Leita í fréttum mbl.is

Umræður og bréfasendingar til bæjarráðs og meirihluta bæjarstjórnar Akraness...

... hafa ekki borið árangur en sem komið er.

það er þungt í kennurum á Akranesi vegna þessara mála og upplifa flestir ef ekki allir  að þeir hafi gengið í gegn um ákveðið niðurlægingarferli í samskiptum við yfirvöld Akranesskaupstaðar.

Umræður hafa sprottið en einu sinni hér á blogginu um vinnutímaramma kennara sem er mjög flókið fyrirbæri og ekki einu sinni öllum kennurum skiljanlegt hvað þá hinum almenna borgara.

Aukið álag á annað starfsfólk skólans eins og stuðningsfulltrúa og skólaliða er ófyrirsjáanlegt, það er hægt að láta það starfsfólk vera í gæslu á nemendum en þá er öll önnur dagleg vinna eftir hjá þeim eins og t.d. frímínútnagæsla, þrif og fleira.

Hvernig er í rauninni hægt að vera í kennslustarfi svo það verði sátt í þjóðfélaginu með þessa stétt?

Af hverju eru Grunnskólakennarar orðnir langlægstir í launum af öllum uppeldisstéttum í þjóðfélaginu?

Einu sinni var sú tíð að kennarar fylgdu þingmönnum í launum, en það var þá, þegar karlmenn voru meirihluti stéttarinnar!

Hvað er þetta í fari karla sem ráða öllu að setja konur og kvennastörf meira en skör niður ?


mbl.is Vandræðaástand í skólum á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vildi að ég skildi hvernig stendur á því að um leið og konur koma inn í starfstéttir, verða stór hluti af henni, þá staðna launin.

Baráttukveðjur

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....er bakarinn að klúðra einhverju í stjórn bæjarins?????

Haraldur Bjarnason, 28.4.2008 kl. 11:44

3 identicon

Nefndi einhver snöru? Ég hélt í þá von að samningarnir yrðu í höfn fyrir 15. apríl en ljóst að meira þarf að gerast svo samningar náist fyrir 1. maí. Eftir 1. maí er ekki aftur snúið varðandi ráðningu næsta skólaárs. Það er auðvitað auðveldara fyrir kennara að færa sig í önnur betur launuð störf á höfuðborgarsvæðinu. Hér verða engar eingreiðslur í boði. Fróðlegt verður að sjá, þegar semst, hvort kennarar á þeim svæðum sem ekki fengu eingreiðslu, samþykkja samningana. Nú er sú breyting í höfn, að skólastjórnendur greiða atkvæði sér. Munur á árstekjum innan grunnskólans skiptir tugi ef ekki hundruð þúsunda. Það er eitur í mínum beinum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:52

4 identicon

Er ekki bakarinn að klúðra öllu í stjórn bæjarins?

Kristinn Sveins (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný, þetta ber allt að sama grunni, karlmenn hafa ekki fylgt baráttu kvenna eftir enda eru það konur í meirihluta sem minnka við sig vinnu vegna heimilis og barna.

Haraldur, ég sé að þú ert Skagamaður, þótt Gunnar ráði miklu nú um stundir, að þá ræður hann ekki við allt. Mér finnst ljótt orð KLÚÐUR og nota það ekki nema í þeim tilfellum sem það er augljóst. Gunnar hefur mikla reynslu af bæjarstjórnarmálum og ég geri kröfur á hann að hann standi undir því. Svo eru það kosningar sem segja til um hvort svo verði.

Gísli, ég skil ekki þetta með snöruna! En það er rétt að uppsagnir fyrir haustið verða að vera komnar í síðasta lagi þann 30. apríl. Þar er klúðrið, hjá samninganefndinni, við sitjum föst í þeirri snöru! Ef þú varst að meina það?

Kristinn, ég er ekki svo áhugasöm um bæjarstjórnina eða bæjarmálin almennt að ég geti vitað hvað er að gerast þar, en hins vegar var merkilegra en ég hélt að sitja á pöllum bæjarstjórnarfundar um daginn sem Gunnar stjórnaði!

Edda Agnarsdóttir, 28.4.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband