Leita í fréttum mbl.is

Zumba Zumba Zumba

Nú getum við sveiflað mjöðmum jafnt sem rössum og öxlum í ZUMBA sem nú á  að vera nýjasta æðið! Ekki veit ég það, hef aldrei heyrt neitt talað um þetta Zumba æði á Íslandi fyrr en ég sá það á mbl.is

En hvað með það ef fólk af báðum kynjum getur sveiflað öllum líkamanum fyrir gott málefni þá bara það! Búin að skoða nokkrar síður frá henni USA og sé ekki betur en þetta sé allt sem í hef lært í líkamsræktinni minni hjá henni Agnesi!

                                                     zumba.jpgZumba Advanced

En spurningin er hvort verið er að reyna við markaðinn í gegn um gott málefni?  Ekki að ég hafi beinlínis á móti bví að auglýsa sig í gegn um góð málefni, tíðarandinn gerir ákveðna kröfu um slíkt, en kannski er þetta bara svona eins og Twist æðið í gamla daga þegar allir þustu í Austurbæjarbíó eitt kvöldið til að læra TWIST og meira segja ég krakkinn var alveg sjúk að fara á þessa skemmtun til að skoða hvernig væri dansað, pabbi hafði gefið mér Twistbelti og ég passaði það eins og gull svo að systkini mín skemmdu það ekki.

Daginn eftir þessa skemmtun fékk ég að vita það að skemmtunin hefði gengið töluvert út á það að gera grín af æðinu, og margir móðgast því fram á sviðið kom par íklætt bílatwist og dansaði bara eitthvað eða venjulega!Tounge


mbl.is Zumba sveiflan ryður sér til rúms á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þetta sé fyrst og fremst nafn á "nýrri" söluvöru sem er samt ekki ný, en tek undir með þér að það er fínt ef tekst að safna í þágu góðs málstaðar.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 15:56

2 Smámynd: Kolgrima

Sæt saga af litlu krútti sem vildi bara fá að tvista!

Kolgrima, 3.11.2007 kl. 18:39

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þetta er örugglega góð æfing fyrir lendarnar, þær stirðna gjarnan mjög hratt upp úr fimmtugt.  Ættum að Zumba svolítið á milli þess sem við spilum norskt rommý og skálum hvert við annað.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 3.11.2007 kl. 21:34

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já Ingibjörg ekki veitir af!

Takk Kolgríma og nú tökum við til og tvistum í leiknum - NÚNA

Gunnar þú kemur líka og Zumbar á leikinn

Anna þegar við kellurnar hitumst þá getum við Zumbað aldeilis-erhakí?

Edda Agnarsdóttir, 3.11.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband