25.2.2007 | 10:56
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar er Feminístahreyfing!
Úps, þetta var svo skemmtilegt í gær. Þvílíkt dúndur. Nú eru jafnaðarkonur komnar svo um getur í eina sæng, engin spurning!
Stjórnafundur kvennahreyfingarinnar var á milli 14 og 17 og ég sat hann ekki. þar var að vísu kosin ný stjórn og er Steinunn Valdís hetjan okkar orðin formaður. Svo bara veit ég ekki um fleiri við hljótum að fá vitneskju í dag inn á netið hverjar eru með henni í stjórn.
Kl. 17 byrjaði fundurinn með innleggi Ingibjargar Sólrúnar þar sem hún lýsti m.a. því hvað hún hefði orðið ástfangin af kvennasamstöðunni og stofnun kvennaframboðsins fyrir 25 árum.
Næst kom Katrín þingkona sem fór á kostum, hún bæði vitnaði í æði mörg mál sem konur á þingi hafa lagt fyrir og eins fyrirspurnir um mál, þar að auki var reynsla hennar frá því hún byrjaði í pólitík rakin stuttlega með áherslum á hve hún hefði eflst sem jafnréttissinni, kona og feministi og fannst í rauninni að hún væri líka hluti af Kvennalistanum þót hún hefði aldrei verið þar.
Þetta voru svo yndislegir þankar hjá henni.
Þá kom Helga Vala undir fyrirsögninni "Ekkert hik" og hún hikar ekki, í það minnsta ekki lengur. Það er auðvitað ekki gott að segja frá svona, Helga Vala fór í gegn um þetta á ómótstæðilegum krafti og útgeislun, hún er leikkona og nýtti sér þá sérstöðu til að gefa fólki innspýtingu um framkomu og framsetningu. hennar mottó er m.a. verum skemmtileg og hafið það skemmtilegt. Enda voru allirí hláturskasti eftir hennar innlegg.
Takk fyrir það Helga.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri Króniku hélt erindi undir heitinu "Kynlegir fjölmiðlar" þar kom margt athyglisvert fram. Engin kona hefur verið útvarpsstjóri, (nema Arnþrúður Karlsdóttir með sitt útvarp Saga) engin kona hefur verið sjónvarpsstjóri, engin kona hefur átt fjölmiðil (fyrr en nú) engin kona hefur verið ritstjóri dagblaðs, konur sem eru ritstjórar kvennatímarita eru öll í eigu karlmanna og svona má telja lengi í viðbót.
Vonandi verða þessi innlegg aðgengileg á netinu svo við getum fylgst með þessu. Eftir þetta komu ýmsar konur upp og sögðu örsögur úr lífinu og það var eitt nýtt fyrir mig sem ég hnaut um, það er að í 86 ára sögu stúdentaráðs hafa aðeins sex konur gegnt formannsembætti stúdentaráðs og er kosið á hverju ár!
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Sammála Betu! Innleggin á netið. Takk Edda mín fyrir lýsinguna á fundinum. Var nærri því eins og ég hafi setið hann sjálf.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 14:30
Haft er eftir Sigríði Dögg Vilhelmsdóttur að engin kona hafi verið ritstjóri dagblaðs. Vil minna á að Silja Aðalsteisdóttir var eitt sinn ritstjóri Þjóðviljans og trúlega hafa þær verið fleiri.
Kv.
Guðrún Hallgrímsdóttir
Guðrún Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.