10.8.2007 | 20:44
Danirnir sem búa í Svíþjóð.
Það er í tísku að nokkru leyti að búa í Malmö og vinna í Kaupmannahöfn. Þessi tíska er líka vegna hagræðis, allt húsnæði er ódýrara í Malmö en á Stór-Kaupmannahafnarsvæðinu. Ég hitti stúlku í fyrra á lestarstöð langt norður af Kaupmannahöfn og var að spyrja hana um lestarferðir og þegar við vorum búin að eiga nokkur orðaskipti spurði hún mig hvort ég væri Íslendingur. Eftir það töluðum við saman á íslensku.
En hún var ekki íslensk, hún var frá Rúmeníu en hafði verið á Íslandi og fengið íslenskan ríkisborgararétt. Hún kom til Íslands 16 ára og kynntist íslenskum manni nokkrum árum seinna og eignaðist barn með honum. Þeirra leiðir skildu en hún hitti samlanda sinn á Íslandi og þau fluttu til DK. Í DK var erfitt að fá húsnæði og dýrt í Kaupmannahöfn svo þau fluttu til Malmö og festu sér íbúð þar. Hún vann hjá snyrtivörufyrirtæki lengst norður af Kaupmannahöfn og hann vann á Kastrupflugvelli. Þau ferðuðust s.s. á milli landa á hverjum degi í vinnu.
Þau eru ekki ein um þetta. Það hefur aukist gífurlega búseta Dana í Svíþjóð og mest í Malmö og nágrenni hennar. Árið 2005 borguðu 8000 Danir skatt í sínu landi með búsetu í Svíþjóð, en í dag eru þeir komnir upp í 21000 sem búa þar og borga skatt í sínu heimalandi - það er 300% aukning. Þetta þýðir bara eitt að Malmö og Kaupmannahöfn eiga eftir að renna saman í eitt þegar fram líða stundir.
Það er allt ódýrara í Svíþjóð nema kjötið.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Ein af mínum elstu æskuvinkonum (Berta mannstu eftir henni?) Býr í Helsingborg og vinnur fyrir utan Helsingör. Það þykir ekki mikið mál. Hún gerði það reyndar fyrir tilkomu brúar og finnst þetta pís off keik.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.8.2007 kl. 22:03
Þetta er merkilegt, ég vissi ekki af þessu. Annars var mér oft hugsað til þín þessa daga sem ég var í Kaupmannahöfn og sérstaklega þegar ég dró hana Gyðu systur mína á Austurbrú í innkaupaleiðangur og við keyptum náttúrlega fullt af fötum í PINK (sko verslun).
Edda Agnarsdóttir, 11.8.2007 kl. 10:11
Hvað segirðu var afmælið hans í DK Hjá Hunnu Grön? Þú ert væntanlega að tala um Manga?
Edda Agnarsdóttir, 11.8.2007 kl. 23:05
Gunnu Grön, átti þetta að vera!
Edda Agnarsdóttir, 11.8.2007 kl. 23:06
Skemmtileg færsla Edda. Tilviljun að rekast á þessa ungu stúlku; frá Rúmeníu, íslenskur ríkisborgari, búsett í Svíþjóð, starfar í Danmörku.
Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 10:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.