Leita í fréttum mbl.is

Litarefni í matvælum og afleiðingar þeirra eins og ofvirkni.

Á heimasíðu Lýðheilsustöðvar var nýlega greint frá niðursöðum breskrar rannsóknar þar sem hugsanlega eru tengsl milli ákveðinna litarefna í matvælum og ofvirkni. Efnin sem liggja undir grun um að geta haft neikvæð áhrif á hegðun barna, eru aðallega að finna í gos- og svaladrykkjum og sælgæti. Ogft er erfitt fyrir fólk að átta sig á merkingum utan á vörum og mikið af sælgæti sem keypt er fyrir börn er ómerkt. Þau efni sem ber að varast eru Tartasín /E102), Kínólíngult (E104), Sunset yellow FCF (E110),Asórbín (E122), Poncceau 4R (E124) og Allúra rautt (E129). Öll þessi efni eru leyfð á Íslandi og eru notuð í sumar tegundir gos- og svaladrykkja og sælgætis.

Það er ástæða fyrir fólk að takmarka æ meir neyslu á þessum vörum og hugsa sérstaklega um börnin í þessu samhengi. 

Þetta er nú meiri vibbinn sem mar er alltaf að setja ofan í sig.Frown


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Það er ágætis vani að lesa innihaldslýsingu matvöru aftur á bak. Þ.e. byrja neðst og telja öll E efnin og annað glundur sem sett er saman við, áður en það sem við teljum okkur vera að kaupa, er nefnt. Oftar en ekki er maður búinn að tapa listinni á viðkomandi vöru áður en lestrinum lýkur.

Halldór Egill Guðnason, 21.9.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fyrir mér er þetta einn stór frumskógur.  Maður þyrfti að fara á vetrarlangan kúrs til að verða heima í efninu.  Hvernig stóð á að við lifðum af Edda, hérna í denn, þegar ekkert eftirlit var?  Kannski vorum við bara að borða heilbrigðari mat.

Sælgætisát var lítið, ís og ópal um helgar man ég og svo á jólum og páskum.  En lituðu pylsurnar (namminamm) og spægipylsan voru baneitrað fyrirbrigði.  OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.9.2007 kl. 16:49

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ég er mikið í því að lesa innihaldslýsingar á matvörum. Það kemur af því að ég hef ofnæmi fyrir ýmsum aukaefnum. Og satt að segja missir maður oft lystina við þann lestur eins og Halldór segir. Það er best að fólk sé meðvitað um það hvað það innbyrgðir. Hugsi um hvað það lætur ofaní sig og hvað það ber á borð fyrir börnin. Öll þessi óhollusta virkar á börn ekki síst á þau ofvirku. Ég er sammála þér að það er þörf á að draga úr þessari gos og sælgætis neyslu. Huga ber meir að hollustunni.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.9.2007 kl. 17:43

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ólíkt mömmu minni þá þori ég varla að lesa um innihaldið - vil ekki vita úr hverju ég mun drepast - læt konuna um að sortera hvað ég má eta og hvað ekki

Páll Jóhannesson, 21.9.2007 kl. 23:08

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, bölvaður óþverri alltaf, betra að drekka mysu og fíflavín.  :):)

Ásdís Sigurðardóttir, 22.9.2007 kl. 00:12

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég geri eitthvað svipað og Halldór lýsir hér, renni augum yfir eiturefnalistann og svo kíkir maður á orkuinnihaldið (til að passa línurnar...) og ef þessi atriði eru nokkurnvegin í lagi þá kaupi ég  Stundum leyfi ég mér að vera kærulaus oh kaupi bara nákvæmlega það sem mig langar í, þó það sé uppfult af þessu eitri sem litarefni og rotvarnarefni vissulega eru. Ég fer stundum til Kanarí á veturna og þar kaupir maður brauð sem getur staðið útá borði í marga daga án þess að harðna eða mygla - enda ekkert smá mikið af aukaefnum í þessu til að fá fram þessa endingu.

Marta B Helgadóttir, 22.9.2007 kl. 00:29

7 identicon

Svo er þetta líka svo helv. ávanabindandi, sérstaklega sykurinn. Að vísu er umræðan svolítið einsleit varðandi rotvarnarefnin.

Rotvarnarefni eru hugsuð til að varna því að maturinn sem við borðum skemmist ekki  og hafi kannski eðlilegan líftíma .Þó öllu megi ofgera og yfirleitt eru þau skaðlaus.

Það vill oft líka gleymast að rotvarnarefni í matvæli stuðla að lægra matvælaverði. Ef við tökum sem dæmi brauð sem bakað er fyrir stórmarkað, Nb. það má ekki setja rotvarnarefni í brauð á Íslandi, þá koma fara þau í verzlunina að morgni, allt það sem ekki selzt, getur farið uppí 50-70% ef aðstæður eru þannig. Skafrenningur og enginn fer útí búð. Þá eru þau tekinn og hillunni og hent til að rýma fyrir nýjum. Að eðlilegu hlýzt af þessu mikill kostnaður sem fellur á neytandann. Ef mætti nota rotvarnarefni og lengja líftímann um ca.2-3 daga ætti verðið að lækka. Sama gildir um kjötið, ef ekki mætti nota rotvarnarefni þá værum við neytendur á horfa uppá allt önnur verð en í dag og eru þau þó nógu há fyrir.

Ps. persónulega finnst mér brauðin í Ameríku betri en hér, þó þau séu full af rotvarnarefnum. mýkri og ekki eins þurr.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband