Leita í fréttum mbl.is

Elliglöp

Þetta er ekkert undarlegt. Karlmenn hafa einfaldlega og eru á eftir í þroska. Eitthvað verður nú sagt núna!

En án gríns þá eru þetta merkilegar niðurstöður fyrir það hvað það er mikill munur á kynjunum eða 17% konum í óhag.

 Konur fá oftar hjartaáföll og hjartasjúkdóma en karlar á elliárunum og elliglöpin koma þá í ljós.

Þetta og meira til hjálpar til við að skilja betur foreldrana og sjálfan sig því tíminn líður hratt. 

Ég er ekki hissa á svona aðgerðum eins og greint er frá héreftir að hafa verið inni á sjúkrastofnunum í s.l. sex mánuði á öldrunardeildum vegna föður míns.


mbl.is Elliglöp algengari hjá konum en körlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nei bíddu karlmenn eru líklegri til að fá hjartaáföll og hjartasjúkdóma og deyja yfirleitt fyrr.  Konur eru yfirleitt líka frískari lengur en karlmenn enda eru elstu lifendur nær undantekningarlaust konur.

Er ekki ástæðan bara að konur eru oftar á lifi eftir 90 ár en karlmenn?

Man á heimilinu sem ég var, voru bara konur fyrir utan 3 karlmenn.   

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2008 kl. 11:33

2 identicon

Gæti þetta ekki tengst nýlegum rannsóknum sem sýna að meiri og aktívari notkun heilans í gegnum ævina vinnur gegn m.a. alzheimers. Konur sem eru í kringum nírætt núna eru mun líklegri en karlar á sama aldri til að hafa mikið unnið í mjög einhæfum og vanabindandi störfum sem sjaldnast eru örvandi fyrir heilann en krefjast samt nægrar einbeitingar til að koma í veg fyrir að fólk geti látið hugann reika og þannig örvað þetta líffæri. Þekki það sjálfur af að hafa unnið mjög einhæfa vinnu sem samt krafðist nægrar einbeitingar við nákvæmlega það sem ég var að gera til að maður var ekkert að hugsa um annað á meðan.

Eins er menntunarstig meðal karlmanna talsvert hærra á þessum aldri en meðal kvenna sem einnig hefur virkað verulega örvandi á heilann meðan konurnar voru kannski fastar í einhæfum störfum.

Nanna, niðurstöðurnar hafa ekkert með fjöldann að gera, þær sýna hlutfall annars vegar karla og hins vegar kvenna eftir nírætt sem þjást af elliglöpum.

Gulli (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:44

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hvað meinaru Gulli?  Einhæfum vanabundnum störfum.  Konur hafa hingað til séð um heimili og uppeldi á börnum.  Ekki gera lítið úr því.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2008 kl. 11:50

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já Katrín, þessi niðurstaða var ný fyrir mér af því leiti að samkvæmt ýmsum könnunum um langlífi hafa konur átt vinningin! En auðvitað er ekki verið að skekkja það með þessu heldur virðist þetta eingöngu benda til þess að að konur eru fleiri en karlmenn með þennan sjúkdóm á ákveðnu aldursskeiði.

Edda Agnarsdóttir, 3.7.2008 kl. 12:32

5 identicon

Sko þig Nanna, tókst að snúa út úr þessu hjá mér á örskotsstund! Hegðar þér eins og sannur fórnarlambafeministi!

Gulli (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:59

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Gulli geri það alls ekki.  Þetta var bara fáranlegt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2008 kl. 13:02

7 identicon

Fáranlegt segirðu? Hvort heldurðu að það að starfa sem kennari, framkvæmdastjóri eða verkfræðingur annars vegar eða þvottur, skúringar eða í fiskaðgerð hins vegar sé líklegra til að örva heilann? Annars vegar ertu með störf sem fyrst og fremst krefjast stöðugrar notkunar heilans við að leysa mismunandi vandamál og hins vegar með störf sem eru að mestu leyti líkamleg vinna en krefjast samt nægrar athygli til að fanga hugann við það sem verið er að gera. Heilinn er eins og önnur líffæri, hann þarf æfingu.

Þú ert auðvitað svo upptekin við að vera fórnarlambafeministi að þú heldur virkilega að ég sé að reyna að gera lítið úr konum með þessu, segja þær heimskar og þar fram eftir götunum. Slíkt segir auðvitað talsvert meira um þig sem einstakling en ég mun nokkurn tíma geta sagt um konur almennt.

Ég get alveg bætt við þetta, karlmenn sem væru um og í kringum nírætt núna og hafa unnið álíka einhæf störf og flestar konur unnu fyrr á tímum eru ólíklegir til að hafa náð níræðu einfaldlega vegna þess að slysahætta og sjúkdómar t.d. hjá námuverkamönnum, sjómönnum og slíkum störfum var þvílík að fáir urðu langlífir, sem síðan eykur hlutfall meira menntaðra karlmanna meðal þeirra sem ná níræðu.

Bara til að sýna fram á að þessi tengsl ERU til var birt rannsókn fyrir tæpu ári þar sem kemur fram að fólk sem talar bara eitt tungumál er meira en tvöfalt líklegra til að fá alzheimer en fólk sem talar tvö tungumál, enginn annar munur - bara tvö tungumál í staðinn fyrir eitt. Alzheimer er heilasjúkdómur, nákvæmlega eins og elliglöp, fjölbreyttari notkun heilans hjálpar til við að komast hjá alzheimer - eðlilegt að áætla að slíkt gæti hjálpað til við aðra heilasjúkdóma.

Gulli (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:29

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nei það sem er fáranlegt að þú tekur ekki uppeldishlutverkið inn í sem er engin hægðar leikur og mikil vinna.  Áður fyrr voru ekki stofnanir sem sáu um það eins og í dag.

Það er ekkert fórnalambshlutverk að sjá mikilvægi kvenna hér áður fyrr.  

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 3.7.2008 kl. 13:32

9 identicon

OK, þú ræður umræðunni, forsendunum og niðurstöðunum og ert augljóslega nokkuð lunkin við að lesa ekki það sem er skrifað heldur eingöngu það sem þér finnst að ég eigi að hafa verið að hugsa þegar ég skrifaði hlutina.

Ég er greinilega að rífast við rispaða plötu, læt því staðar numið hér.

Gulli (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:41

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Takið eftir einu konur sem hafa aflað sér æðri menntunnar eru síðri til að....................

Svo kannski er niðurstaðan þá sú,að konur þurfi minna að nota heila sinn en karlar.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.7.2008 kl. 12:26

11 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þetta er bara ekki rétt.  Fáranlegt að fullyrða svona.  Og það er heldur ekki rétt að einu konurnar sem hafa aflað sér æðri menntun voru síðri til.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.7.2008 kl. 12:44

12 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jú Úlfar, þar með er verið að segja okkur að konur í dag á þessu aldursskeiði eru minna menntaðar en karlar, en það þarf líka að skoða svona rannsóknir betur til að sjá hvernig þetta er rannsakað eða lagt fyrir.

Edda Agnarsdóttir, 4.7.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband