21.3.2008 | 11:11
Föstudagurinn langi.
Nú skín sólin úti og veðrið er skínandi fallegt hér hjá mér út um gluggann. Ég er búin að troða í mig morgunmatnum og er að drekka kaffið mitt fyrir framan tölvuna.
Það gekk ekki áfallalaust að baka kransakökuna í gær. Þegar ég og Steinar frændi minn vorum að taka út tvö síðustu hringaforminn úr ofninum rann annað út af grindinni og "splass" beint á hvolf í gólfið og allt ónýtt!
En það verður bara lagað, fall er fararheill eins og þar stendur. Mamma hans bakaði hins vegar dýrindis marenstertur með svampbotni sem tókst fyrna vel - allt í skúffustærð. Steinar frændi minn er mega krútt og rosalega góður við mömmu sína enda er hann litla barnið hennar. Hann er ekki með neina unglingaveiki í samskiptum við hana, bara hlýr og elskulegur og svo yndislega fallegt að sjá hvað þau eru tengd.
Frumburður minn hún Heiða, kom í gærkvöldi og borðaði með okkur, hún var að koma úr langri vinnutörn, það var gott að fá hana og hún er hér enn. Pabbi hennar er að verða sextugur og það vefst óskaplega fyrir börnunum hans af fyrra hjónabandi hvað á að gefa pabba í afmælisgjöf! Ef einhver er með góðar hugmyndir af afmælisgjöf fyri sextugan karl, þá eru þær vel þegnar. Gjöfin verður frá fimm börnum hans og tveimur stjúpbörnum.
Nú um stundir er hugurinn úti í Sverige og DK hjá barnabörnunum. Var að tala við dóttur mína í Norsesund í Svíþjóð og þar er snjór yfir öllu, fyrir nokkrum dögum var svo hlýtt að þau voru úti að grilla fyrsta vorgrillið. Ekki hef ég heyrt frá Sindra mínum á Englandsvej á Amager, en hann er með tengdaforeldra sína og mágkonu í heimsókn og nú hlýtur Magnea að vera kát með ömmu Signý, afa Páli og Veru frænku.
Það er vont þegar berast voðafréttir frá Kaupmannahöfn og það á Amager. Í gærmorgun var ungur piltur 16 ára drepinn, hann var að bera út blöð, tilefnislaust og bláókunnugir drengir, þrír að tölu stíga út úr bíl og berja hann til dauða með kylfu. Þessi gata er svo til næsta gata við Bremensgade þar sem Sindri og Aldís bjuggu fyrir akkúrat tveimur árum. Í fyrra var skotið á ungan pilt eða ungling sem sat við tölvuna sína í herberginu sínu í gegnum gluggan uppi á annari eða þriðju hæð, hann slapp með meiðsl á höfði. Þetta er róleg gata og barnaheimili Magneu ská á móti þessu húsi. Þannig að stundum leggur að manni óhug, en, ég og maðurinn minn höfum verið á þessum slóðum nokkuð oft undanfarið, það gerir mann rólegri en ella að þekkja nokkuð til. Auðvitað er það bæði leiðinlegt og sorglegt að svona nokkuð gerist í sama borgarhluta.
Í kvöld koma svo Inga vinkona og Helgi vinur minn eða Moby Dick og hundurinn þeirra Vaskur, þau ætla að borða með okkur og gista hér í nótt. Það verður fjör hjá okkur.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
-
jenfo
-
jonaa
-
kolgrima
-
annaeinars
-
krummasnill
-
draumur
-
heg
-
ringarinn
-
olapals
-
christinemarie
-
gudrunkatrin
-
sunnadora
-
helgamagg
-
gisgis
-
svanurg
-
pallijoh
-
olinathorv
-
skordalsbrynja
-
lillagud
-
hlynurh
-
siba
-
fridust
-
gurrihar
-
rosa
-
annriki
-
heidathord
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
ragnhildur
-
gisliivars
-
stormur
-
ragnarfreyr
-
jakobk
-
hjolaferd
-
ingasig
-
reni
-
arnalara
-
alfholl
-
fridaeyland
-
soley
-
toshiki
-
korntop
-
kallimatt
-
saxi
-
bryndisfridgeirs
-
hugsadu
-
astabjork
-
kiddip
-
skaftie
-
thor
-
huldam
-
annaragna
-
fjola
-
kloi
-
hronnrik
-
manisvans
-
brandarar
-
truno
-
vefritid
-
samfo-kop
-
para
-
gattin
-
adhdblogg
-
tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Hæ hæ, netfangið mitt er: krummav@simnet.is.
Bíð spennt eftir pósti
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.3.2008 kl. 12:47
Hafðu það gott um helgina elsku Edda, alltaf gott að hafa fjölskylduna hjá sér.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 12:53
Hafðu það gott um páskahelgina. Sólarkveðjur að norðan.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:12
Knúsaðu sjálfa þig og Ingu frá mér í kremju. Góða skemmtun krútta mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2008 kl. 13:33
Takk fyrir kveðjurnar elskurnar.
Óska ykkur líka alls góðs um helgina.
Ólafur minn ég er ekkert vanmetinn bloggari ég er ofmetinn! Getur verið að þú sért vanmetinn bloggari?
Edda Agnarsdóttir, 21.3.2008 kl. 14:44
Ég hef verið að fylgjast með þessum fréttum og finnst þetta hreint út sagt verulega óhugguleg þróun. Skil vel að þér sé ekki rótt.
Hafðu það gott um páskana
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 23:57
Gleðilega Páska Edda mín og njóttu samveru gesta þinna.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.3.2008 kl. 11:54
Innlit og kvitt og eigðu gleðilega páskahelgi.
Páll Jóhannesson, 22.3.2008 kl. 23:50
afar óhugnalegt og sorglegt atvik þarna í DK.
Ef kallinn er sjónvarpsglápari er endalaust hægt að finna einhverjar græjur handa honum. DVD, flakkara, heimabíó, flatskjá... En svo er það auðvitað spurning með hvað þetta á/má kosta.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.3.2008 kl. 02:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.