Leita í fréttum mbl.is

Gulrótarbollur og annað góðgæti.

Þessa dagana er ég að kenna 4. og 5. bekk heimilisfræði. Námsefnið hjá þeim er uppfullt af góðum uppskriftum sem eru ef til vill allt of lítið notað á heimilum þessa lands, því loksins þegar nemendur eru komnir heim með heildarnámsefnið er komið vor og sumar og ekki eins mikill áhugi fyrir bakstri og fleira.

Ég ætla að setja inn að gamni það sem er að gerast í flestum skólum á landinu með þennan aldurshóp í Heimilisfræði.

Krakkarnir í 4. bekk búa sér til gómsætar samlokur með túnfisks salati. Hræra saman einni dós af sýrðum rjóma og einni dós af túnfiski í vatni, (sigta vatnið frá) ásamt tveimur teskeiðum af sætu sinnepi, einni teskeið af hunangi og hálfu niðurbrytjuðu epli. Salatið sett á sneið af fjölkornabrauði og salatblað ofan á eða eitthvað annað blaðkál sem til er og svo aðra sneið ofan á. Hér er komin gómsæt samloka. Nota svo hugmyndaflugið og breyta um bragðefni eftir dagsforminu.

Gulrótarbollur eru viðfangsefni 5. bekkjar. Stillið bakaraofnin á 50. Einn og hálfur dl. heitt/volgt vatn og tvær og hálf tsk. þurrger eða 15 til 20 g af blautgeri. leysa upp. Hálfur dl mjólk og hálfur súrmjólk, ásamt hálfri tsk. salt, einni tsk hunang, þremur msk af matarolíu blandað saman.

Fimm dl. hveiti og einn dl hveitiklíð ásamt tveimur msk söxuðum valhnetum (má sleppa) og einni rifinni gulrót sett í aðra skál og blandað saman. Þurrefnum blandað saman við blautefnin og slegið saman með sleif og sett á borð og hnoðað. Einn dl. hveiti aukreitis til að hnoða upp í.

Skipta deiginu í þrennt og úr hverjum hluta eiga að koma sex bollur, svolítið misjafnt, oft minna. Hækka hitastig ofns upp í 200 og baka bollurnar í ca 20 mín.

Verði ykkur að góðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrst spyr ég: hvernig bragðaðist laxinn hjá Ingu og Moby?  Er engan lax búin að borða í sumar, því ég legg ekki eldislax mér til munns.

Takk fyrir gulrótarbollu uppskrift.  Nota þær uppskriftir frá þér, sem ég hef fengið fram að þessu grimmt.

Þú mátt gjarnan halda áfram að deila leyndardómum heimilisfræðinnar með þér.  Ég er að minnsta kosti áskrifandi.

Koss og knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.9.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Girnilegt, takk fyrir

Páll Jóhannesson, 14.9.2007 kl. 12:45

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Prófa ekki spurning. TAKK.

Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 14:38

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Takk fyrir þetta Edda.

Halldór Egill Guðnason, 14.9.2007 kl. 14:41

5 identicon

Þegar ég var í heimilisfræði í gagnfræðaskóla fyrir nokkrum árum síðan , þá lærði ég að baka eina köku sem var brúngrá á litinn,átti að vera kryddkaka held ég. Steikja einn kjötbita og svo að leggja á borð og vaska upp. Ekkert meira. Það var ekkert svona fancý eins og þetta er í dag.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 23:32

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Takk Edda, ég prófa þetta alveg örugglega

Marta B Helgadóttir, 14.9.2007 kl. 23:53

7 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Takk fyrir Edda, ég prufa þessa girnilegu uppskrift þína.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.9.2007 kl. 14:31

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný mín laxinn var góður.

þorsteinn eru bara nokkur ár síðan þú varst í gaggó?

Takk fyrir innlitið öll. Jenný ég kem örugglega með eikkað meira!

Edda Agnarsdóttir, 15.9.2007 kl. 20:22

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Gulrótarbollur! Aldrei heyrt um þetta. Þetta þarf ég að geyma með mér þar til andinn kemur yfir mig. Túnfisksalatið virkar snilld. Hollt og gott. Ekkert majo og sollis viðbjóður

Jóna Á. Gísladóttir, 16.9.2007 kl. 14:39

10 identicon

Ég fæ aldrei nóg af uppskriftum, er endalaust að prófa eitthvað nýtt. Þessar verða prentaðar út og settar í möppuna góðu. TAKK

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 15:22

11 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Vá þetta ætla ég að prufa.

Hef komist að því að það er fullt af skemmtilegum og góðum uppskriftum í felum í heimilisfræðinni...

Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.9.2007 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband