26.6.2008 | 13:23
Ekkert lát á barnavændi í heiminum.
Í hádegisfréttum Útvarps mátti heyra þessa frétt þar sem börnum var bjargað úr klóm barnaníðinga sem selja börn í vændi.
Hér er brot úr fréttinni frá ruv.
"Nálega 400 manns hafa verið handteknir í Bandaríkjunum, síðustu 5 daga, grunaðir um að selja börn í vændi. 21 barni hefur verið bjargað úr kynferðislegri ánauð.
Þetta eru viðamestu aðgerðir bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, í slíku máli hingað til, og náðu þær til 16 borga. Undanfarin 5 ár hefur yfir fjögur hundruð börnum verið bjargað úr klóm glæpamanna. En yfirmaður FBI segir að Netið geri fólki auðveldara að ná börnum á sitt vald og einnig að selja þau öðrum ofbeldismönnum."
Ég ætla að setja inn hvern einasta óþverra um þessi mál í smá tíma - fá smá yfirsýn yfir það hvað þetta er stórt og mikið vandamál í heiminum.
![]() |
Stöðvuðu för vændisbíls |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
-
jenfo
-
jonaa
-
kolgrima
-
annaeinars
-
krummasnill
-
draumur
-
heg
-
ringarinn
-
olapals
-
christinemarie
-
gudrunkatrin
-
sunnadora
-
helgamagg
-
gisgis
-
svanurg
-
pallijoh
-
olinathorv
-
skordalsbrynja
-
lillagud
-
hlynurh
-
siba
-
fridust
-
gurrihar
-
rosa
-
annriki
-
heidathord
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
ragnhildur
-
gisliivars
-
stormur
-
ragnarfreyr
-
jakobk
-
hjolaferd
-
ingasig
-
reni
-
arnalara
-
alfholl
-
fridaeyland
-
soley
-
toshiki
-
korntop
-
kallimatt
-
saxi
-
bryndisfridgeirs
-
hugsadu
-
astabjork
-
kiddip
-
skaftie
-
thor
-
huldam
-
annaragna
-
fjola
-
kloi
-
hronnrik
-
manisvans
-
brandarar
-
truno
-
vefritid
-
samfo-kop
-
para
-
gattin
-
adhdblogg
-
tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Hreinasti hryllingur og ógeð, á eiginlega ekki orð.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 13:33
ég sá sjónvarpsmynd í fyrrakvöld um rannsókn á hvarfi drengs síðan 1976, það sem upp úr kafinu kom var hrikalegt...að það skuli vera svona mikið til að kynferðislega biluðu fólki er með ólíkindum, það verður að fara eyða fé til rannsókna á því hvað það er sem gerist í hausnum á þessu fólki og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það...refsingar virðast ekki hafa neinn fælingarmátt..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.6.2008 kl. 13:34
Blessuð, þetta eru ógeðslegar fréttir en þær eiga ekki að koma okkur á óvart. Það er öllu verra að með nýjustu tækni, barnasíðum og öðru þá eykst barnaklám og barnavændi. Það væri kannski rétt að benda IG á aðrannsaka þetta frekar en gleymskuna.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 26.6.2008 kl. 13:48
Flott framtak Edda.
Þetta er hreinn og beinn viðbjóður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2008 kl. 14:20
Sæl Edda.
Ég opna nánast aldrei blað án þess að sjá umfjöllun um þessi mál. Ég opna nánast aldrei blað sem fjallar um lausnir á þessum málum. Aðeins um eina hlið þessa máls, neytandans sem býr til eftirspurnina. Margir halda að barnavændi standi í beinu sambandi við aukin tilfelli manna sem eru haldnir barnagirnd, en svo er víst ekki. - Sem sagt, þetta er ekki afleiðing sálræns sjúkdóms. Almennt hömluleysi virðist ráða för frekar en nokkuð annað.
Hömluleysi er yfirleitt ekki fordæmt svo fremi sem það er löglegt en engu að síður teygir það sig auðveldlega inn á svið hins siðlausa. Þegar allar innri hömlur eru veiktar í skjóli þess að kynhegðun sé "persónuleg ákvörðun" án þess að mörk hennar séu skilgreind nema með lögum, er við því að búsast að fólk (aðallega karlmenn) láti óbeislaðar og ósiðvandaðar hvatir sínar ráða ferð, frekar en ekki.
Svanur Gísli Þorkelsson, 26.6.2008 kl. 18:36
Svanur takk fyrir þitt innlegg, En hvað getum við eða samfélögin í heiminum gert við þessu hömluleysi?
Svo hrekk ég líka í kút yfir orðnotkuninni "neytandi" í þessu samhengi.
Hulda þú ert væntanlega að meina Erfðagreiningu?
Hvaða mynd er þetta Krumma?
Edda Agnarsdóttir, 27.6.2008 kl. 00:35
Eftirfarandi er skrifað sem skoðun eins og ég mundi tjá hana ef við værum að tala saman. Þetta er ekki predikun :)
Edda reit: "En hvað getum við eða samfélögin í heiminum gert við þessu hömluleysi?"
Í eins stuttu máli og ég get; Það vita allir hvert ráðið er en treysta sér ekki til að kenna það eða fara eftir því. Það er orðið og hugtakið sem fær fólk virkilega til að hrökkva í kút að heyra. Andstæða hömluleysis er agi, í þessu tilfelli sjálfsagi og hann er "nó nó" allstaðar í dag. Við erum að tala um aga þar sem verðlaunin eru ekki hól frá mömmu eða gullpeningur fyrir að vinna leikinn, heldur agi sem mótar karakterinn. Agi sem verður til þegar þú neitar þér um að ljúga að öðrum og sjálfum þér. Agi sem verður til þess að þú tekst á við girndirnar frekar en að láta þær taka af þér ráðin.
Þetta byrjar í uppeldinu og endar þar líka. Þannig erum við annað hvort hluti af lausninni eða hluti af vandamálinu.
Lausnin er fyrir uppalendur að spyrna við fætinum í alvöru, sýn aga og boða aga byggðan á andlegum vexti frekar en verðlaunum eða velþóknun fólks.
Svanur Gísli Þorkelsson, 27.6.2008 kl. 01:10
Edda mín þessi mynd var tekinn þegar barnabarnið fékk nafn..semsagt ég með ömmubarnið örþreytt á handlegg
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 27.6.2008 kl. 02:22
Heyrði um daginn sögu af unglingi sem er í vistun vegna kynferðisglæpa, mér fannst það óhuggulegst fyrir þær sakir að unglingurinn, vart kominn af barnsaldri (bara 13 ára) hvaði byrjað áður en hann varð kynþroska.
Ég kannaði örlítið söguna og hún var verri en svo að hægt sé að skrifa um hana hér, en ég get þó sagt ykkur að börn sem verða fyrri ofbeldi á unga aldri, missa eiginleikann sem gerir okkur fært að fara í spor annarra. Þessi börn verða oft mjög sjálfhverf, reiðin, óttinn og sjálfsfyrirlitningin gerir þau blind þ.e. siðblind. Svo verða þessi börn fullorðinn og þá fara fleiri að hata þau en þau sjálf. Við hin, við bregðumst þannig við, að viljum helst sjá þau bak við lás og slá og mörg okkar værum til í að lúskra verulega á þeim.
Stöðvum ofbeldi!
Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.6.2008 kl. 10:33
Gott framtak.
Þetta er versta og viðurstyggilegasta tegund ofbeldis.
Marta B Helgadóttir, 27.6.2008 kl. 13:18
Takk öll fyrir innlitið.
Svanur ég er sammála þér, en það vantar umræður-nar um lausnina. Mér finnst líka vanta umræður um það sem er jákvætt og fallegt um kynhegðun.
Ingibjörg, það er rétt að upplýsingaflæði er ekki of mikið um þau börn og unglinga sem eru gerendur og jafnframt fórnarlömb.
Krumma ég var klár á myndinni af þér og litlu snúllunni þinni! Ég var að meina bíómyndina!
Edda Agnarsdóttir, 27.6.2008 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.