Leita í fréttum mbl.is

Sveitin og húsið sem langafi byggði

Fór á Snæfellsnesið í gærdag í heimsókn til tengdó. Haustlitirnir voru allsstaðar en oft hafa þeir verið skarpari, rigningin virðist eyðileggja mikið og auðvitað rokið í bland.

Gamalt hús 010

            Miðhraun í haustbúningi.

Ekki langt frá Miðhrauni er bær sem heitir Sel, þar er gamalt timburhús sem er að rigna niður sem var flutt þangað fyrir ca 15-20 árum að ég held frá Akranesi. Ég er nýbúin að komast að því að það hús byggði langafi minn sem byrjaði sinn búskap á Akranesi  en missti konuna sína frá fjórum börnum. Elst var amma mín sem var 8 ára  þegar mamma hennar dó, komin að því að fæða sjötta barn sitt, eitt hafði dáið lítið. Langamma dó 35 ára gömul og langafi flutti til Reykjavíkur og byggði annað hús í Þingholtunum þar sem ég bjó til 10 ára aldurs og svo síðar þegar ég byrjaði að búa.

Gamalt hús 025

 

 

 

 

 

 

 

Það var ungt fólk sem ætlaði að gera húsið upp og hefur verið búið að steypa undir það. En nú er það allt meira og minna laskað af veðri og vindum mikið opið inn það frá þakinu. Húsið hefur nafn en ég veit ekki hvaða nafn það er- nú hefst rannsókn á skjalsafni Akraness.

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gaman að sjá æskuslóðirnar. 

Anna Einarsdóttir, 7.10.2007 kl. 23:33

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Anna þú sem veist svo margt, veist þú eitthvað um þetta hús í Seli? Þú getur sent mér mail ef þú veist eitthvað?

Edda Agnarsdóttir, 7.10.2007 kl. 23:35

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Haustlitirnir finnst mér fallegustu litirnir í náttúrunni.

Marta B Helgadóttir, 8.10.2007 kl. 00:28

4 Smámynd: Kolgrima

Falleg mynd af haustskrúðinu. Sérkennileg tilviljun, að hús langafa þíns skuli lenda á heimaslóðum tengdafjölskyldu þinnar en leiðinlegt samt að það skuli liggja undir skemmdum.

Kolgrima, 8.10.2007 kl. 00:45

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst svo trist að sjá tóm hús, sem standa ein einhversstaðar.  Ég vorkenni þeim.  Ég veit að ég er ekki í lagi.  Það minnir mig á að allt er forgengilegt í henni veröld.

Vona að þú finnir nafnið á húsinu.

Smjúts

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.10.2007 kl. 00:57

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Edda mín...... ég er að vinna í málinu. 

Anna Einarsdóttir, 8.10.2007 kl. 14:58

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sorglegt að sjá falleg hús grotna niður. Það er ofurfallegt á nesinu.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.10.2007 kl. 15:39

8 Smámynd: Páll Jóhannesson

Nú er bara raula ,,hér stóð bær með bustir ......." hugsa um ,,gamla" daga og njóta lífsins með ljúfum minningum.

kv frá Akureyri

Páll Jóhannesson, 9.10.2007 kl. 12:48

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jæja vinkona.  Ég hef enn ekki fengið símtalið sem ég átti að fá frá konu einni - ef hún gæti reddað upplýsingum um nafn hússins.

Hún tjáði mér hins vegar í fyrra símtali, að það hefðu verið miklir reimleikar í húsinu.  Sagan segir að einhver ábúandi hafði misst fingur fyrir margt löngu og að fingurinn hafi gengið aftur !    Ja... allavega er sagan góð.

Anna Einarsdóttir, 9.10.2007 kl. 19:06

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Anna mín takk fyrir, sagan er undragóð og húsið heitir Bakki hringdi niður á skipulag í gær. Bakki er allt of ungt hús til að afi minn hafi búið í því en það er verið að athuga hvort hann hafi verið smiður að húsinu þrátt fyrir.  Allt s.s. í skoðun.

Edda Agnarsdóttir, 9.10.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband