18.6.2008 | 12:05
Íslenskir krakkar/unglingar drekka ekki meira en jafnaldrar þeirra í öðrum löndum.
Samkvæmt niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar sem gerð hefur verið á lífskjörum og heilsu skólabarna á þremur aldurstigum eða 11 ára, 13 ára, og 15 ára í tvöhundruðmanna úrtaki, þá drekka 15 ára krakkar sjaldnar og eru í miðjum hópi við spurningunni um hvað oft þú hefur verið fullur.
Annað sem kemur fram í þessari könnun sem mér finnst persónulega sigur fyrir okkur skólafólk á Íslandi, er að krökkum hér líður betur í skólanum en krökkum frá öðrum löndum. Sérstaklega eru Finnar nefndir til sögunnar af því við höfum oft borið okkur saman við þá í gæðum á skólastarfi og kemur í ljós að nemendum í Finnlandi líður illa í skólanum.
Þess má geta að vellíðanin er ekki eingöngu skólans heldur líka sterk tengsl við foreldra og sérstaklega áberandi að nemendur í yngsta flokknum í könnuninni voru með sterkustu tengslin við föður, hér á landi.
Skoðið þessa frétt á mbl - gaman væri að vita meir um þetta - Anna Ólafsdóttir hlýtur að vita heilmikið um þetta.
Há slysatíðni íslenskra barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Já mér fannst áhugavert að lesa þetta. Og þá sérstaklega með vellíðan íslenskra skólabarna vs finnskra. Við viljum jú líkjast þeim.
Rósa Harðardóttir, 18.6.2008 kl. 12:17
Athyglisvert. drekka sjaldnar en meira í hvert skipti. Algjörlega í takt við það sem fyrir þeim er haft.
Ég, gæti komið með langa tölu um hvað mér finnst, afhverju, hvernig og hvað. en læt það vera. Er að fara í nám í haust, sem kannski mun upplýsa mig betur um hversvegna stöðumat á unglingum er með þessum hætti.
Allavega finnst mér þetta mjög áhugavert að spá í og spekulera.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.6.2008 kl. 12:26
Ég tek þessu með fyrirvara.
Reyndar mælist áfengisneysla Íslendinga lægri en hjá nágrannaþjóðunum. Eða gerði amk. Kannski hefur það breyst.
En það er gott að vera ekki á botninum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.6.2008 kl. 12:44
Ég átti þess kost fyrir einu ári að fara í heimsókn í finnska skóla og sitja fyrirlestra á vegum finnska menntamálaráðuneytisins um skólakerfið í Finnlandi. Það verður að koma fram hér að árangur finnska kerfisins og þess íslenska er á engan hátt sambærilegur. Benda má á þetta hér:
http://eyjan.is/blog/2007/11/29/ny-pisa-rannsokn-island-i-27-s%C3%A6ti-af-57-%C3%BEjo%C3%B0um-i-raunvisinda%C3%BEekkingu-15-ara/
Gott er samt til afspurnar að íslenskum börnum skuli líða vel í skólanum.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 12:45
Hmm, það er að minnsta kosti ekki ástæða til að slaka á. Takk fyrir innlitið á mína síðu, Edda.
Bestu kveðjur að norðan
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 18.6.2008 kl. 13:51
Mér finnst svona kannanir alltaf svo merkilegar. Ég tel mig vita að það sé rétt að íslenskir unglingar drekki ekki meira en unglingar í SKandinavíu og Bretlandi en er hreint ekki viss - hvað sem könnunum líður.
Hitt finnst mér fagnaðarefni að krökkum líði vel í skólanum, það er í mínum huga langmikilvægast í skólastarfi. Að krökkunum líði vel og komi úr grunnskólanum með sjálfstraust og góða sjálfsmynd.
E.t.v. mætti nýta tímann betur í þessi tíu ár, sbr. það sem sleggjudómarinn bendir á. En það er annað mál.
Kær kveðja til þín, Edda
Kolgrima, 18.6.2008 kl. 14:06
Gott ef svona kannanir eru marktækar. En íslenskar stúlkur eiga samt vinninginn hvað varðar kynlíf. Þær byrja fyrr að stunda það en jafnaldrar þeirra á norðurlöndum.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.6.2008 kl. 19:03
Mér fannst þetta áhugaverð frétt og vildi gjarnan vita meira um könnunina.
Hjó einmitt eftir þessu með liðanina í skólanum á Íslandi vs. Finnlandi, kannski vegna þess að ég var að tala við tvo unglinga sem kvörtuðu sáran yfir skólanum í Finnlandi. Þegar ég spurði hvað væri svona slæmt kom svarið um hæl: Það má EKKERT gera af sér og svo þarf maður að læra svo MIKIÐ, bæði í skólanum og heima. Illa farið með blessuð börnin .
Lena (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 19:29
Já Ólöf, kynlífið hefur alltaf verið feimnismál að tala um við börnin á heimilum þeirra og teprugangurinn er mikill. Það þykir bara sjálfsagt að hlaða niður börnum á Íslandi og ennþá er sú mýta til staðar að fólk eigi bara að læra þetta af sjálfu sér!
Ægir sem betur fer erum við ekki í verri endanum.
Kolgríma það eru margir sem taka kannanir með fyrirvara og s.s. ekkert að því - samt er þetta tæki sem við höfum til rannsóknar á högum manneskjunnar. Ég er mikið í kringum kannanir sem börn og unglingar taka og það er vitað að unlgingar eiga það til að ofgeraí könnun staðreyndum eða fara vitlaust með til að sýnast meiri (stærri karl) eins og í sambandi við drykkju og kynlíf! Einhver töffaragangur.
Nei Ingólfur, það segirðu satt, foreldrar eiga að vera í varðhundahlutverki til góðs!
Sleggjudómari, takk fyrir þitt innlegg hef ekki gefið mér tíma í að setja inn slóðina og skoða. Hef heyrt að Finnar eru ekki með skóla án aðgreiningar, allavega ekki í raunveruleikanum.
Jenný, ég hef haft á tilfinningunni að við vanmetum íslenska unglinga hvað áfengi varðar, þarna er nefnilega ekkrt talað um önnur vímuefni!
Ingibjörg, það væri gaman að vita hvernig þetta snýr að þér sem eingöngu unlingakennara?
Rósa, viljum við líkjast Finnunum? Ég var mjög spennt fyrir því sem þeir eru að gera en fékk einkennilega velgju þegar ég vissi að hjá þeim eru engir nemendur inni í bekk með sérþarfir! Og núna þetta með vanlíðanina.
Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 19:34
Lena takk fyrir þitt innlegg.
Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 19:35
Ég hef haft börn bæði í skóla hér heima og í Englandi og í Svíþjóð. Allir hafa skólarnir kosti og galla. Ég hef verið afskaplega ánægð með Vesturbæjarskólann því þar hefur öllum börnunum mínum liðið afskaplega vel; en ég er ekki frá því að meiri áhersla hafi verið lögð á sjálft námið í Svíþjóð og þau fengið betri kennslu þar. Mæli ekki með breskum almenningsskólum...
Talandi um að hlaða niður börnum; ég er orðin amma.
Elísabet Ronalds (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 21:21
Ég drekk bara vatn og rjóma á laugardögum.. Vil helst ekki tjá mig um kynlífið, það er viðkvæmt þegar maður er steingeldur ........
kloi, 18.6.2008 kl. 21:55
Elísabet, til hamingju með að vera orðin amma!
Skil það vel Klói minn.
Edda Agnarsdóttir, 18.6.2008 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.