13.11.2007 | 16:15
Tíu litlar ljúflingsmeyjar
Ég rakst á bók í bókasafninu í dag sem heitir "Tíu litlar ljúflingsmeyjar" sem er þula eftir Katrínu Thóroddsen. Bókin er gefin út árið 1984 en þulan hefur verið samin að öllum líkindum kringum 1943
Í formála bókar segir Katrín Thóroddsen barnabarn Theódóru að amma hennar hafið beðið hana að myndskreyta þessa þulu en ekki hafi orðið af því á þeim tíma og hefði amma hennar komið seinna með lagfært handrit af þulunni og sagt Katrínu að þetta væri stæling á negrastrákunum hans Muggs sem var systursonur Theódóru og kært með þeim. Theódóra var háöldruð á þessum tíma og lést stuttu seinna. Katrín kom þessu heim og saman löngu síðar og myndskreytti bókina sem eru mjög fallegar applíkeraðar myndir sem eru saumaðar á efni sem sniðið er eins og diskamottur sýnist mér.
Tíu litlar ljúflingsmeyjar laumuðust út úr stíu.
Amma náði í eina þeirra og eftir voru níu. Níu litlar ljúflingsmeyjar um leiðina tóku að þrátta.Ein þeirra datt í lækinn. Þá voru eftir átta. Átta litlar ljúflingsmeyjar loftskip sáu tvö.Ein þeirra varð uppnumin og þá voru eftir sjö. Sjö litlar ljúflingsmeyjar ljúffengt átu kex.Ein þeirra sveif til sólar og eftir voru fimm. Fimm litlar ljúflingsmeyjar ljótir eltu mórar.Ein þeirra varð að skottu og þá voru eftir fjórar. Fjórar litlar ljúflingsmeyjar liðið greiddu hár.Ein þeirra fékk geitur og þá voru eftir þrjár. Þrjár litlar ljúflingsmeyjar lauguðu hönd og tær.Ein þeirra missti sokkinn sinn og eftir voru tvær. Tvær litlar ljúflingsmeyjar ljúfan hittu svein.Hann vildi aðeins aðra og þá var eftir ein. Ein lítil ljúflingsmær lengi grét þann sveininn.Þá kom digur dvergur og dró hana inn í steininn. Í steininum hún sté þar dans, við strákana átta og níu.Áður en liðu árin mörg, þær aftur urðu tíu.
(Þetta vill alls ekki vistast öðruvísi en svona og átti að vera með áðan en það voru bar fyrstu tvær línurnar sem komu.)
Það sem ég er að hugsa með þessum skrifum er fyrst og fremst þau áhrif sem þessi upphaflega saga hefur haft út um allan heim (sem margir segja að hafi verið "Tíu litlir Indijánar") því en eru áhrifin af þessu á lífi því Sigrún og Þórarinn Eldjárn eru að koma með nýja bók á markaðinn sem tengist umræðunum um negrastrákana á dögunum.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
FLott.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.11.2007 kl. 16:27
Ég vissi ekki af þessu! Takk Edda, nú þarf ég kíkja á bókasafnið !
Sunna Dóra Möller, 13.11.2007 kl. 16:39
Hvernig voru þær á litin Edda? gular,rauðar svartar hvítar?
Það skiptir öllu máli!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.11.2007 kl. 19:46
Eigum við að tala um litlu gulu hænuna?, af hverju var hún höfð gul..... samt eru þetta hvítir fuglar, ekki satt?
Annar athyglisverð pælingar.
Páll Jóhannesson, 13.11.2007 kl. 19:56
Ég held að þetta sé árás á þá gulu. hvað heldur þú Páll
Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.11.2007 kl. 19:59
Já Ingibjörg þær eru gular, grænar, rauðar, bláar, brúnar og grásvartar, eða eins og efnisliturinn sem þ´r eru saumaðar á!
Gunnar það má segja að þessi þula er líka ákveðin sýn á kvenkynið!
Páll en það eru til allvega lit hænur, köflóttar, doppóttar, röndóttar og rósóttar!
Edda Agnarsdóttir, 13.11.2007 kl. 22:06
Íslensku hænurnar eru allavega mjög litskrúðugar
Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.11.2007 kl. 22:25
Það er "íslenskt kvenkyns" líka...mjög litskrúðugt, sem betur fer Kenna börnum að telja, já, ég kenni börnunum mínum að telja með því að fara með þeim á veiðar og svo telja þau þegar fyrsta..önnur..þriðja...fjórða...fimmta...gæsin eða rjúpan er fallin - eða þannig. Þetta er bara ákveðin sýn á veiðisýkina í mér...Mér finnst þetta ekki flott vísa, sé bara ekkert flott við hana - sorrý.
Alva Ævarsdóttir.
alva (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 22:49
Og mér finnst ógeðslegt og ofboðslega tvíbent að taka börnin sín á veiðar til að skjóta fugla eða önnur dýri með heitt blóð.
Börn eru ekki nógu þroskuð til að taka þátt í slíku, en vísan þykir mér góð. Svona er smekkur manna misjafn.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 13.11.2007 kl. 23:01
ha,ha!! Ekki misskilja mig, ég er ekki veiðikona að miklu leyti, þetta var kaldhæðnin í mér.
Með þessu var ég að reyna að koma því á framfæri að það er litskrúðugt mannseðlið...
Mér sjálfri finnst t.d. þessar vísur ósmekklegar, sérstaklega með það sjónarhorn í huga að vera að lesa þær fyrir börn (allt í lagi að hafa þær á einhverju safni bara sem sögulega heimild.)
En að vera að kenna börnum að telja með bók um börn sem týna tölunni, eitt og eitt, ja það finnst mér jafn ósmekklegt og að fara með börn á veiðar og kenna þeim að telja eftir því sem maður veiðir fleiri og fleiri fugla....þetta tvennt finnst mér ógeðfellt, þótt ég sé kjötæta, sama hvort kjötið er frá dýri með heitt blóð eða kalt. En ég fer að vísu með börnin mín að veiða fisk og þeim finnst það voða gaman. ? hvort eitthvað er tvíbent með það...fiskar eru jú lífverur eins og fuglar og önnur dýr sem við leggjum okkur til munns, kjötæturnar.
alva (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:44
Alva, ég þyki sæmilega vel gefin, alla vega ekki átakanlega heimsk, vísa þessi var sungin oft og iðulega þegar ég var krakki, og held ég að vísan hafi verið ágætt innlegg í stærðfræði kennslu, telja, leggja saman og draga frá. Það segir kannski meira um mig og mitt greindar far að ég setti textan í vísunni, aldrei í samhengi við dauða eða um skert greindarfar svarta kynstofnsins. Ég er alin upp við mikla sjálfsgagnrýni, stríðni, húmor, og þess að geta gert stólpa grín að sjálfum sér. Kannski þykir mér bara eðlilegt að gera grínvísur um flest það sem lifir og hrærist á þessari jörð. Hugtakið negri finnst mér eðlilegt, og ekkert frábrugðið orðinu svertingi.
Tengdasonur minn er svartur, og ég hef átt við hann orðræðu um þetta orð, það að það sé neikvætt, við höfum ekki komist að neinni niðurstöðu, en ég hef gert honum það fyllilega ljóst, að þó að ég éti negrakossa, þá hafa það hvorki með hann að gera, né aðra svertingju, Mér þykja negrakossar einfaldlega góðir. Sé enga ástæðu til að breyta nafninu á þeim, hef aldrei ímyndað mér að nafnið sé til komið af neikvæðum ástæðum, enda leggur maður sér ekki til munns, það sem maður hefur vanþóknun á.
Kannski er ég bara pínu heimsk, en það er þá allt í lagi, því mér líður vel.
Koma svo Alva, mér finnst gaman að pikkhöggvast við þig á blogginu hennar Eddu minnar, sem er bæði sætur og fínn hvítingi.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 14.11.2007 kl. 07:24
Hafðu það gott Ingibjörg, mér finnst ekkert gaman að munnhöggvast til lengdar.
Alva (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:19
Umræður fara oft af stað á kommentunum og ég er bara ánægð með það að fólk skiptist á skoðunum og jafnvel smekk.
Ég hef skýrt frá því áður á kommentum hjá öðrum hvernig mér snérist hugur frá því að nota aldrei Litla svarta Sambó eða Tíu litla negrastráka. En það er kannski ekki aðalmálið heldur það að eins og ég kom inn á í pistli mínum er ótrúlegt hvað þessi þula/vísa hefur mikil áhrif því það er alltaf verið að nota þessa fyrirmynd og enn í dag. Mér finnst þessi þula hennar Katrínar frekar billeg og hún er auðvitað líka barn síns tíma. Ég er ekki hrifin af þessari þulu og er ekki lengur hrifin af negrastrákunum. Eitt þó dálítið merkilegt, að ég man ekki svona sterkt eftir þessari vísu um negrastrákanna eins og margir aðrir enda man ég vel hvernig móðir mín talaði um yfirgang og kynhyggju hvíta mannsins. Á mínu heimili var til listi yfir innflutta ávexti og niðursuðuvöru sem unnin var í Suður-Afríku af svertingjum fyrir hvíta manninn til að græða og þær vörur voru ekki keyptar heima hjá mér.
Edda Agnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:37
Þetta á náttúrlega að ...snérist hugur frá því að nota Litla svart...
sorrý
Edda Agnarsdóttir, 14.11.2007 kl. 16:39
Litla ,,gula" hænan, ef 10 litli negr...... strákar eru ósæmilegar bókmenntir þá hef ég uppi efasemdir við ,,gulu" hænuna. Hvað eru menn að meina?
Páll Jóhannesson, 14.11.2007 kl. 17:24
Edda, þetta er mun skemmtilegri þula en 10 litlir neg ....
Í minningunni þá man ég eftir að gamall kennari minn hafi látið okkur læra utanbókar um neg ... strákana. Þessi kennari var mjög fróður um allt sem snéri að nasismanum. Núna eftirá fer maður að leggja saman 2 og 2. Vil síður nefna nafnið á þessum ágæta kennara.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.11.2007 kl. 23:34
Innlitskvitt
Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 01:55
Theodóra Thoroddssen var ein af þessum skáldkonum sem ég man vel eftir frá því ég var stelpa, sérstaklega af því að hún var amma einhverra skólasystra minna. Það sem ég man af sögum sem sagðar voru af henni var svo skemmtilegt að það eitt nægði til að ég drakk í mig flest sem ég sá eftir hana. Þessi þula var ein af þeim og svo að sjálfsögðu Tunglið tunglið taktu mig.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 14:45
Edda, ég las mig í gegnum vísuna og rak mig þar á villu.
Tíu litlar ljúflingsmeyjar laumuðust út úr stíu.
Amma náði í eina þeirra og eftir voru níu.
Níu litlar ljúflingsmeyjar um leiðina tóku‘ að þrátta.
Ein þeirra datt í lækinn. Þá voru eftir átta
Átta litlar ljúflingsmeyjar loftskip sáu tvö.
Ein þeirra varð uppnumin og þá voru eftir sjö.
Sjö litlar ljúflingsmeyjar ljúffengt átu fimm.
Ein þeirra sveif til sólar og eftir voru sex.
Fimm litlar ljúflingsmeyjar ljótir eltu mórar.
Ein þeirra varð að skottu og þá voru eftir fjórar.
Fjórar litlar ljúflingsmeyjar liðið greiddu hár.
Ein þeirra fékk geitur og þá voru eftir þrjár.
Þrjár litlar ljúflingsmeyjar lauguðu hönd og tær.
Ein þeirra missti sokkinn sinn og eftir voru tvær.
Tvær litlar ljúflingsmeyjar ljúfan hittu svein.
Hann vildi aðeins aðra og þá var eftir ein.
Ein lítil ljúflingsmær lengi grét þann sveininn.
Þá kom digur dvergur og dró hana‘ inn í steininn.
Í steininum hún sté þar dans, við strákana‘ átta og níu.
Áður en liðu árin mörg, þær aftur urðu tíu.
Annars bara allt gott.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.11.2007 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.