12.3.2008 | 13:20
Kennaralaun
Víða hafa bæjar- og sveitastjórnir bætt kjör kennara með eingreiðslum og lof um aðrar eða meira.
Kennarar á Akranesi sendu Bæjarstjórninni sinni bréf um ástand mála í skólunum hér, flótta úr stéttinni plús vandkvæði með forfallakennslu, ásamt því að aukning hefur aftur orðið á leiðbeinendum.
Það skemmst frá því að segja að bæjarstjórn Akraness tók þetta fyrir í gær á fundi og sá enga ástæðu til að sinna þessu erindi, s.s sópað út af borðinu og ekki svaravert af því þeir hefðu ekki heyrt um þessi vandamál hjá stjórnendum skólanna.
Því er minn stjórnandi ekki sammála. Hafa kennarar ákveðið að ráða saman ráðum sínum og neita að taka forfallakennslu.
Mín laun eru fyrir 100% vinnu 247 þús brúttó 58 ára og kennt 17 ár. Útborgað fæ ég í kringum 180 þús.
PS. Verð að bæta þessu við. Eins og margir hafa orðið áskynja var viðtal við danska vændiskonu í Kastljósi í fyrradag og hefur verið gagnrýnt víða. Erla Sigurðardótir í Danmörku hefur skrifað góðan pistil um þetta viðtal sem hún kallar "að halda á hljóðnemanum" - ég set krækju á hennar blogg hér:
http://erlasig.blog.is/blog/erlasig/
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Hneykslanleg laun. Og flott hjá ykkur að bregðast við. Lifi stéttarvitund og samstaða.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2008 kl. 13:43
Svæðasambönd kennara eru að vakna og þetta er ekki góður fyrirboði fyrir samningaferlið næstu vikurnar. Ef þetta verður ekki leiðrétt mun ég ekki mæla með nýjum samningum, ef þeir þá nást.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 13:51
Algjörlega sammála, launin eru hneykslanleg. Í mínum skóla eru nemendur sendir heim, eða látnir hanga á göngum skólans, þegar kennarar eru veikir eða forfallaðir.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 12.3.2008 kl. 16:22
Standið saman öll sem eitt.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.3.2008 kl. 16:55
Foreldra félagið í skólanum hér var með fund í gærkvöldi um einmitt þessi mál og mér fannst bara ömurlegt að heyra þetta.
Bæjarstjóri var þarna ásamt þeim sem í bæjarstjórn sitja og þegar þeir voru inntir eftir því hvernig þeir ætla að bregðast við auknu álagi á kennarana þá var svarið "við ætlum að borga þeim með eingreiðslu"
Já..þeirra hugsun.......borga þeim peninga þá hverfur álagið!! Garg ég varð bara reið fyrir hönd kennara hér. Þetta finnst mér skammarlegt.
Ásta Björk Hermannsdóttir, 12.3.2008 kl. 19:04
Þú legir ekki flugvél hjá Hannesi Smárasyni á þessum launum. Algjör hneisa.
Bloggið hennar Erlu er frábært.
Elisabet R (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 02:13
Las fundargerð bæjastjórnar Akraness. Fáráðleg rök gegn þessu erindi.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 09:10
kennarar eiga bara einfaldlega að vera vel launaðir, þeir eru með stórt verkefni á höndum sínum, framtíð landsins
Ásdís Sigurðardóttir, 13.3.2008 kl. 15:11
Já sælllll!!! eigum við að ræða það eitthvað!!!!!
Heida Hannesdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 17:00
Já umræðan í þessu tilfelli Heiða á að snúast um Akraneskaupstað.
Ásdís, þessi laun eru einkennileg, hér áður voru laun kennara fylgjandi þingmannslaunum.
Hallgerður. Þau eru ekki há og til merkis um það er að sumir kennarar sérstaklega þessir einstæðu treysta sér vart til að sleppa því að taka aukakennslu sem býðst vegna efnahags.
Gísli, það er ekk hægt að segja annað en fáráðleg!
Elísabet, heldurðu að ég geti leigt íbúð fyrir peninginn?
Ásta Björk, það má svo sem segja það að svona eingreiðslur eru ekkert annað en smá snuð! En þetta snýst líka um stuðning og vilja sveitastjórna til að styðja við kjarabaráttu kennara. En hér á Akranesi hafa orð verið látin fall um það að kennarar geti bara sótt sér vinnu til Reykjavíkur, sem er vægast sagt með því ósmekklegra.
Já ólöf samstaðan skiptir máli.
Ingibjörg, þetta er það sem gerist, reiðileysi á hæðsta stigi og þolmörk kennara eru ekki endalaus.
Stéttarvitund er því miður ekki of mikil í dag - en sem betur fer hafa kennarar átt sterkt félag hingað til.
Edda Agnarsdóttir, 13.3.2008 kl. 18:57
Það er rétt Erla, að verkfalltækið er útdautt að mínu mati. Foreldrar hafa stutt leikskólakennara 100% í gegn um tíðina og það hefur m.a. annars orðið til þess að launin hafa hækkað. Þeirra laun eru orðin svo miklu hærri en okkar að ég veit ekki hvort við náum þeim nokkuð. Í það minnsta man ég aldrei eftir að samið hafi verið í einum samningi um þá upphæð sem vantar á til að við verðum til jafns við leikskólakennara. Það eru margir kennarar farnir inn á lekskólanna sem eru líka með leikskólakennararéttindi.
Edda Agnarsdóttir, 13.3.2008 kl. 19:04
Ég var að heyra í norðlesnkum fréttum að kennarar hér hefðu farið fram á álagsgreiðslur og/eða eingreiðslu. Ætli þeir fái sömu meðferð? Mér finnst sorglegt alemnnt séð ef bæjaryfirvöld sjá sér ekki hag í að vinna MEÐ kennurum.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:04
Hafðu ljúfa helgi
Brynja skordal, 15.3.2008 kl. 10:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.