Leita í fréttum mbl.is

Írskir dagar

Ég fór út í búð í gær og keypti írska fánann og tvö flögg, írska húfu/hatt og nokkrar blöðrur og nú á að skreyta úti. Ég er á leiðina í búðina að kaupa mér á sameiginlegt grill, tveggja götu grill.

í dag er margt í boði. Fyrst ber að nefna sýningu Glöggra systra kl.13 sem er gullsmíði, leirverk, myndlist og handverk fjögurra kvenna og er Dýrfinna Torfadóttir ein þeirra, önnur er Jóhann Leópoldsdóttir sem málar myndir og systir hennar með frábært handverk.

Í Akraneshöllinni verður markaður. Tívolí á íþróttasvæðinu. Opnunarhátíðin verður kl. 14 í mibænum. Þar geta allir fengið lánað reiðhjól og hjólað um bæinn. Svo koma Bína og Búri í heimsókn, þekki þau ekki en vonandi verður eins gaman að kynnast þeim og nöfnin bera með sér. Svo verður ljósmyndasýning, lúðra sveit frá gömlu heimaborginni minni Aarhus, , Jónsi, víkingar, siglingakeppni unglingaball, Celtic Songfest, Dean Ferrell með tónlistargjörning og að lokum í kvöld eru Stuðmenn fyrir alla fjölskylduna.

Drífið ykkur bara elskurnar - það er stuð á Skaga! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Vonandi er að færast ró yfir hasarinn í kringum þá feðga Guðjón og Bjarna  Á morgun ætla ég að skella mér á Old-Boys á Akureyrarvelli 07-07-07 og horfa á landsleik milli Íslands og Danmerkur þar hita Stuðmenn upp fyrir leik, þá verður stuð.

Páll Jóhannesson, 6.7.2007 kl. 13:25

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já því miður Páll, setur þetta smá blett á mannlífið og ágæta samkomu og þetta er ótrúlegt hitamál og í raun og veru rannsóknarefni út af fyrir sig.

En hafðu það skemmtilegt á morgun.

Edda Agnarsdóttir, 6.7.2007 kl. 15:39

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Skemmtu þér ekkert minna en konunglega dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2007 kl. 17:46

4 identicon

Góða skemmtun og einn Guinness fyrir mig

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 19:35

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir sendi ykkur myndir á morgun.

Edda Agnarsdóttir, 7.7.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband