23.6.2008 | 11:38
Tengsl foreldra og barna.
Það vekur athygli mína um leið og fréttir hafa borist undanfarið af niðurstöðum könnunar um kynlíf unglinga hér á Íslandi til samanburðar í öðrum löndum í Evrópu þar sem íslenskir unglingar stökkvi fyrr út í kynlíf en jafnaldrar þeirra að íslenskar stúlkur séu ekki jafnverndaðar og jafnöldrur þeirra í öðrum löndum!Þetta segir Þóroddur Bjarnason prófessor í dag.
Ég hef verið hugsi yfir því undanfarið, hvað það er í okkar munstri sem ekki er að skila sér. Erum við teprur eða finnst okkur kynlíf unglinga í lagi? Þarf ekki að taka stórt skref fram í umræður um þessi mál? Ég er langþreytt á öllu tali um hið neikvæða þætti tengslum við kynlíf og kynlífsathafnir og er til í að vera með í að snúa dæminu við og gera eitthvað jákvætt og fallegt úr þessu.
Í dag á sonur minn Högni afmæli, hann er 36 ára í dag. Hann á eina dóttur sem heitir Sandra María og er að koma frá heimkynjum sínum í Vejle til Íslands í kvöld og dvelur í þrjár vikur. Hún er yndisleg stúlka og ég hlakka heil ósköp að fá hana, hún ætlar að dvelja eitthvað hér hjá mér.
Högni og Sandra María daginn fyrir fermingu hennar í vor.
Missa verndarhlutverkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Innilega til hamingju með soninn og þess óska ég þér að þið Sandra María eigið margar fallegar og ljúfar stundir saman
Tína, 23.6.2008 kl. 12:09
Edda ég held að foreldrar séu yfir höfuð hræddir við unglingana sína. Þori ekki að setja þeim mörk, tala við þá og vera í eðlilegum tengslum. Ætli það sé ekki samviskubitið sem búi til sambandsleysið. Veit það ekki.
En hún Sandra María er svo falleg og góð. Mikið skelfing er ég glöð fyrir þína hönd að hún skuli vera á leiðinni.
Ég er alltaf jafn hissa á hversu rosalega líkar þið tvær eruð. Eins og vatnsdropar, svei mér þá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 12:40
Takk fyrir Tína mín.
Jenný, það sem mér finnst kannski gagnrýnisvert með okkur og hina, það er að við höfum aldrei getað búið til kynlifsmennigu sem hentar unglingum. Ég meina auðvitað ekkert annað en "petting" kynlíf okkar unglinga er samræði sem er ekki allt fyrir þá sem þurfa á þessu að halda. Við sjálf ólumst ekki upp við þetta og er því erfitt að yfirfæra ef við lærum ekki og þjálfumst í að tala við börnin. Við eigum að viðurkenna unglingakynlíf og ræða það.
Knús dropinn minn!
Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 14:18
Jenný segir það satt bæði að þið Sandra María séu líkar og svo hitt, að foreldrar eru hræddir við að setja börnum sínum mörk.
Mér finnst ég hafi heyrt það fyrr að íslenskir krakkar byrji fyrr að stunda kynlíf yngri en unglingar frá öðrum löndum.
Ég er alls ekki svo viss, við erum bara svo hvatvís að við þorum að segja það.
Hvað með það, þá finnst mér allt í lagi að krakkar fari að þreifa sig áfram í þessu, en það þarf að brýna fyrir þeim að „setja öryggið á oddinn“
Það er skammarlegt að gera jafn sjálfsagðan hlut og kynlíf er að einhverju tabu. það á að tala um það af virðingu, svo að börn fái það inn með móðurmjólkinni að ekkert sé eins eðlilegt og að kynhvöt vakni á gelgjunni og að kynlíf sé stundað um allan heim, á öllum tímum og hvar sem er. sbr. lag Stuðmanna Þú getur gert það hvar sem er.
Það er trúa mín, ef við fullorðna fólkið getum talað um kynlíf af æðruleysi við börnin okkar, þá yrði slysin færri: Svo sem ótímabær þungun, kynsjúkdómar og hræðsla.
Viðurkenni það fúslega að ég er af þeirri kynslóð sem á mjög erfitt með þetta, og umfjöllun um þetta efni hefur verið mjög ábótavant á mínu heimili, en ég vona að börnin mín séu þroskaðri en ég í þessum efnum.
Batnandi mönnum er best að lifa
Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.6.2008 kl. 14:28
Mér finnst þetta mjög áhugaverðar vangaveltur hjá ykkur. Ég held að það sé rétt að umræðan um kynlíf unglinga og annara þurfi að breytast. Maður hefur nú lifað tímana tvenna í þessum málum og orðið vitni að öfgunum og tvískinnungsháttinum sem ríkt hefur á líðandi áratugum.
Það er staðreynd að unglingar fortíðarinnar hafa stundað kynlíf og það er einnig staðreynd að unglingar framtíðarinnar muni gera það líka. Því er umræðan um þessi mál sérlega mikilvæg og ég tek undir það með ykkur að umræðan þarf að vera án fordóma og hræðsluáróðurs með það að leiðarljósi að ungt fólk skilji tilfinningar sínar og langanir betur og sé betur fært um að verja sig gegn kynsjúkdómum, þungunum og ýmsu kynferðislegu áreiti sem það gæti mætt í umhverfinu.
Þá er mikilvægt að ungt fólk geri sér grein fyrir muninum á klámi og kynlífi og um þessi mál er ekki hægt að ræða öðruvísi en opinskátt. Annað er bara tilgerðarlegt.
Anna Þóra Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 14:54
Sammála Anna þóra, sérstaklega að geta rætt muninn á klámi og kynlífi.
Imba, við erum í þessum tabú hópi og þetta veitist manni líka erfiðara eftir því sem maður eldist.
Ég man þá tíð þegar ég kenndi forðum að unglingar vissu ekki einu sinni hvaða nöfn voru notuð yfir kynfæri og sum höfðu enga hugmynd, sérstaklega strákar, hvað blæðingar eru og ein stúlkan spurði hvort það væri ákveðin tími á árinu fyrir æxlun hjá manninum eins og hjá rollunum.
Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 15:03
Ég held að margir foreldrar finni fyrir vanmáttarkennd gagnvart unglingunum sínum í dag. Það virðast vera mjög takmarkaðar hömlur úti í samfélaginu, og ótrúelga lítið um að unglingum séu sett mörk.
Ég hef verið að ræða við foreldra sem hafa staðið í þeim sporum að þurfa að verja það fyrir öðrum foreldrum ef þeir leyfa ekki 16-17 ára unglingum að vera eftirlitslausum á djamminu. Síðast í morgun var ég að tala við eina sem lent hafði í karpi við aðra mömmu. Sú sagði að hún teldi barnið sitt (sem var útúrdrukkið á tjaldfylleríi í garði hjá vini) vera alveg nógu þroskað (16 ára) til að passa upp á sig sjálft. Mamman sem fékk þetta í hausinn hafði hringt til að láta vita af þessu fylleríi.
Hvernig bregst maður við þegar maður lendir í svona samtali?
Æi- ég gæti nefnt svo mörg dæmi um samanburð sem ég hef fengið frá minni yngri dóttur þar sem skilaboðin eru með grátstafinn í kverkunum: Þú ert eina foreldrið sem leyfir ekki þetta og hitt. Það er að hluta til rétt vegna þess að mömmur vinkvennanna virðast leyfa þeim að valsa um nokkurn veginn frjálsum, það á við bæði um drykkju og strákamál. það er ekki létt að vera í þessari stöðu get ég sagt þér.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 15:04
Nei það er ekki létt verk Anna Ó. Ég á son sem verður tvítugur í sumar, hann er mikið félgasmálatröll, syngur með hljómsveit, tekur mikinn þátt í öllu sem boðið er upp á í skólanum, leikur leikritum, hefur líka oftast sungið í þeim og var formaður nemendafélagsins í fyrra.
Í vetur kynntist hann stúlku sem var með honum í leikritinu og þau byrjuðu að vera saman eftir að leiksýningum var hætt, hún er á fyrsta ári og fer á annð ár í haust, hún verður ekki 17 ára í haust. Ég hef orðið dálítið hugsi yfir þessu og spurði hana í gær hvað foreldrum hennar fyndist um þetta! Hún sagði bara að þeir treystu henni alveg og sonur minn væri ekki fyrsti strákurinn sem hún væri með.
Stúlkan er yndisleg - en mér finnst þetta lýsandi dæmi um hvað stúlkur sérstaklega taka snemma ábyrgð á sér. Ég hugsa auðvitað um það hvort ég eigi að tala við foreldra hennar, en strákurinn minn er fullveðja, þannig að ég ætti kannski frekar að ræða við hann um þetta og athuga hvort hann hafi kannað hug foreldranna?
Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 15:28
Það á að standa: hún verður 17 ára í haust!
Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 15:29
Aldursmunur á þessum árum getur virst vera of mikill og ekki óeðlilegt að foreldrar séu óvissir hvernig beri að taka á málum.
En ef við ímyndum okkur að þú segðir við strákinn þinn Edda, að hann mætti ekki vera með stelpunni og foreldrar hennar gerðu slíkt hið sama og settu blátt bann við sambandinu - Helurðu að það myndi virka? .Líklega ekki ....og hvaða áhrif heldurðu að það hefði á samband unglinganna við ykkur foreldrana?
Mín skoðun er að foreldrar beggja ættu auðvitað að ræða við sína unglinga á opinskáan og einlægan hátt. Segja þeim frá áhyggjum sínum og láta þau velta hlutunum aðeins fyrir sér. Ræða t.d. um útivistartíma, félaghópinn (sem getur verið mjög mismunandi(misgamall) á þessum árum), hvort og hvenær kærastan/kærastinn megi gista, verjur og almennar væntingar til sambandsins.
Tölum saman - það er bæði gott og gaman.
Anna Þóra Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 15:45
Til hamingju með strákinn þinn Edda, það verður gaman fyrir þig að fá Söndru Maríu í heimsókn....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 23.6.2008 kl. 16:31
Ég hallast líka að þinni skoðun á málinu Anna Þóra. Stundum gerist þetta einhvern vegin svo fram hjá manni - ég er t.d. búin að hitta hana nokkrum sinnum og hún er ótrúlega fullorðinsleg og sjálfstæð - þannig að það er ekki alveg gefið með umræður. En nú treysti ég mér í þær.
Takk fyrir Krumma mín, það verður ótrúlega gaman - hún ætlar meira segja að vinna svolítið í unglingavinnunni hér á Skaga!
Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 16:41
Ég hjó eftir þessari setningu: foreldrar hennar treysta henni. Og hvað þá, er það þá hið besta mál að byrja að stunda kynlíf snemma. Þetta sama setningin og er notuð þegar unglingar byrjað að drekka, við treystum þér. Stelpan er 17 og sleppur kannski en hann er ekki fyrsti strákurinn sem hún er með. Er það ekki málið í þessu að við erum að tala um að unglingar 14 og 15 ára séu byrjaðir að stunda kynlíf, er það æskilegt? Ég held að með opnum umræðum um tilfinningar og sambönd er hægt að fresta ótímabærri kynlífsiðkun unglinga. Eins og Anna segir hér að ofan hún er nógu þroskuð til að taka ákvörðun sjálf. En hvaða 16 ára unglingur er nógu þroskaður til að taka ákvörðun um drykkju og kynlífsiðkun? Erum við ekki svolítið að koma okkur hjá þeirri ábyrgð sem við berum?
En þú ert aldeilis rík Edda
Rósa Harðardóttir, 23.6.2008 kl. 19:20
Þetta er vandrataður vegur að fara. Alltaf gott að geta talað um þetta en ekki gefið eins og ég sagði áðan. Það er þannig að hvort sem við erum fullorðin, unglingar eða börn þá viljum við eiga einkalíf sem við viljum ekki blanda öllum inn í og það ber að virða. Á meðan opinbera umræðan gengur ekki út á annað en sjálfræðsialdur án útskýringa, þá á ég við, þú mátt vinna og átt eiginlega að vinna bæði á sumrin og með skóla til að hafa ofan í þig og á og hefur í mesta lagi skjól heima hjá foreldrum og kannski fæði - annars er allur gangur á því, krakkar eru sendir að heiman frá 16 ára aldri á heimavistir og ansi er ég hrædd um að það hafi ekki haldist í hendur breyttur sjálfræðisaldur og eftirlit samkvæmt því á heimavistum.
Þannig að þarna er tvískinnungur á ferðinni.
Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 19:38
Já það er rétt. Við gefur ungu fólki oft röng skilaboð. Stundum sem börnum og stundum sem fullorðum.
Rósa Harðardóttir, 24.6.2008 kl. 11:35
Takk fyrir góðar umræður hérna á síðunni.
Edda Agnarsdóttir, 24.6.2008 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.