Leita í fréttum mbl.is

Vöfflur

2 1/2   dl hveiti eða heilhveiti

1       msk sykur

1/4      tsk salt

3/4      tsk sódaduft (matarsódi)

2 1/2 - 3 1/2 dl súrmjólk

3        msk matarolía

1              egg

 

Mældu þurrefnin og blandaðu saman í skál. Hrærðu súrmjólkinni, olíunni og egginu saman við.

Bakaðu vöfflurnar ljósbrúnar í vel heitu vöfflujárni.

 

Þessar Vöfflur eru mjög góðar, passið bara að hræra deig aldrei of lengi saman, þá vill deigið verða of seigt stundum. Sumum finnst líka gott að bæta kakó út í vöffludeigið til að breyta aðeins um bragð og útlit. Þá er hægt að setja hálfan dl af kakó og hafa örugglega þrjá og hálfan af súrmjólk. Stundum þarf að þynna deigið með smá tilfinningu, það sem passar best hverju vöfflujárni.

 

Verði ykkur að góðu.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk.  Afrita þessa líka en þarf að kaupa mér vöfflujárn.  Heldurðu að það sé búskapur?

Knús

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2008 kl. 18:18

2 identicon

Áfram heldurðu að minna mig á hvað ég er ekki mikil baksturseitthvað EN - ég get bætt við þessa uppskrift ráði frá henni mömmu minni heitinni. Húm sagði að galdurinn við vöfflubakstur væri að gera vöffludeigið létt og dálítið loftkennt (sem er voðalega gott). Það væri gert með því að aðskilja rauður og hvítur og þeyta eggjahvítuna sér, setja þeytinginn svo út í deigið allra síðast og hræra ekki mikið eftir það, bara nóg til að allt blandist þokkalega saman .

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 21:11

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já því gæti ég trúað Anna. Eggjahvítur eru lyfting plús það að vöfflurnar verða líklega meir stökkar, eins margir eru svo hrifnir af. Súrmjólkin lyftir þeim líka vel.

Edda Agnarsdóttir, 28.3.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Hef bakað þúsundir af vöfflum um dagan en aldrei átt uppskrift fyrr. Takk.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.3.2008 kl. 09:12

5 Smámynd: Brattur

...ég ætlaði að vera voða myndarlegur um páskana og baka vöfflur... en það klikkaði eitthvað... vöfflurnar bara sátu fastar sitt hvoru megin í vöfflujárninu... rifnuðu hreinlega í sundur... ég smakkaði þær og bragðið var bara í lagi... en þessu hafði ég aldrei lent í... af hverju rifnuðu vöfflukvikindin í sundur... ég klóraði mér í hausnum og horfði á 2 óbrotin egg á borðinu... bingó!

Brattur, 29.3.2008 kl. 15:15

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Það er bara gaman að gera skyssur! Ég er alltaf að gera skyssur í bakstrinum með börnunum, þau líka, á því læra þau og ég.

Edda Agnarsdóttir, 29.3.2008 kl. 16:30

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

mmmmmmmm hvað er aftur heimilisfangið þitt Edda? 

....eða rennur maður bara á ilminn til að rata til þín 

Marta B Helgadóttir, 29.3.2008 kl. 19:25

8 identicon

  tvö egg á borðinu.  Óþolandi fyndið - óþolandi þegar maður sjálfur lendir í því, geggjað fyndið að lesa um aðra lenda í því. 

Farin að baka vöfflur.

Elisabet R (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 12:31

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Edda mín, ertu bara alfarið búin að snúa þér að uppskriftum?

hahaha eggin á borðinu.....!

 Minnir mig á eitthvert sinnið sem ég var að undirbúa mega veisluborð fyrir barnaafmæli (þvílíkt rugl). Var búin að reikna út hvað ég þyrfti mikið af eggjum í tertukremið, heita réttinn, skúffukökuna o.sfrv. Svo tók ég útreiknaðan fjölda eggja og harðsauð allt heila eggjabúið sem til var á heimilinu. Uppgötvaði of seint að það voru aðeins eggin í heita réttinn sem áttu að vera soðin. Þetta var um kvöld og fyrir tíma sólarhringsverslananna. En ég hef nú svo sem gert verri skissur en þetta í eldhúsinu.

Jóna Á. Gísladóttir, 30.3.2008 kl. 14:05

10 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Vöfflur yndislega góðar. Mér finnst ég finna lyktina.  Nam nam

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.3.2008 kl. 19:13

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já ég verð að segja það að mér fannst þessar vöfflur vera töluvert öðruvísi en ég á að venjast og svo urðu þær mun myndalegri í sniðum Ólöf!

Jóna mín, það fór nú þannig fyrir mér um daginn að ég missti eitt formið í gólfið agf kransakökunni sem ég var að baka með systursyni mínum og ekk var það honum að kenna. frekar hefði ég haldið að hann myndi ger einhverja vitleysu, en, ó nei það var þa´bara húna gamla. auðvitað þurfti ég að kaupa kransamassa í viðbót og baka þrjá hringi síðar inn í kökuna.

Já Beta og Brattur þetta er stórfyndið með eggin á borðinu!

Marta það er ekkert mál, bara skoða símaskrána, vertu velkomin!

Hulda ég geri líka vöfflur eftir hendinni, en þegar ég sá þessa uppskrift fyrir börnin í skólanum fannst mér hún það sérstök að gaman væri að leyfa fleirum að njóta!

Edda Agnarsdóttir, 30.3.2008 kl. 19:42

12 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mann fer að langa í ,,vöfflukaffi"

Páll Jóhannesson, 31.3.2008 kl. 00:19

13 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Brotin egg á borðinu,

býsna er það fyndið,

tek þig nú á orðinu og fer að baka vöfflur,  nammi namm!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.4.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband