.a. klámmyndir."

Læt þetta gott heita í bili - en ég er ekki hætt að berjast gegn klámi. Ég tek undir orð Önnu Láru við þurfum kröftuga umræðu um siðferði kynlífs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband