Leita í fréttum mbl.is

Elsta og yngsta barnið og elsta og yngsta barnabarnið.

DSC01275

Frumburður minn Heiða 38 ára og örverpið 19 ára að máta jólagjafir. Hér voru mikil nærfatajól!

DSC01320

Sandra María 13 ára elsta barnabarnið og Magnea yngsta barnabarnið.

DSC01240

Hér eru Edda og Ylfa Eir að skreyta piparkökur hjá ömmu á Akranesi.

DSC01234

Jón Geir orðin leiður á skreytingum og finnst skemmtilegra að fá smá hveiti til að leika með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æðislegar myndir, þú ert aldeilis rík.  Kær kveðja 

Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Gaman að þessu, frumburðurinn minn er 37 ára, örverpið átján, elsta barnabarnið þrettán og það yngsta þriggja. Við erum á líku róli Edda, ekki bara í einu heldur mörgu.  Ætla að fletta þér upp í Íslendingabók.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.1.2008 kl. 21:46

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við erum víst bara andlega skyldar

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.1.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Edda mín ef þetta fólk er eins fallegt að upplagi og það er í útliti þá ertu í afskaplega góðum málum.  Var ég búin að óska þér gleðilegs árs? Gleðilegt ár

mig vantar netfangið þitt. Viltu senda mér línu á jonag@icelandair.is

Jóna Á. Gísladóttir, 3.1.2008 kl. 00:09

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sætar myndir.  Gleðilegt ár

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.1.2008 kl. 01:47

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Edda mín vildi bara gulltryggja að þú fengir að vita að ég er ekkert að fara í aðgerð. Þessi sem ég tala um var gerð 1969 og ef ég fer á aftur þá verður það gert hér á landi. Annars held ég bara að þú hafir verið að grínast, mig vantar engin framlög nema eitthvað verkjadrepandi sem hefur ekki slæm áhrif á hjartað. Hí hí

Ásdís Sigurðardóttir, 3.1.2008 kl. 12:36

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það var nú gott Ásdís mín. Allt byggt á misskilningi. Ég er greinilega allt of meðvirk, strákurinn minn var á sjúkrshúsinu hér um áramótin að láta athuga aukaslög í hjartanu sem hefur verið að plaga hann! En ég held að það sé ekkert alvarlegt.

Edda Agnarsdóttir, 3.1.2008 kl. 21:59

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hún Sandra María er alveg ótrúlega lík þér Edda, gæti verið dóttir þín.  Það er húmor í krökkunum.  Skemmtilegar myndir.  Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.1.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband