Leita í fréttum mbl.is

Burtu með þetta helv... NOVA

Hvernig stendur á því að sett er aulýsing inn á bloggsíðu bloggara' ég vil fá svar við því í grein á MBL.is eða í Morgunblaðinu eða á báðum þessum stöðum.

Ég er áskrifandi af Mogganum en get alveg verið án hans. Mér er skapi næst að fara í herferð gegn þessu og hætta á þessu bloggi nema að það verði tekið út!

Bara einfalt ég þoli ekki auglýsingar og hef mátt beygja mig undir það áreiti sem fylgir netnotkuninni, en að það verði ekki hægt að hafa bloggsíðuna sína í friði - guð minn góður!

Bloggverjar hvað finnst ykkur um þetta skrípi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.  Hefurðu heyrt af konunni á nesinu?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Plan A = Burt með þetta..... 

Plan B =  Krefjast þess að þeir hætti hreyfimyndum og hafi kyrrar myndir.... 

Anna Einarsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:11

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Nei Gísli, hvaða kona er það?

Edda Agnarsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:11

4 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Vá hvað ég er sammála þér Edda....

Ásta Björk Hermannsdóttir, 7.2.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst þetta ekki skipta nokkur máli fyrir mig. Þetta lífgar bara upp á síðuna ef eitthvað.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 23:40

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hæ Edda

Þetta finnst mér algjörlega ófært.  Fjáls og óháð blogsíða ....

Einhverjir gætu haldið að þú væri að selja þetta inn á síðuna hjá þér og ekki er MBL.is að setja þetta frítt þarna inn.  NOVA er örugglega að greiða þeim fyrir þetta.

Það er verið að "refsa" þér fyrir að vera með vinsæla blogsíðu.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.2.2008 kl. 23:45

7 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Heyrðu, þetta er líka hjá mér.

Að hugsa sér ef ég gæti átt eftir því að halda úti blogsíðu og fá síðan auglýsingu inn á síðuna mína frá samkeppnisaðila mínum í vinnunni.

Eftir því sem ég spái í þetta meira þá finnst mér þetta enn meiri ósvífni.

Núna ættu allir moggabloggara að senda reikning á NOVA og eða MBL.is.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.2.2008 kl. 23:54

8 Smámynd: Páll Jóhannesson

Berjumst bræður/systur út með þessar auglýsingar þetta er óþolandi fjandi.

Páll Jóhannesson, 7.2.2008 kl. 23:56

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin að æsa mig en ekkert kom út úr því.  Skrifaði blog.is og fékk það svar að þessi auglýsing eða önnur svipuð hefði verið efst á blogginu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.2.2008 kl. 00:22

10 identicon

Óþolandi frekja, ekki skánar það svo að þetta skuli vera hreyfimynd. Eina sem þessi auglýsing gerir fyrir mig er að ég skipti aldrei við þetta fyrirtæki.

Spurning hvort blogarar taki sig ekki saman og blogi ekkert þangað til þessi fjandi er farinn af síðunum.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 02:39

11 identicon

Mér líst vel á að vondir bloggarar, svo sem gullvagninn, hætti að blogga þar til ... ja.. bara forver.

Aron Adam (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 10:27

12 Smámynd: Fjóla Æ.

Burt með þetta. Ég valdi að blogga á þessu svæði vegna þess að þetta svæði VAR auglýsingafrítt.

Fjóla Æ., 8.2.2008 kl. 11:23

13 identicon

Nú vilja þeir hjá mbl.is halda því fram að þetta hafi alltaf staðið til...

Og jú ég man þegar það var auglýsingaborði efst á hverju bloggi, það var ástæðan fyrir því að við settum t.d. Jóhanna Kristjónsdóttir með sína vinsælu síðu upp á blogspot; til að losna við auglýsingarnar.

Svo hvarf þessi borði og ég tók þá ástfóstri við þetta blogg.

Síðan kom umræðan um að vinsælir bloggarar fengju greiðslu fyrir að birta auglýsingar á vegum mbl.is - hvernig stenst sú umræða og aðgerðir því þetta fór af stað, ef það stóð alltaf til að hella yfir okkur auglýsingum?

Auðvitað er þeim frjálst að gera þetta.  Ég fyrir mitt leiti ætla bara ekki að láta mig hafa það.

Elisabet R (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:08

14 identicon

Fáðu þér Adblock fyrir Firefox.

Skilgreindu síu fyrir mbl.is/*

Málið dautt. 

Gísli Ásgeirsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:57

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þröstur Unnar kom með þessa lausn í athugasemd hjá Jennýju Önnu:

Fara í Tools og Manage- Add-ons, síðan Enable/Disable Add-ons þá getur þú valið um að Enable eða Disable Shockwave Flash Object. Gerðu Disable "og þá hverfur allt draslið". 

Marta B Helgadóttir, 8.2.2008 kl. 13:13

16 identicon

Allt draslið hverfur þá bara í tölvunni ykkar.  Allir þeir, sem eru ekki með adblocker, sjá áfram auglýsingarnar.  Eini munurinn er sá að þá hafið þið litla hugmynd um hvað þið eruð að auglýsa á blogginu ykkar.

Elisabet R (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:55

17 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mér finnst gott fólk að við eigum öll að senda mótmæli inn á blog.is og nú verðum við að treysta á að hver geri það fyrir sig.

Það er líka góð athugasemdin frá Gísla Bergsveini sem bendir á að allt í einu getur samkeppnisfyrirtækið við fyrirtækið sem hann vinnur hjá verið komin með auglýsingu á hans bloggi! 

Eins var ég líka búin að sjá þessa umræðu með að fjarlægja þetta en það er blekking eins og kemur fram hjá Elísabetu. En Elísabet hvar ert þú? Af hverju ert þú farin af blogginu?

Ég er sammála þér Þorsteinn, þetta er til þess að hlaupa svo illu blóði í mann að ég á aldrei eftir að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki.

Já bræður og systur, mótmælum og skrifum bréf. Takk fyrir viðbrögðin.

Edda Agnarsdóttir, 8.2.2008 kl. 14:35

18 identicon

Já það væri frábært ef bloggarar fengju þessu breytt.  Bloggið er búið að vera kóróna mbl.is og aukið auglýsingatekjur þeirra.  Það er einhver ránfuglsháttur á því að vaða svona inná bloggið hjá fólki.

Ég fór af mbl.is þegar Heiða fékk svarið sitt.   Ég er núna hér.

Í auglýsingafríu umhverfi.

Elisabet R (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:04

19 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Einhverjir verða að kosta bloggheima, en ég verð sjóveik af þessum hreyfimyndum og spyr:  Hvað þarf ég að borga fyrir að losna við þessi læti.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.2.2008 kl. 16:38

20 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ef bloggheimar auka aðsókn að mbl.is þá er mbl.is í lófa lagið að nýta það til aukinnar auglýsinasölu - inn á þeim miðli. Það er í góðu. Bloggsvæðin sjálf ættu hins vegar að fá að vera í friði.

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 8.2.2008 kl. 16:54

21 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég er búinn að senda mitt bréf.

Hef enn ekki fengið svar.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 8.2.2008 kl. 16:59

22 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er sammála því að bloggsvæðin eiga að fá frið - ef áuglýsingarnar verða ekki fjarlægðar hætti ég að blogga á mbl.is - ætla að bíða eftir hvað seturfram yfir helgi.

Edda Agnarsdóttir, 8.2.2008 kl. 18:46

23 Smámynd: Fríða Eyland

Edda hérna er útskýrt hvernig á að henda þessu út kíktu á athugasemd no:13. Ég er búin að reyna en get ekki losnað við þessa augl. af síðunni minni kannski þér gangi betur

Fríða Eyland, 8.2.2008 kl. 23:16

24 identicon

Óþolandi!!! Gjörsamlega óþolandi!!!

Viljið þið losna við þetta?

1) Fara í Tools hægra megin á síðunni til hægri uppi (amk hjá mér)
2) Manage Add-ons
3) Enable or Disable Add-ons
4) Smella á Shockwave Flash Object
5) Fara aðeins niður þar sem hægt er að haka við Enable eða Disable og haka við Disable.

Gunnhildur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 01:57

25 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ekki hafði blog@mbl.is fyrir því að svara mér í gær.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.2.2008 kl. 10:26

26 Smámynd: Fríða Eyland

Þetta er sjálfsblekking var ég að frétta þú lokar bara á auglýsinguna í þinni tölvu en aðrir sjá hana áfram

Fríða Eyland, 9.2.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband