Leita í fréttum mbl.is

Svartir dagar á Akranesi...

... og mikil óvissa framundan hjá starfsfólki HB Granda á Akranesi. Það er ótrúlegt hvernig byggðarlag eins og Akranes sem hefur verið eitt af flaggskipum Íslands í fiskvinnslu og útgerð er að þurrkast út.

Forfeður mínir byrjuðu hér á Breiðinni og réru eða silgdu til fiskjar á skútum við mikil harðindi oft og áfram héldu menn upp heiðri sjómennskunnar hér á Skaga eins og textinn  "Kátir voru karlar" segir frá.

Áfram sjómenn og fiskvinnslan!Cool

 

 


mbl.is Bæjarstjórn Akraness boðar til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Tek undir með þér, þetta er svartur dagur. En fyrst og fremst má fólkið ekki missa vonina og Skagamenn eru nú ekki þekktir af því að gefast upp, baráttukveðjur.

Páll Jóhannesson, 28.1.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er svo sorglegt að heyra.  Inn í hvaða rugl erum við nú að sigla í öllu "góðærinu".

Baráttukveðjur til okkar allra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.1.2008 kl. 13:30

3 identicon

Ég bloggaði um þetta. Annars ætlaði ég að benda þér á þetta: http://finnurvilhjalmsson.blogspot.com/2008/01/styrmir-br-til-strmann.html

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:19

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já, það er ömurlegt að horfa upp á þetta. Vonandi leysast þessi mál með einhverjum hætti, en hætt við að það verði erfitt að snúa til baka. Kvótakóngarnir spá ekkert í bæi, þorp, eða fólkið sem þar býr. Það er algert aukaatriði að þeirra mati.

Halldór Egill Guðnason, 28.1.2008 kl. 15:00

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta alveg skelfilegt, vildi að eitthvað væri til ráða.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2008 kl. 20:17

6 Smámynd: Fríða Eyland

Ömurleg þróun, kvótakerfið er rotið og spillt. Hreinlega stríðir gegn réttlætiskennd minni að sumir eiga fiskinn í sjónum frekar en aðrir.

Fríða Eyland, 29.1.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband