Leita í fréttum mbl.is

Nýtt útlit

Magnea

Magnea 1 árs með mömmu og pabba á Spáni í sumar. Nú er ég búin að fá nýtt útlit á heimasíðuna mína og það gerist hér í Kaupmannahöfn. Snillingurinn á bak við þetta nýja útlit er Aldís tengdadóttir mín, hún hefur jafnframt tekið myndirnar af Magneu litlu og foreldrum hennar. Hún á líka myndina í hausnum af íslenskri náttúru enda nýkomin að heiman.

Aldís er að vinna núna hjá þekktum ljósmyndara í Danmörku sem heitir Steen Evald og hefur verið ljósmyndari konungsfjölskyldunnar og frægur tískuljósmyndari. Skoðið heimasíðu hans, það er þess virði.

Maður er svo upptekin af sjálfum sér hér í fríinu að ég gleymdi að senda afmæliskveðju til yngsta barnsins míns sem er heima á Íslandi. Að vísu er búið að senda sms og hringja en það er ekki nóg þegar litla barnið mitt á í hlut, svo hér með bæti ég úr því.

Þór Sæti

         Þór varð 19 ára í gær 31 júlí 2007 - til hamingju elsku kúturinn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með drenginn. Flottur strákur.

Marta B Helgadóttir, 1.8.2007 kl. 23:09

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Til hamingju með nýja fallega útlitið - ég ætla að fá dóttur mína til að hjálpa mér með að flikka upp á  mína!

María Kristjánsdóttir, 1.8.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þór er líkur foreldrum sínum.... skemmtileg blanda.

Og Magnea.... úúúúú..... svo falleg.  Af hverju eru börn svona falleg !

Anna Einarsdóttir, 1.8.2007 kl. 23:23

4 identicon

Verð að segja það að þetta er allt annað að horfa á síðuna svona og litirnir í myndinni efst eru frábærir.  Getur þú ekki sett inn hlaupandi banner með fleiri flottum myndum??????  Bleiki liturinn er flottur, enda grænt og bleikt flottast.  Að lokum til hamingju með litla drenginn.

Við vorum að koma úr Kópavoginum, Vincy ein af "stóru" systrum hans Sveins er 70 ára í dag 1. ágúst ( er kannski kominn 2. ágúst?)  Samúel Örn bauð öllum sem hann náði í í mat.  Við fórum saman í IKEA hjónin og síðan kom Vésteinn litli drengurinn okkar (næstum 2 metrar) með strætó.  Mjög gaman og góður matur.  Vésteinn er svo að drífa sig á Selfoss eftir helgina og þá er hann farinn og vetrarstarfið byrjað hjá honum.  Þá verðum við bara tvö í kotinu þar til að Bergþóra kemur heim af Alþjóðaskátamótinu 12. ágúst.

Kveðja af Skaganum

Borghildur Jósúadóttir (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 00:12

5 identicon

Flottur strákur, til hamingju með hann og líka þetta fína útlit - Smjúts

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 00:39

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Flott síða og ó mæ gúddness.. .FLOTTUR DRENGUR. Það hlýtur að liggja slóð af krömdum hjörtum eftir hann.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.8.2007 kl. 01:36

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Jónu, what a "hunk of a men" ef maður má segja sollis orðinn svona aldraður eins og við erum.  Lillan hún Magena líka yndislegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2007 kl. 20:17

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir allar kveðjurnar og kommentin hérna. Ég er glöð með síðuna og sérstaklega hjálpina frá Aldísi ljósmyndara.

Edda Agnarsdóttir, 2.8.2007 kl. 20:41

9 identicon

já, þetta er alveg einstaklega vel heppnað hjá okkur frú Edda !! ;)

Gaman að breyta til..

..vonandi skemmtið þið ykkur konunglega í Sverige, ekki við öðru að búast!

Biðjum auðvitað kærlega að heilsa !!

p.s.

Það er búið að rigna mest allan daginn.

Aldís ljósmyndari (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband