Leita í fréttum mbl.is

Fyrir barn er meðganga þess óeðlileg og ofbeldi á likama barnsins.

Sem betur fer fær telpan fóstureyðingu. En það eru karlmenn innan kirkjunnar sem sitja á rökstólum og ætla að kæra verknaðinn þrátt fyrir að barninu er naðgað, misnotað af frænda sínum s.s. sifjaspell - samt sitja karlmenn á rökstólum um mikilvægi þess að láta barnið ellefu ára eiga barn!
mbl.is 11 ára gamalli stúlku heimilað að fara í fóstureyðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Mikill er máttur þeirra.  Fjandakornið maður verður alveg snakillur þegar maður heyrir af karlmönnum sem setjaset í dómarasæti og halda að þeir hafi stuðning almættisins til að ákveða líf annarra.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.6.2008 kl. 20:18

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Sammála ykkur. Hvaða vit er í að láta 11 ára barn ganga með barn . Hvað halda þessir karlar innan kirkjunnar að þeir eigi að ákveða þetta. Og að þetta sé gert í nafni trúarinnar. Svei attan.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.6.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Er sammála að þetta er hræðilegt fyrir stúlkuna og hefði átt að bregðast við strax ef þetta hefði verið uppgötvað fyrr.

 Nú er hinsvegar barnið orðið 5 mánaða í móðurkviði og börn sem hafa fæðst fyrir tíman eftir þetta stutta meðgöngu hafa mörg hver lifað það af!

Ég ætla því rétt að vona að barnið verði sett í súrefniskassa og reynt að halda í því lífi til ættleiðingar. Annars verður þetta fyrir mér manndráp á lifandi einstaklingi sem er of lítill til þess að getað varið sig. Athugið að barnið er fyrir löngu síðan komið með fullmótað taugakerfi og hjarta, einnig heila, fingur tær og neglur auk annarra líffæra, þó svo að þau séu ekki enn orðin fullþroskuð.

Ég hef séð fimm mánaða sprell lifandi fyrirbura á sjúkrahúsi, sem var reyndar svo lítill að hann gat legið í lófanum á lækninum og var auðvitað tengdur við slöngur. En ég gleymi því aldrei. Það fékk mig til þess að hætta að líta á fóstur á öllum stigum sem bara eitthvað fóstur. Ég get því ekki stutt við fóstur,,eyðingu" á þessu stigi meðgöngunnar. Mér finnst þetta afskaplega sorgleg aðför að lifandi einstaklingi.

Bryndís Böðvarsdóttir, 27.6.2008 kl. 21:30

4 Smámynd: Rósa Harðardóttir

Já þetta vakti hjá mér reiði. En því í ósköpunum var þetta ekki gert fyrr.

Rósa Harðardóttir, 27.6.2008 kl. 21:42

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það þýðir ekkert að segja EN afhverju var þetta ekki gert fyrr?  En-ið skilar engum svörum.  Staðan er svona núna og auðvitað á ekki að láta 11 ára gamal barn fæða barn. 

Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2008 kl. 21:49

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er skelfileg frétt, aumingja stúlkan. Að sjálfsgöðu á hún ekki að fæða barn svona ung.

Huld S. Ringsted, 27.6.2008 kl. 22:17

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég skil afstöðu þína Bryndís fyrir þig en ekki mig.

Ég skil ekki það líf sem á að halda í sem ekki er fullmótað, ekki velkomið, með mikil skyldleikatengsl og undir þessum kringumstæðum þar sem barn er að bera barn. ´Eg veit ekki hvort það er búið að eyðileggja stúlkuna líkamlega nú strax eða hvort hægt er að koma í veg fyrir það. Ég veit hins vegar að líkami kvenna sem er ekki fullvaxta og eignast barn staðnar í þroska eða stúlkur stækka ekki meir.

Rósa, það var ekki vitað um þetta fyrr - ekki óalgengt hjá frumbyrjum hvað þá börnum!

Gunnar ég er sammála þér.

Jenný og Huld, ég er sammála því að að það á alls ekki að láta stúlkubarnið fæða barn.

Ingibjörg, í þennan mátt reyna allir karlmenn að halda í sem hafa einhver völd!

Ólöf og Hallgerður, það er margt í nafni trúar og stundum finnst mér það vera vegna ofurtrúar á því sem trúin fæstvið eða bara einfelningsháttur, s.b. fagráð kirkjunnar sem fjallar um meint kynferðisafbrotamál innan kirkjunnar.

Edda Agnarsdóttir, 27.6.2008 kl. 23:58

8 identicon

Ég er sammála ykkur flestum að einhverju leyti. Það er hræðilegt, að litla stelpan hafi orðið fyrir þessu ofbeldi og síðan orðið ólétt í kjölfarið. Hún er of ung til að ganga með barn. Það HLJÓTA ALLIR að vera sammála um það. Ég trúi því líka að líf sé heilagt. Líka líf okkar sem nú þegar erum fædd. Mér finnst það vanvirðing við líf þessarar litlu 11 ára stelpu að láta hana ganga í gegnum þetta deginum lengur. Það er svo auðvelt að standa hjá og segja að þetta eða hitt eigi ekki að gera í kringumstæðum sem við höfum sjálf aldrei lent í. Held það sé ekki okkar að dæma. Vona að hún komist heil í gegnum þetta allt saman.

Þórhildur (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 01:18

9 identicon

Ég er ekki sammála um að hún sé of ung til að ganga með barn, það jú passar helvíti illa inní þessa fullkomnu fjölskyldumynd sem sumir hafa myndað sér en ef náttúra fær eitthverju ráðið er þetta fullkomlega eðlilegt. (Þeas. að ung stelpa geti gengið með barn).

En já, þetta er auðvitað nokkuð leiðinlegt. En það er engin ástæða fyrir því að missa sig yfir þessari fóstureyðingu, ekki nema þú sért trú/uð/aður, og ef svo er, þá tekur enginn mark á því hvort sem er :P .

Siggi (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 03:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband