Auðvita vona ég að Hillary komist að, en þetta er erfitt að sjá út úr þessu núna ef marka má fréttir þaðan.
Sammála henni um alvarleika málsins, þetta er ekki leikur. Obama er ungur fallegur sýnir konuna sína og litlu sætu börnin sín. Það er ekki gott að vera miðaldra í USA en það er gott að vera ungur og hefur alltaf verið eins og ég hef séð það frá því að ég var barn.
Það sorglegasta ef satt er, að konur séu farnar yfir til Obama. Gaman væri að vita aldur þeirra og samfélagslega stöðu. Karlar stjórna en allt of miklu í Bandaríkjunum líka konunum sínum.
Clinton beygði af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Til er máltæki sem segir að ,,frændur eru frændum verstir" því miður held ég að allt of oft sé hægt að segja þetta um konur að ,,konur eru konum verstar" því miður.
kv frá Akureyri.
Páll Jóhannesson, 7.1.2008 kl. 23:59
Hefur hún ekki verið að sýna sig með fjöldskyldu sinni?
Hún lét líka sjá sig allt í einu með blökkufólki, en það fannst mér
ódýrt hjá henni.
Hún ætlaði líka að gera út á reynsluleysi Obama en það snérist í
höndunum á henni.
Hún ætti að fá sér nýjan kosningastjóra.
Og vera heil.
Með vinsemd.
Ómar Sigurjónsson.
Ómar Sigurjónsson (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 00:08
Ég hef ekki mikinn áhuga á þessum kosningum en ég tel þó að það væri mjög gott ef Hillary kæmist í Hvíta húsið.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.1.2008 kl. 00:42
Ég vona innilega að Hillary komist í Hvíta húsið - mér er svo sannarlega ekki sama.
Kolgrima, 8.1.2008 kl. 04:57
Að sjálfsögðu viljum við sjá Hillary sem forseta, það er ekki eins og það skipti heiminn ekki máli hver situr á forsetastól í BNA. Nú á eftir að koma í ljós hvort þykir skárri kostur, kona eða þeldökkur maður. Annars er Obama ágætur líka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.1.2008 kl. 09:23
Sæl og gleðilegt ár
Af hverju er sorglegt að konur kjósi Obama? Eiga þær bara að kjósa Hilary af því hún er kona? Það er ekki lýðræði og hjákátlegt að þú hugsir sem svo. Hvar eru rök þín fyrir ágæti Hilary?
Persónulega á ég mikið af vinum og kunningjum í BNA. Flestir bera Obama söguna vel og eru honum hliðhollir, jafnt konur og karlar. Hilary er "sell out" og er að tapa á því. Í valdatíð eiginmanns síns barðisat hún fyrir því að heilbrigðiskerfið yrði rekið af hinu opinbera og vildi laga það óréttláta kerfi. Í tíð sinni sem öldungardeildarþingmaður hefur hún snúist á sveif með Tryggingarfyrirtækjunum sem stjórna heilbrigðiskerfinu, þiggur hæstu framlög allar þingmanna frá þeim.
Annars þykir mér það leitt að kona eins og þú, sem átt að heita vel menntuð og skörp sért hvumsa á konum sem mynda sér sína eigin skoðun og kjósa annað en Hilary. Af hverju að kjósa hana bara út á kynferðið? Sorglegur hugsunarháttur.
Bjarni (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 10:01
Bjarni, það er ekki sorglegt að konur kjósi Obama, það er sorglegt að konur hverfi frá Clinton sem hefur verið sér meðvituð um þær breytingar sem þarf til að konur sameinist og að Bandaríkin fái loks konu í æðsta embætti þjóðarinnar. Það getur vel verið að hún hafi fengið einhvern "sell out" stimpil á sig - ég þekki það ekki nógu vel. Ég er samt klár á því að Obama myndi aldrei náþessum árangri sem er ljós nema vegna þess að hann hefur eitthvað til brunns að bera og veit að konur hafa fallið fyrir honu í hrönnum, en ég er líka klár á því að það er ekkert vitað um hans vinnuframlag og hvað verður þegar leikurinn er búin vitum við ekki, en margt vitum við um Clinton og það er ástæða til frá mínum bæjardyrum séð að styðja hana. Hún er kona, klár með reynslu og góða menntun og góðan þroska. Mig grunar að karlmenn í USA séu hræddir við hana og kunna ekki að díla við konur á æðstu vígstöðvum. Þú verður að muna það að það eru karlmennsem ráða í heiminum. Því verður að breyta. Ein leiðin er að styðja við bakið á konu sem er frambærileg eins og Clinton er.
Jenný, það skiptir heiminn nefnilega miklu máli hver verður forseti í Bandaríkjunum - en Obama er víst töfrum líkastur og hef ég aðeins lesið að hann heilli alla með nærveru sinni og einlægu viðmóti. Enda eru þetta stór viðburðir hvort fyrir sig, kona annars vegar og svartur maður hins vegar í fyrsta skiptið í USA.
Hallgerður, Kolgríma og Ásdís, ég vona líka að Hillary nái sér á strik, en það lítur greinilega ekki vel út og það finnst mér miður.
Ómar, þetta hefur ekkert með fjölskylduna að gera hvort hún er til sýnis eður ei, heldur hvernig það er sett fram. Eins og ég hef séð þetta í blöðum og sjónvarpi að þá minnir mig þetta á Votta Jehóva myndir (sem eru fallegar en væmnar) en kannski er það Bandríkin eins og maður hefur oft heyrt.
Páll, "Karlar eru körlum verstir" Hvernig líst þér á það?
Edda Agnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 16:58
"Þú verður að muna það að það eru karlmennsem ráða í heiminum. Því verður að breyta"
Af hvurju að breyta því? Karlmenn hafa frá náttúrunnar hendi meiri hæfileika og gæfu til þess að stjórna, þannig hefur það alltaf verið og verður alltaf. Skil ekki þessa þráhyggju feminista að komast til valda, konur hafa mikið reynt það og fáeinum tekist. Flestum hafnað og af hverju? Er það köllum að kenna? Nei gæði og hæfni ráða þar um. Ekki túka mig sem kvenhatara enda eiga konur stóran og mikilvægan sess í mínu lífi. Fer einfaldlega með staðreyndir
Obama, Clinton? Vil helst sjá Guiliani í Hvíta húsinu.
Doddi (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 18:21
Hæ Edda, hef ekki fengið neinn póst frá þér, netfangið er krummav@simnet.is, var að spá hvort það yrði einhver hittingur um helgina þarf nefnilega að skipuleggja hvernig suðurferð verður háttað, þú veist maður bregður sér ekki af bæ nema hafa langan lista yfir what to do í höfuðborginni....viltu láta mig vita sem fyrst
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.1.2008 kl. 19:43
Ég er sorgmædd yfir nýjustu fréttum um gengi Hillary. Finnst hún langbesti kosturinn fyrir BNA. Var að tala við samstarfskonu sem var að koma frá BNA. Hún sagði að henni hefði heyrst að ástæðan væri líklega einmitt sú að BNA-menn væru ekki tilbúnir að fá konu sem forseta. það finnst mér líka sorglegt.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:07
Anna, þetta er akkúrat þannig sem ég les þetta og því miður að þá er öðrum frambjóðanda stillt upp á móti sem hefur það jafnvægi við hana að vera svartur (minnihlutahópur eins og konur) og þar með gæti hann orðið fyrsti svertingjaforsetinn og hún fyrsti kvenforsetinn. Íhaldsemin er mikil á hina fyrstu og einu draumfjölskyldu BNA og þess vegna hlýrra að láta sig dreyma áfram með sætu fjölsylduna í fararbrodi, ekkert hnjask. Hvernig er með allar teyjufjölskyldurnar?
Eða allir karlarnir í BNA sem halda fram hjá? Þeir ættu sjá sóma sinum í verki með því að kjósa Hillary. punktur.
Edda Agnarsdóttir, 8.1.2008 kl. 21:26
Hillary er ekki búin!!! Ég er að lesa bók um hana -Her way- frábær bók um frábæra konu. Mín kona.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 09:02
Ég held með Hillary, en hún á sína galla eins og aðrir. Held hún hafi stutt Íraksstríðið og ekki klárað að fylgja eftir heilbrigðiskerfisbreytingu sem hún var búin að vinna lengi að. Þetta er bara það sem ég heyrði, er ekki svo vel með á nótunum í pólitíkinni í USA.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.1.2008 kl. 16:26
Ég held með Hillary. Vona bara að hún vinni slaginn.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 9.1.2008 kl. 17:08
Edda! ,,Karlar körlum verstir" ég veit ekki en sýnist þér að þetta karllæga samfélag sem við búum í benda til þess?
Páll Jóhannesson, 10.1.2008 kl. 00:03
Palli minn, ég er bara að leyfa þér að sjá hvernig þetta kemur út á prenti og hljómar þegar þú segir það!
Þessi setning sem sett er fram um konur er örugglega búin til af karlmanni til að þagga niður í konum. En ég veit að karlmönnum hefur þótt sárt þegar þetta er sagt um þá og hvers vegna ekki að leyfa þeim að njóta þess eins og þeir leyfa konum að njóta ýmiskonar orða og setninga sem eru niðurdrepandi eins og "gribba" ekkert sambærilegt til yfir karla nema helst frekja en það er ekki mjög neikvætt því þá eru þeir ákveðnir og það mega konur ekki vera - svo erfiður er millivegurinn.
Edda Agnarsdóttir, 10.1.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.