31.7.2007 | 13:04
Afhverju á að vernda Christiania eins og hún er í dag?
Þessari spurningu spyr blaðið Ud & Se sem er gefið út af DSB sem eru dönsku járnbrautarlestirnar og liggur í lestunum fyrir farþega. Fimm íbúar Christinaiu svara þessu í blaðinu ásamt fleiri spurningum um þeirra líf þar. Í Christianiu búa 800 manns og likir blaðið staðnum við gamalt þorp sem voru á Jótlandi. Það sem kemur á óvart við þessa samantekt er að þesssir fimm íbúar vinna og taka þátt í lífi staðarins sem er ólíkt því hvernig upplifunin er við að ganga í gegn um staðinn. Þegar gengið er í gegn um Christianiu þá eru torg, garðar, veitingastaðir, hljómsveitarsvið, torgsalar og mikil hasslykt í loftinu, en líklega eru þetta mikið af aðkomufólki sem kemur við til að upplifa stemmninguna og sjálfsagt eru einhverjir sem selja en hass.
Christiania hefur verið til síðan 1971 og hefur oft mikið gengið á þar vegna afskipta yfirvalda við íbúa, en árið 2004 voru sett Christianiulög þar sem staðurinn skuli verða eign Kaupmannahafnar svo hægt verði að hafa betri yfirsýn yfir íbúa staðarins. Íbúarnir hafa ekki keypt þetta vegna hræðslu um að staðurinn verði eyðilagður m.a. með nýbyggingarlóðum. Íbúarnir hafa reynt einhverja samningaleið s.l þrjú ár en ekki tekist og eru þess vegna búin að höfða mál gegn ríkinu. En í Christianiu finnst fleira en það sem nefnt var hér að ofan, þar er heilsugæsla, fótboltaklúppur, jazzklúppur, garðyrkjufræðingur, hárgreiðslustofa, bíóhús, barnaleikhús, leikskóli, hesthúsabyggð, skósmiður, (kona) verstæði, sem eru í viðgerðum á hjólum og smíða hin frægu Christianiu hjól, ásamt viðgerðarverkstæði á kamínum.
Fimmmenningarnir sem greinin fjallar um hafa búið mislengi á staðnum, Ann er 33 ára og hefur búið þar í sex ár. Hún vinnur á barnaheimili staðarins. Hún heillaðist að hugmyndafræði staðarins, með það frelsi sem býðst í manneskjulegum samskiptum. Hún vill að staðurinn verði fyrirmynd þess að hægt verði að opna fleiri svona staði fyrir fólk í heiminum. Staðarmerkið er snigill og á að merkja rólegheit og að fólk hafi tíma fyrir sjálft sig.
Gitte er 52 ára og hefur búið þarna í 31 ár. Hún vinnur í kvennasmiðju á staðnum sem nokkrar konur stofnuðu eftir ágreining við karla staðarins fyrir löngu. Hún er uppeldisfræðingur og var það tilviljun ein sem réði því að hún prófaði smiðjuvinnuna og líkaði svo vel. Hún hefur búið þarna með fjölskyldu en býr nú ein með 18 ára syni sínum. Hún segir að vernda beri staðinn á menningarlegum forsendum. Þetta er einstakt umhverfi, hér eru engir bílar og mjög gott að ala upp börn hér.
Henrik er 55 ára, listmálari og lektor í myndlist. Hann hefur búið í 30 ár á staðnum. Hann kom fyrst þangað til að vinna við afvötnun á eiturlyfjasjúklingum einn vetur og þá var ekki aftur snúið. Hann settist að í skólahúsnæði og býr þar ásamt 12 ára syni sínum. Hann settist að vegna kærleiksins sem ríkti og segir að kjarkurinn verði meiri við að búa á svona stað. Hann segir að vernda eigi Christianiu vegna þess að hún er "unik" á heimsvísu og einstakur varðandi leikhús og tónlist.
Rikker er 42 ára og býr með fötluðum syni sínum. Hún sinnir börnum í hestamennsku og hefur búið þarna síðan hún var 8 ára. Hún segir að Kaupmannahöfn hafi þörf fyrir svona stað þar sem fólk talar saman einum rómi sem samt eru svo ólíkt.
Andres er kokkur 32 ára á grænmetisstað í Christianiu og býr ekki á staðnum. Hann hefur samt komið þangað reglulega síðan hann var 11 ára. Hann vinnur þarna vegna fjölbreytileikans í mannflórunni og finnst að vegna sjálfstæðis staðarins ætti hann að fá að vera.
Í lokin mæli ég með veitingastaðnum Liseloppen í Christianiu sem er hreint frábær, en hann er svo vinsæll að það verður að panta fyrirfram.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
-
jenfo
-
jonaa
-
kolgrima
-
annaeinars
-
krummasnill
-
draumur
-
heg
-
ringarinn
-
olapals
-
christinemarie
-
gudrunkatrin
-
sunnadora
-
helgamagg
-
gisgis
-
svanurg
-
pallijoh
-
olinathorv
-
skordalsbrynja
-
lillagud
-
hlynurh
-
siba
-
fridust
-
gurrihar
-
rosa
-
annriki
-
heidathord
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
ragnhildur
-
gisliivars
-
stormur
-
ragnarfreyr
-
jakobk
-
hjolaferd
-
ingasig
-
reni
-
arnalara
-
alfholl
-
fridaeyland
-
soley
-
toshiki
-
korntop
-
kallimatt
-
saxi
-
bryndisfridgeirs
-
hugsadu
-
astabjork
-
kiddip
-
skaftie
-
thor
-
huldam
-
annaragna
-
fjola
-
kloi
-
hronnrik
-
manisvans
-
brandarar
-
truno
-
vefritid
-
samfo-kop
-
para
-
gattin
-
adhdblogg
-
tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Mér finnst Cristiania fyrir margra hluta merkileg tilraun. Finnst hinsvegar dópið hafa sett svartan blett á staðinn. Liseloppen er æðislegur restaurant og vel þess virði að heimsækja.
Þegar ég kom þarna fyrst 1974, var ömurlega sóðalegt allstaðar. Ekki rafmagn, allt út í sorpaugum, þar sem hundar og börn veltu sér upp úr óhreinindunum í einni þvögu. Mikið hefur lagast síðan. En þessi fastistastjórn í Danmörku hættir ekki fyrr en hún hefur þetta undir, það er ég viss um.
Kveðjur, og takk fyrir ferðapistlana.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.7.2007 kl. 15:38
Ok.
Ég fer í helgarferð til Köben í nóvember. Þá mun ég pottþétt heimsækja Christianiu eftir lestur þessa pistils. Takkes.
Anna Einarsdóttir, 31.7.2007 kl. 19:04
mér finnst alltaf gaman að renna við í Kristaníu þegar ég er í Köben. Edda passaðu þig bara að fara ekki þar í gegn sama dag og þú flýgur heim því þá finna tollhundarnir lyktina og þú lendir í djúpum ....
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 22:40
ég er soldið lost eins og oft áður. Ég er furðulostin varðandi Henrik. vinna við afvötun eiturlyfjasjúklinga!!! Gengur þessi staður ekki út á að fá að vera eiturlyfjasjúklingur í friði?
Jóna Á. Gísladóttir, 31.7.2007 kl. 23:17
Já Anna þú skalt skreppa þangað, enda auðvelt hægt að labba þetta úr miðbænum.
Þú segir nokkuð Þorsteinn - aldrei pælt í þessu - en ég hef þetta í huga. Takk.
Jóna, það er eimitt mýtan um Christianiu, sérstaklega hassreykingarnar, en þetta er samfélag eins og önnur samfélög sem ekki eru laus við vandamál. Þetta var fríríki sem stofnað var á hippatímabilinu og öllu sem því fylgdi, en breytingarnar eru örar og margt er öðruvísi í dag en áður. Nú hugsar fólk meir um umhverfisvernd og lífrænt ræktað í garðinum heima.
Edda Agnarsdóttir, 31.7.2007 kl. 23:36
Ég fór fyrst til Christainu 1974 og það var staðurinn ekki mjög spennandi. Síðan fór ég aftur þegar að ég bjó í Kaupmannahöfn 2000. Skoðaði reyndar ekki mikið meira en "túristasvæðið" fékk mér hamborgara, verslaði smávegis og fór svo heim. Maður hefur alltaf blendnar tilfinningar til staðarins út af öllu hassinu, en margt sem er gert í Crhistiainu smellpassar umhverfisstefnu nútímans. Hver man reyndar ekki eftir þeim sem ætluðu að lifa í sjálfsþurftarbúskap í Hveragerði eða nágrenni og húkkuðu sér svo far til Reykjavíkur. Ég er viss um að yfirvöld munu aldrei komst upp með að loka Christiainu, það væri löngu búið að því ef hægt væri og menn þyrðu. Það eru nefninnilega margir, bæði háir og lágir, sem næra sálina með hassi í Christainu.
Kveðja af Skaganum
P.S. Var að ljúka við að horfa á þriðju og síðustu myndina um Guðföðurinn með Vésteini og Ásu Birnu. Gott að nýta sumrleyfið í eitthvað nytsamlegt. Góða nótt.
Borghildur Jósúadóttir (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 02:58
Aldrei komið í Danaveldi en væri alveg til í að kíkja við í Christainiu til að sjá þetta með eigin augum.
Páll Jóhannesson, 1.8.2007 kl. 08:19
Gaman að lesa þessa færslu frá þér Edda. Maður labbaði stundum þarna í gegn í gamla daga bara af forvitni ...
en hef ekki komið þar lengi.
Marta B Helgadóttir, 1.8.2007 kl. 10:22
Hef farið nokkrum sinnum til Kristianíu á undanförnum árum og alltaf verslað mér eitthvað ef því sem íbúarnir eru að selja. Hef reyndar ekki verlslað þar það "sem þeir eru frægastir fyrir".
Það sem maður hefur séð breytast á undanförnum árum er að salan á því "sem þeir eru frægastir fyrir" er ekki lengur fyrir jafn opnum tjöldum og var fyrir ca. 3 árum.
Þegar við fjölskyldan fórum þangað fyrir um 4 árum keyptum við okkur hamborgara bjór og gos á meðan aðrir komu þangð til þess að fá sér að reykja.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 1.8.2007 kl. 11:10
Nýtt útlit ! Flott síða Edda.
Grátt er svo notalegt.
Anna Einarsdóttir, 1.8.2007 kl. 20:44
Má ég skipta mér af ? Takk.
Hin myndin var flottari..... með húsþökunum.
Anna Einarsdóttir, 1.8.2007 kl. 20:54
Vá ! Þetta er best.
Anna Einarsdóttir, 1.8.2007 kl. 22:17
Takk Anna mín, þetta var allt í bígerð nú getur þú lesið nýju færsluna!
Edda Agnarsdóttir, 1.8.2007 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.