Leita í fréttum mbl.is

Baráttukveðjur og hamingjuóskir með 8. mars.

Hér ætla ég að benda á nokkrar krækjur í tengslum við Alþjóðlegan baráttudag kvenna á Íslandi.

Sjálf hugmyndin að sérstökum barráttudegi kvenna fæddist við upphaf tuttugustu aldar á

átakatímum í kjölfar iðnvæðingar á vesturlöndum. Fólksfjölgun og stéttaátök fæddu af sér

róttækar hugmyndir um bætt kjör og víða var barist fyrir kosningarétti kvenna. Það var þýsk

kvenréttindakona, Clara Zetkin, sem stakk upp á alþjóðlegum baráttudegi kvenna á þingi

Alþjóðasambands sósíalískra kvenna, sem haldið var í Danmörku árið 1910. Þar hittust um 130

konur frá 16 löndum og samþykktu að efna til alþjóðlegs baráttudags kvenna. Dagsetningin var

ekki fastsett, en ákveðið að velja sunnudag þar sem það var eini frídagur verkakvenna í þá daga.

Dagsetningar voru því nokkuð á reiki fyrstu árin en þó ætíð í marsmánuði. Fyrstu árin voru

baráttumál kvennadagsins kosningaréttur kvenna og samstaða verkakvenna.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var fyrst haldinn hátíðlegur meðal sósíalískra kvenna í

Danmörku, Þýskalandi, Austurríki og Sviss þann 19. mars árið 1911.

Meira hér á þessari  krækju frá MFÍK. http://www.mfik.is/8.%20mars/Um%208.%20mars.pdf

Hér kemur krækja á UNIFEM

http://www.unifem.is/unifem/index.php?option=com_content&task=view&id=232&Itemid=96

Bleik orka á Akureyri þann 8. mars:
http://www.jafnretti.is/jafnretti/?D10cID=ReadNews&ID=349

MFÍK og fleiri samtök þann 8. mars í Tjarnarsal:
http://www.mfik.is/8.%20mars/8.%20mars%2008.pdf

Og síðast en ekki síst, kaupið nælurnar af Zonta konum.

Kaupið rósanælur af Zontakonum 7.-8. mars til stuðnings Stígamótum:
www.stigamot.is

 

Í lokin ætla ég að senda ykkur persónlegar kveðjur í tilefni dagsins og senda ykkur myndir af fiðrildinu mínu.

 



                    Magnea Sindradóttir nákvæmlega 1 árs og 10 mánaða

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með daginn vinkona.....svei mér ef ég er ekki í hátíðarskapi

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.3.2008 kl. 13:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með daginn Pink  Pink Pink  Pink Pink Pink  Pink Pink  Pink Pink 

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Óska okkur öllum hjartanlega til hamingju með daginn!felicity

Spread Happiness

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.3.2008 kl. 14:33

4 identicon

Til hamingju með daginn og kveðja frá Bleikri orku á Akureyri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 16:15

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Til lukku með daginn. Því miður gat ég lítið tekið þátt í þessum bleyka degi vegna sérstakra aðstæðna í fjölskyldunni. Keypti þó fjórar Gullrósir til styrktar góðu málefni. Kv frá Akureyri.  

Páll Jóhannesson, 8.3.2008 kl. 23:00

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju sjálf Edda mín, bæði með daginn í gær og með að eiga þessa fallegu stelpu hana Magneu.

Knús og klem

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2008 kl. 08:48

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til lukku sömuleiðis Edda.

...óskaplega er hún mikið krútt stelpan. 

Marta B Helgadóttir, 9.3.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband