Leita í fréttum mbl.is

Fer þessu ekki að linna?

Nú finnst mér komið nóg! Eigum við að leggjast á bæn til að biðja máttarvöldin að stoppa? Ég get ímyndað mér að fólk á þessum slóðum sé orðið þreytt, stanslausir skjálftar og krafturinn hefur aukist.

Fólk úti í heimi hefur hætt við að koma til Íslands vegna skjálftanna en Íslendingar reyna að umgangast þetta eins og það hafi ekkert gerst! (mín tilfinning)

Afhverju eru ekki fleiri að aðstoða fólk á þessu svæði þótt ekki væri nema að tala saman um það á blogginu - ég er handviss um að það er mikil hjálp í því fyrir fólk á þessum slóðum.

Koma með allt upp á yfirborðið - skemmdir á fólki og mannvirkjum er enn að koma í ljós og reyndar aftan að fólki.

Hjálpumst að og styðjum við bakið á fólki á skjálftasvæðinu.


mbl.is Skjálftavirni að aukast á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vonandi er það versta búið Edda.  Mér stóð nú ekki alveg á sama í gær þegar ég keyrði í gegnum Hvalfjarðargöngin og get rétt hugsað mér hvernig fólki fyrir austan líður. 

Anna Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Anna veistu, mér var sagt að það fyndist ekki fyrir skjálfta í göngunum! Ég er nú ekki góð í jarðfræðinni, en hvort það er dýpið eða hvað, hef ég ekki hugmynd um! Knús á þig á sunnudegi!

Edda Agnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 10:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Edda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 10:38

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk elsku Edda að hugsa svona vel til okkar allra hér.  Það er reyndar verið að gera alveg fullt fyrir okkur. Áfallateymi og viðtöl er eitthvað sem við getum farið í eins og við viljum og mín reynsla er sú að það borgar sig.  Tryggingamenn komu til okkar í kær og hef ég aldrei í lífi mínu hitt fyrir eins þægilegan og almennilegan mann á þessu sviði, það var sko enginn tittlingaskítur eða hártoganir í gangi, hann sá hlutina og verðlagði svo sannarlega rétt að okkar mati.  Ég vona bara að sem flestir noti sér það sem er í boði, annars hlakka ég rosalega til að komast í burtu um tíma. Knús á þig mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 11:40

5 identicon

Ég bý á Selfossi og missti ansi mikið, meðal annars læu og kettlinga.

Kolbrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 16:43

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég er með tvo kettlinga sem fundust yfirgefnir hér á Skaga undir pramma niður á Breið þar sem vitinn er!

Annars geta dýrin hugsanlega komið aftur.

Ásdís það er samt svo að við Íslendingar erum dáldið á þessum nótum: "hvaða væll er þetta" bara halda áfram og og hafa nóg fyrir stafni og gleyma þessu! Ekki að ég meini að fólk eigi endalaust að vera velta sér upp úr þessu en þetta er bara einu sinni meira en að segja það!

Edda Agnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 17:25

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já það er meira en að segja það. Og við sem ekki lentum í því höfum lítinn sem engan skilning á líðan þeirra sem fengu að finna fyrir því. Ég er fegin að heyra frá Ásdísi að mikið sé verið að gera og vona að sem flestir nýti sé það sem er í boði. Það veitir ekki af professional fólki í svona lagað.

Er það þetta sem gerir þig viðkvæma Edda mín?

Jóna Á. Gísladóttir, 8.6.2008 kl. 21:47

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Sæl Jóna króna. Gott að sjá þig og "heyra" svona í þér! Ég fór á Keflavíkurflugvöll í dag með Magneu litlu og strákinn minn eftir að þau hafa verið hér í rúma viku og hún átti 2ja ára afmæli í vikunni! Þetta var audda sæt/súr vika en í dag var það súr/sætt að kveðja og svo kom ég heim og settist við tölvuna og las þinn pistil! það er það sem gerir mig viðkvæma.

Takk fyrir innlitið til mín - bless eskan í bili.

Edda Agnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 22:38

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mér verður mikið hugsað til fólksins þarna fyrir sunnan og vildi svo óska þess að ég gæti gert eitthvað til að hjálpa.

Huld S. Ringsted, 8.6.2008 kl. 23:49

10 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ekkert væri mér kærkomnara en að létta undir með fólki á skjálftasvæðinu. Það er hins vegar ekki hlaupið að því vegna búsetu minnar, en ef einhver hefur áhuga á að skrifast á við mig er ég meira en lítið tilbúin.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 9.6.2008 kl. 13:59

11 Smámynd: Tína

Ég er búsett á Selfossi og missti nánast allt mitt. Ég tek reyndar aðallega á þessu með gríni og byrjaði einmitt að blogga eftir stóra skjálftann. Ætli það sé ekki bara mín aðferð við að takast á við áfallið? Það hefur gefið mér ansi mikið. En ég gríp tækifærið hérna til að þakka ykkur fyrir að hugsa til okkar.

Tína, 9.6.2008 kl. 16:38

12 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Engin veit nema sá er í kemst. Held það góða aðferð sem hún Tína notar að skrifa um þetta. Sendi henni og öllum á skjálftasvæðinu hlýjar óskir.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 9.6.2008 kl. 18:05

13 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég hef lent í annars konar hörmungum þar sem ég missti aleiguna og nærri því lífið....skil þetta fólk mjög vel...maður er bara svo vanmáttugur og ekki stoppum við jarðskjálftana..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 10.6.2008 kl. 13:06

14 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitsknús

Heiða Þórðar, 10.6.2008 kl. 23:00

15 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir Heiða mín!

Það segirðu satt Krumma - við getum ekki stoppað náttúruöflin.

Ólöf ég held að það sé ein leiðin að skrifa um þetta eins og Ásdís hefur gert og Tína. Gott líka að kommenta hjá þeim.

Tína þú ert kjörkuð og það er gott að skrifasig frá þessu eða með þessu!

Hulda mér hefur dottið í hug að búa til Skjálftavef, hvað finnst þér?

Huld, þú getur það svo sannarlega, bara svona eins og þetta komment.

Takk elskurnar allar fyrir ykkar innlegg.

Edda Agnarsdóttir, 10.6.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband