Leita í fréttum mbl.is

Fjárvík á Hjaltlandseyjum og íslenska krónan!

Kannski er bara best að flytja til Fjárvíkur, hver veit?

Þetta brjálaða land sem við búum á - hvað er í gangi?

Nú fara bankarnir að gera upp fjórðungsuppgjörið og örugglega í + eins og venjulega og þeim er spáð mörgum plúsum?

Huga fólksins í landinu er svo dreift með Ísbjarnarblúsum, góðu veðri, útihátíðum og öllu kítingi í kringum það, einhverju blaðri um utanlandsferðir ráðherra og þingmanna, eldneytiskostnaði hjá sama fólki og fleira og fleira.

En hvenær ætlum við öll í landinu að rísa upp á afturlappirnar og spyrja út þessa blessuðu krónu sem var í sögulegu lágmarki í dag?

Eins og ég spurði fyrst - eigum við að flytja til Fjárvíkur?


mbl.is Lýsir yfir sjálfstæði frá Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Það ætti kannski að flytja krónuna út til Fjárvíkur og vita hvort hún styrkist ekki.  Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 21:37

2 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæl frænka, mér finnst þetta eiginlega ágætis athugasemd hér á undan, a.m.k. virðist Bumba aðgætin persóna. En annars svona, þá lagast þetta nú alltaf aftur. En ef þú flytur, þá kem ég í heimsókn, það er meira spennandi en Akranes.

Kristinn Ásgrímsson, 23.6.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já satt segirðu Kristinn - ætli það sé ekki meira spennandi en Skaginn!

Bumba, þeta er snjallræðishugmynd! Kýlum bara á það.

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við förum bara öll til Fjárvíkur. þ.e.a.s. við sem viljum skipta krónunni út fyrir Evru.

Pant vera fjármálaráðherra í Fjárvík. Hvaða vilt þú vera?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.6.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Mín kæra, við fáum alltaf tækifæri á fjögurra ára fresti til að segja okkar álit og ráða hverjir verða ráðamenn næstu fjögur árin! Ég vil einmenningskjördæmi eða þá að lanndið allt verði eitt kjördæmi og hana nú. Til Fjárvíkur, nei segja okkur bara úr tengslum við ...

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 23.6.2008 kl. 22:41

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit um suma sem ég vildi alveg sjá flytja til Fjárvíkur, til langdvala.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2008 kl. 23:00

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Stelpur getum við ekki fundið einhvern hektara hér og sagt okkur úr sambandi við Ísland?

Þót ekki væri nema til að vekja athygli krónunni! 

Edda Agnarsdóttir, 23.6.2008 kl. 23:55

8 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Jú Edda

Inn í Fljótshlíð var bær sem hét Aurasel.  Gætum kannað hver eigi það land núna,

Væri vel við hæfi a búa á milli ´Hlíðarenda og Bergþórshvols og segja´okkur frá íslenska lýðveldinu.

Við kæmumst í annála.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.6.2008 kl. 11:30

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Flott - ætlar þú að skipuleggaja þetta? Ég skal hjálpa þér!

Edda Agnarsdóttir, 24.6.2008 kl. 13:21

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég skal a.m.k. athuga hver eigi jörðina.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.6.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband