Leita í fréttum mbl.is

Ferming í Vejle 6. apríl kl. 10:30.

 

 Fermingin í Vinding kirkju í Vejle var falleg athöfn. Presturinn var greinilega vel skipulagður og vanur. Fjölskyldur fermingarbarna stóðu upp þegar fermt var eins hér var áður fyrr. Að mörgu leyti var þetta persónulegra en nú er orðið hér þar sem hér  minnir meir á vertíð og færiband.

Veislan var þó með allt öðru sniði en við eigum að venjast, hér var veisla á hóteli sem minnti kannski meir á brúðkaup en fermingu. Þriggja rétta máltíð ásamt kaffi og konfekti og aftur svokallaður "nattemad" kl 18. Veislan var frá 13 til 21. Þjónar þjónuðu til borðs og setið við háborð, breytt fyrir kaffið. En nú skuluð þið halda ykkur fast, það var vín með matnum og bæði hvítt og rautt  og blöss þegar við komum  og bjór með nattematnum. Svo var auðvitað fullt af gosi handa börnum og þeim sem ekki smökkuðu vín. En það var sko ekki í stóru ljótu plastflöskunum heldur í upphaflegri gosstærðar flöskum - mun penna takk. Þetta var sérstakur og góður dagur og ég skemmti mér vel og fermingarbarnið geislaði. Takk fyrir mig.

Ég ætla að birta nokkrar myndir úr ferðinni en svo ætla ég að reyna að setja myndir inn í myndaalbúmið hér til hliðar.

Högni og Sandra

Sandra María og pabbi hennar Högni elsti sonur minn.

Amma Edda og Sandra

 

 

 

 

 

 

 

                                                   Ég og Sandra María fyrir utan Vinding kirkju daginn áður.

 

helena og sandra

 

 

 

 

 

 

 

Sandra með Helenu mömmu sinni.

Myrtley og Sandra

 

 

 

 

 

 

 

Langamma Myrtley og Sandra María með Nýja Testamenntið sem öll fermingarbörnin fengu að gjöf frá kirkjunni. Í DK fermast allar stúlkur í hvítum kjólum, svolítið eins og brúðarkjólar, kannski eins og í gamla daga hér á landi. Kjóllinn hennar Söndru var keyptur í þekktri brúðkjólaverslun um alla Danmörku sem heitir LillÝ. Ég held að hann sé bara notaður þennan dag eins og brúðarkjólar.

Hulda og afi Hannes

 

 

 

 

 

 

 

Hulda og afi Hannes í Garðabæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jú þetta er hún - hún er seinni kona fyrrverandi mannsins míns!

Edda Agnarsdóttir, 12.4.2008 kl. 13:58

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta eru yndislegar myndir og þessi stelpa er svo óendanlega bjútífúl.

Man eftir Lillý frá Köben. 

Danirnir kunna að hygge sig og enginn kemst með tærnar þar sem þeir hafa hælana hvað það varðar.

Takk fyrir þetta Edda mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2008 kl. 14:02

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er nú ekki eins og þú sért amma hennar á þessari mynd. 

Til hamingju öll !

Anna Einarsdóttir, 12.4.2008 kl. 15:48

4 identicon

Glaðlegt og fallegt fólk. Þú flottust. Mánudagurinn eftir fermingu: Heitir hann Den blå mandag?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 18:56

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Rétt Gísli Blaa mandag! Hvar finnur þú bollu a í tölvunni þinni? Sandra María fór morguninn eftir fermingu kl 8 um morguninn með rútu ásamt öllum bekkjarfélögum og átta foreldrum til Árósa að sprella og fara í Gókart! (Veit ekki hvernig það er skrifað.) Komu heim kl 22 um kvöldið - langir dagar og þreytt stúlka.

Edda Agnarsdóttir, 12.4.2008 kl. 19:05

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Þú ert svo flott og ungleg á myndinni, ég hélt að þú værir dóttir þín..ekki það ert það líka life..til hamingju öll með ferminguna.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.4.2008 kl. 21:39

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Til hamingju með þau öllsömul Edda mín.

Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 10:28

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...nú er bókaspjallið hafið á síðunni minni um bókin hans Hrafn Jökulss.

Marta B Helgadóttir, 13.4.2008 kl. 10:30

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Fjallmyndarlegt fólk. Þetta hefur verið gaman. Til hamingju Með þau öllsömun.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.4.2008 kl. 11:54

10 identicon

Første linje til venstre ° ø-ið er alt-takki niður og slá á 155... Kalli hjá mér í kvöld.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 17:20

11 Smámynd: Inga Sig

Til hamingju með þetta allt saman Edda mín. Bestu kveðjur

Inga Sig, 13.4.2008 kl. 18:06

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hjartanlega til hamingju með fallega ömmustelpu og ferminguna hennar. Mikið eru þetta fallegar myndir.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.4.2008 kl. 02:06

13 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndislegar myndir og innilega til hamingju með fallegu stúlkuna ykkar.   

Girl 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 11:49

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Takk fyrir "innlitið" um daginn! Til hamingju með stúlkuna. Ég er að fara í fermingu til Köben um Hvítasunnuna og hlakkar enn meira til eftir þessar myndir. Veit ekki hvort að veislan verður svona flott!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.4.2008 kl. 17:04

15 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úps... ég hlakka til   .. ekki mig hlakkar!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.4.2008 kl. 17:06

16 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

já mér virðist sem unga daman sé svolítið mikið lík henni ömmu sinni þarna sem þær sitja saman fyrir utan kirkjuna

Ásta Björk Hermannsdóttir, 16.4.2008 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband