Leita í fréttum mbl.is

Í skólanum í skólanum...

... er skemmtilegt að vera...

Samkennara mínir eru á fullu að fjarstýra heimilunum í gegn um síma á meðan þeir vinna og flest börn alein heima. Einn kvenkennarinn hringdi kl. 11:30 heim til sín til að athuga hvernig gengi og láta þau vita að hún yrði aðeins seinna lagi heim í hádeginu. Hún á þrjú börn og elsta er að far í 5. bekk 10 ára og næstelsta í 2. bekk 7ára og svo er lítill snáði á leikskólaaldri ca. 4 ára.

7 ára svaraði í símann og segir að allt gangi vel, hún og bróðir hennar að leika saman,bætir síðan við eftir dálitla stund, en ég þarf að segja þér dáldið hræðilegt!

Smá hnútur kom í magann á mömmunni og hún segir til baka, hvað er það?

Veistu það mamma að hún Ninna (10ára) er ennþá sofandi, finnst þér það ekki hræðilegt hún er búin að sofa frá hálf ellefu í gærkvöldi og nú er kl. hálf tólf?

Hvað segirðu, afhverju vekur þú hana ekki , vektu hana núna!

Nei ég ætla ekki að vekja hana mamma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

jú jú. Daman á gelgjunni. Afhverju vildi hún ekki vekja systur sína?

Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2007 kl. 13:36

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það var svo gott að vera í friði - sú elsta stjórnar svo mikið!

Edda Agnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 13:56

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þessi unga stúlka endar í pólitík. Það er alveg klárt.

Halldór Egill Guðnason, 22.8.2007 kl. 14:21

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahahaha, nú hló ég upphátt.  Paradís fyrir þá 7 ára að hafa skrímslið hana systur sína sofandi.  Þetta þekki ég frá mínum dætrum.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2007 kl. 14:55

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

  Sniðug sú stutta.

Anna Einarsdóttir, 22.8.2007 kl. 19:26

6 Smámynd: Páll Jóhannesson

Góð barnapía sú stutta

Páll Jóhannesson, 22.8.2007 kl. 22:47

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

heyrðu ... ég var að skipta um mynd á blogginu mínu - vona að þið finnið mig samt, var nokkuð oft búin að fá athugasemdir frá ættingjum og vinnufélögum um að hin myndin væri ekki eins falleg og ég er i raun og veru sko

Marta B Helgadóttir, 23.8.2007 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband