10.1.2008 | 18:35
Ekki fyrir KARLMENN og viðkvæma
Þessa hugmynd að fyrirsögn stal ég frá bloggvini mínum Þorsteini Ingimarssyni. Nokkrir bloggarar hafa bloggað um þessa frétt eða vegna þessara fréttar um barsmíðar unglings gegn kennara í skóla. Það sem er fréttnæmt við þetta frá mínum bæjardyrurm séð er að þetta skuli vera gert opinbert því það er ekki ósjaldan sem kennarar verða fyrir barðinu frá nemendum nú til dags bæði meðvitað og ómeðvitað. Það er sjaldnast eða aldrei tilkynnt til lögreglu hvað þá kært enda eiga skólar samkvæmt lögum að starfa í samvinnu við foreldra. En stundum hafa foreldrar ekki áhuga eða getu til samstarfs.
Stundum heyrast raddir þess efnis að agaleysi barna sé vegna virðingaleysi gagnvart kennurum. Í grunskólanum í dag er mikill meiri hluti kennara konur , getur verið að viðhorf nemenda endurspegli þá fyrirlitningu og ofbeldi gegn konum sem á sér stað í þjóðfélaginu?
Veittist að kennara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Sæl Edda , þakka hrósið hérna að ofan.
Ég er að velta fyrir það sem er kallað minniháttar áverkar í fréttinni. Hvað eru minniháttar áverkar?? fingurbrot, mar á hálsi, eða afdreginn nögl? Mér finnst það meiriháttar áverkar að veitazt að fólki yfirleitt, því þetta hefur oftar en ekki meiri andlegar afleiðingar en líkamlegar að verða fyrir árás.
Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 19:02
Ekki veit ég Edda af hverju þetta virðingaleysi stafar, ég byrjaði að vinna í skóla fyrir fjórum árum og varð ég hissa eftir fyrstu dagana, mest varð ég hissa á því hvernig börn töluðu við fullorðið fólk og að hnefarétturinn var látinn ráða þegar kom að samskiptum við aðra nemendur. Ég varð fyrir smá slysi í skólanum mínum þegar að ég var að ganga á milli nemenda sem létu höggin ganga sín á milli. ( Höggin voru ekki mér ætluð og voru þeir aumir á eftir.)
Ingigerður Friðgeirsdóttir, 10.1.2008 kl. 19:03
Þorsteinn, andlegir áverkar á kennurum eru ótrúlega miklir, álag sem getur falist í einelti gegn kennara eða mörgum frávikum í bekk sem kennarinn getur ekki ráðið við en lausnir oft litlar eða engar vegna peningaleysis. Margir kennarar gefast upp. Eins og Ingigerður kemur inn á hér í athugasemdum, þá eru mörg dæmi einmitt um það að kennarar hafi orðið fyrir tjóni við það að stía sundur börn, brotið gleraugu, rifin föt og dæmi er um nemendur sem hafa eyðilagt hús hjá kennara sínum og bíl annað dæmi og kastað eggjum og tómötum í rúður kennara og starfsfólks skóla. Þetta er nú svona eitt lítið sem ég veit um.
Edda Agnarsdóttir, 10.1.2008 kl. 19:22
Gott mál að lögreglan skyldi vera kölluð til. Það þarf kannski lögreglu á suma gemlinga til þess að þeir fari að hugsa. Virðingarleysið nemenda á kennurum sínum er alltof mikið og alveg ólíðandi. Það þyrfti eitthvað mikið að gera í þeim málum. Og það að nemendur skuli ganga í skrokk á kennurum sínum á bara ekki að vera til.
Örvar (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 19:39
Já það gerast víst nokkuð oft atburðir svipaðir þessum.
Svona eins og til að undirstrika það þá gerðist það í dag að þegar ég var rétt búin að lesa þessa frétt þá kom kunningskona mín, sem er kennari, í heimsókn. Er við gengum inn í stofuna þá sagði ég henni frá þessu og hún spurði þá hvort þetta væri nokkuð hún ? Svo sagði hún frá því að hún hefði lent í því að þurfa að stoppa dreng frá því að ganga í skrokk á lítilli stúlku og fékk fyrir vikið alla reiði drengsins á sig. Hann barði hana (kennarann) víst af svo miklu afli og bræði að hún átti í vandræðum með að ráða við hann... og samt var þetta bara ungur drengur og hún er öll marin og blá bæði á skrokk og andliti eftir barnið.
Þetta var ekki sama dæmi og kom í fréttunum, enda ekki kallað á lögregluna þarna og ekki um ungling að ræða.
Þetta er hinsvegar ekki í fyrsta skipti sem maður heyrir af svona atvikum og kennarar eru margir hverjir orðnir dauðhræddir.
Er þetta eðlilegt að þurfa að sætta sig við svona vinnuumhverfi ?
Geimveran
Geimveran, 10.1.2008 kl. 20:03
Og bara svona til að bæta við umræðuna hér að ofan þá vil ég fá að minna á að kennarar eru með undir 200 þúsund krónur í byrjunarlaun eftir 3 ára háskólanám! (Vil þó taka skýrt fram að ég er ekki að halla á önnur "hættuleg" störf!)
Er sjálf kennari og hef orðið fyrir því að vera ógnað af tveimur nemendum ein inni í stofunni minni!
Bryndís G (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 20:44
Það kemur mér ekki á óvart að nú sé svo komið að kennarar kalli til lögrelgu þegar börn/unglingar ráðast að þeim. Andlegt ofbeldi gegn kennurum af hendi nemenda getur verið hræðilegt og þegar hnefinn er látinn tala með á skilyrðislaust að kalla á lögguna og stoppa svona hluti í fæðingu. Foreldrar eiga síðan að taka ábyrgð á sínum illa uppöldu unglingum. Ábyrgðin er okkar foreldranna fyrst og fremst.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 20:56
Ég á nokkrar vinkonur sem eru kennarar og ég skil ekki hvernig þær geta þetta. Þær eru iðulega með aukavinnu heima hjá sér á kvöldin og reyna eftir bestu getu að leysa úr öðrum vandamálum sem upp koma. Svo eru launin fyrir neðan allar....
Man eftir viðtali við félagsráðgjafa sem ég heyrði fyrir einhverju síðan, hún sagði að það væri ekki ofdrykkja eða ofbeldi á heimilum sem væru algengustu vandamál skjólstæðinga þeirra heldur væri það uppeldisleysi og sofandaháttur foreldra. Svo bætist nú við að margir þurfa að vinna langan vinnudag til að ná endum saman og svo aftur enn aðrir sem eru svo uppteknir af lífsgæðakapphlaupinu að fátt annað kemst að. Eitt er þó víst að starf kennara er ekki auðvelt.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.1.2008 kl. 21:21
Það eru svo sannarlega breyttir tímar. Þegar ég var í skóla þá voru kennararnir í guðatölu. Það má nú á milli vera.
Er algjörlega hætt að botna í agaleysinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.1.2008 kl. 22:32
Maður veit uppá sig sökina að hafa strítt kennurum í grunnskóla, sett teknibólur í stólinn hans, falið kennaprikið sem notað var til að benda á töfluna eða landakortið með, falið krítarnar oft og iðulega svo hann þyrfti að labba langa gangana og sækja nýjan pakka af krítum o s frv Einn kennarinn minn í grunnskóla stamaði örlítið, hann var söngkennari líka, og honum var mikið strítt. Ef hann stamaði á einhverju orði þá báðum við hann að syngja orðið fyrir okkur o s frv.... ekki fallega hugsað af pokkar hálfi en það virkaði! Fólk sem stamar það andar öðruvísi þegar það syngur og þá stamar það ekki lengur (æ þetta var nú útúrdúr). En einn kennarinn minn í grunnskóla var flogaveikur og við stríddum honum aldrei, við þorðum því ekki. Hann fékk stundum flog og froðufelldi og hann bara kenndi okkur hvað við ættum að gera fyrir sig ef þetta gerðist.
Aldrei man ég eftir að nokkrum krakka dytti til hugar að lemja kennara, aldrei nokkurntímann
Marta B Helgadóttir, 10.1.2008 kl. 23:34
Jesús minn. Ég er í sjokki. Ég þekki til barna sem eru með þessum dreng í skóla og þetta var nú sýnu verra atvik skilst mér en lýst er í þessari frétt. Og svo les ég kommentin hér...
Ég bara trúi því ekki að þessi börn séu svona ill. En ég held að þau séu mjög reið. Það þarf að finna örsökina. Þetta er hræðilegt. Og laun kennara.. hvar á ég að byrja? Endar þetta með því að það þarf öryggisvörð í hverja skólastofu. Afhverju hefur þessi umræða ekki komið upp á yfirborðið fyrr?
Jóna Á. Gísladóttir, 10.1.2008 kl. 23:59
Hey mútta... takk fyrir að hringja í dag.
Ekki gott mál þegar að löreglan er farinn að koma í tíma til að sinna öðru en umferðafræðslu. Annars finnst mér fréttinn ekki mjög upplýsandi en það er greinilega ýmislegt sem gengur á in da school!!! Svosem engin nýlunda ma'r man nú eftir ýmsu skrautlegu, þó aðalega á milli nemenda og svo skapvondir kennarar sem áttu það til að dangla í nemendur... hik! Er ég komin af leið... úps!
púúúú... á laun kennara þau eru hneysa!!!
Við heyrumst, ég var að koma af leiksýningu og stelpurnar eru sofnaðar... augljóslega!
Sindri (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 00:52
Ég held að svona mál vilji allir reyna að vinna innan skólans í sátt og samlyndi foreldra, lausnarteymi skóla með aðstoð sálfræðings, hjúkrunarfræðing og námsráðgjafa ásamt auðvitað kennurunum og stjórnendum. Því miður tekst það misvel. Minn grunur er sá að i mörgum tilfellum fer af stað einhver dulin og óskipulögð múgsefjun og keyrir oft allt um koll. Foreldrar er mjög fastheldnir og hafa litla innsýn hvað er að gerast í skólanum í dag og koma með einkennilegar kröfur hvernig þau vilji að börnin þeirra læri - oftast er það eins og þau lærðu sjálf í skóla. Ég hef kallað þetta svart /hvíta foreldra þau vilja vita hvaða efni þau eigi að læra og flestir foreldr. vilja fylgjast með og niðurskorið hvað þau eigi að læra heima eins og páfagaukar að mínu mat, það má helst ekki vera aðdragandi, æfingavinna, endurtekið æfingarefni og bæta aðeins utan á það og skila síðan niður stöðu. Flestir foreldrar vilja staðreyndarnám vinna,lesa, skrifa reikna og taka próf.
Fjölgreindirnar eiga langt í land þótt margir séu byrjaðir vinna með þær. Og það væri óskandi að hægt væri að vinna með þær eins ´hugmyndfræðin er en því miður vill oft eitthvað verða prufað og klínt inn í það gamla og svo sagt æi þetta gekk svosem ekker sérstakleg!
Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 00:55
Smjúts á þig góurinn!
Edda Agnarsdóttir, 11.1.2008 kl. 00:57
Já, það þárf að taka mjög fast á þessu "FORELDRAVANDAMÁLI", það er ekki spurning. Foreldrar í dag virðast upp til hópa bara gefa skít í metnaðarfullt uppeldi barna sinna, því miður. Árangurinn lætur ekki á sér standa, eins og sést m.a. af þessari frétt.
Halldór Egill Guðnason, 11.1.2008 kl. 13:13
Mér finnst þessi þróun skelfileg og er sammála því að þetta agavandamál byrjar heima við og þar hefjast einnig úrbæturnar. Það er ekki hægt að velta því verkefni yfir á kennara og aðra starfsmenn í uppeldisstéttum!
Sunna Dóra Möller, 11.1.2008 kl. 21:42
Ég hef mjög sterka skoðun á þessum hlutum. Vinkona mín er kennari og þessir hlutir eru oft og iðulega ræddir. Réttur barnanna er orðin allt of mikill að mínu mati. Það er búið að draga vígtennurnar úr kennurum og því fer sem fer, þegar nemendur geta vaðið uppi og kennararnir eiga bara standa kyrrir eins og boxpúðar. Á þessu þarf að taka og fyrsta skrefið er að við foreldrar tökum okkur til og hjálpum til við uppeldi á okkar eigin börnum, og hana nú.
Á að hækka laun kennara? Hverju dettur í hug að velkjast í vafa um það?, ég bara spyr.
Páll Jóhannesson, 12.1.2008 kl. 02:52
Á meðan við kyssum vöndinn, verður staðan nákvæmlega eins og henni er lýst í blogginu hérna að ofan.
Í grunnskólalögunum segir að koma eigi á móts við þarfir nemenda. það er ekki gert af neinu viti, og þessvega eru margir nemendur mjögsvekktir, sjálfsmynd þeirra skert, og sem betur fer eru íslensk börn ekki jafn bæld og þau sem ég les um í Þúsund bjartar sólir.
Svo skulum við ekki gleyma því að þi kennarastéttinni er ákaflega mismunandi starfsmenn, bæði lærðir og ólærðir.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.1.2008 kl. 15:17
Það má án efa kenna agaleysinu um ansi margt og ég er sammála því að búið sé að draga vígtennur úr kennurum. Ef kennari reynir að aga börn þá tryllast foreldrarnir í sumum tilfellum. Ég bar mjög mikla virðingu fyrir kennurum mínum í æsku (á sjöunda áratugnum) og man ekki eftir neinum sem reif kjaft við þá ... hvað þá reyndi að leggja á þá hendur.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.1.2008 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.