16.7.2008 | 15:17
...söknuður...
Sandra María og Fylkir sonur minn sem var verkstjórinn hennar í unglingavinnunni.
Fylkir flytur til Aarhus 7. ágúst og þá verður stutt á milli þeirra Vejle-Aarhus. Fylkir flytur með kærustu sinni Alexöndru og bróður hennar og hans kærustu.
Þau eru öll að fara í nám, Fylkir í sálfræði, Alexandra í markaðsfræði, Bróðir hennar í tækninám og svo man ég ekki hvað kærasta hans ætlar, hún er búin að læra svo margt.
Næst kemur mynd af Emilíönu systur Söndru, hún var hérna líka með annan fótinn í þær þrjár vikur sæm þær dvöldu hér á landi.
Þær eru báðar yndislegar og það var gott að hafa þær nálægt sér.
Það er fullt af fólki í fjölskyldu minni og fjölskyldu mannsins míns sem skoða bloggið mitt og finnst gaman af þessum myndbirtingum úr fjölskyldunni - en þau skrifa nánast aldrei í "athugasemdir eða gestabók" svo nú hvet ég þau til að gera það og koma með spurningar um hitt og þetta.
Að lokum er svo mynd af Alexöndru kærustu Fylkis frá því um jól með Magneu í fanginu.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Yndislegar myndir.
Ég get ekki orða bundist einn ganginn enn og minnst á hversu lík þér hún Sandra María er. Hún er eins og spýtt út úr annarri nösinni á ömmu sinni. Óvanlegt að sjá svona sláandi svip hjá "ömgum".
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.7.2008 kl. 15:25
Takk Jenný mín - hvað þýðir ömgum?
Edda Agnarsdóttir, 16.7.2008 kl. 16:47
Flott fjölskylda. Eru ömgur ekki mæðgur í öðru veldi?
Helga Magnúsdóttir, 16.7.2008 kl. 18:23
Það verður gott og gaman fyrir Söndru að hafa fleiri ættingja nálægt sér,
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.7.2008 kl. 20:10
svo er það ekki bara ættingjar sem hafa gaman af myndum, ég er myndasjúk....finnst ég kynnast fólki betur í gegnum myndir..
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.7.2008 kl. 20:12
lLklega er það svo Helga með ömgurnar! Takk fyrir kveðjuna.
Hún Sandra er samt svolítið fælin á allt það fólk sem tengist henni, hún vill hafa þröngan ramma í kringum sig vegna þess að hún hefur tengst svo mörgum fjölskyldum. Já það er voða gaman að skoða myndir af fólki sem tengist fólki sem maður er í tengslum við.
Edda Agnarsdóttir, 16.7.2008 kl. 20:23
Falleg fjölskylda ! bestu kveðjur til þín !
Sunna Dóra Möller, 16.7.2008 kl. 22:06
Ömgur eru örugglega amma og barnabarn, sniðugt orð hjá Jenný, fallegt fólkið þitt og erfitt að horfa á eftir þeim tíl útlanda, en þau eru að gera það sem þau langar og koma aftur þannig að meður getur glaðst yfir því.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 22:24
Þú átt yndislega fjölskyldu Edda mín. Það er frábært fyrir ættingjana að geta skoðað myndir af sínum nánustu á netinu. Ég veit ekki hvernig ég hefði farið ef börnin mín og barnabarnið væru ekki með myndir og fleira af ungunum sínum á barnaland.is.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 17.7.2008 kl. 16:49
Legg til að hér verði stofnað einskonar nýyrðablogg. Ömgur er flott orð. Við mæðgurnar og þegar þriðji ættliðurnn bætist við þá ömgur. Frábært!
´Hún Sandra María er bara nákvæmlega eins og ég ímynda mér að þú hafir litið út fyrir ca þrjátíu til fjörutíu árum. Dúllubínur
Ingibjörg Friðriksdóttir, 17.7.2008 kl. 23:30
Í fyrsta lagi - algjörlega frábær nýja myndin af þér og í öðru lagi styð ég nýyrðið hennar Hrannar "ömgur" - einstaklega vel orðað!!
Edda (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 00:00
Falleg börn og falleg ertu á nýju myndinni í höfundarglugganum, skvís.
Heiða Þórðar, 18.7.2008 kl. 01:15
Flott nýja myndin af þér. Allt mjög fallegt fólkið þitt og þú frábær myndasmiður.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:39
Þetta eru yndislegar myndir
Kolgrima, 19.7.2008 kl. 06:44
Takk öll sömul fyrir innlitið og kveðjurnar - þið eruð æðisleg!
Edda Agnarsdóttir, 19.7.2008 kl. 10:38
Edda mín. Rosalega góð nýja myndin. Þú lítur sko EKKI út fyrir að vera amma.
Anna Einarsdóttir, 20.7.2008 kl. 14:05
Já Anna þakka þér fyrir - sérðu ekki að ég er að herma eftir þér!
Edda Agnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.