19.7.2008 | 19:59
Bloggvinir
Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið léttskýjað í dag, þvílík veðursæld!
Ég hef verið með annan fótinn úti í porti að sóla mig og drekka kaffi og íste ásamt því að eiga góð símtöl við tvær bloggvinkonur.
Eins og margir vita eru bloggarar margir hverjir með hokið bak af reynslu lífsins og ekki er það verra að geta sótt í reynslubrunn þeirra með ráðgjöf og hlustun. Það eru ekki allir sem kunna að hlusta og þess vegna er mikilvægt fyrir alla sem lenda í hrakföllum að geta leitað til þeirra sem kunna þessa list.Ó sei sei nei nei - margir bloggarar eru duglegir að hittast og hef ég hitt t.d. u.þ.b. helming af mínum bloggvinum og fyrir vikið á ég annarskonar samband við þá en aðra sem ég hef ekki hitt.
Hrafnhildur (Krumma) er ein af þessum bloggvinum mínum sem ég hef hitt og hefur mikla og jákvæða áru og jafnvel gamla. Hún gæti verið dóttir mín vegna aldursins og hún gæti verið mamma mín vegna þessara sterku og þroskuðu áru.
Hún er yndisleg kona með hugann og starfsandann þar sem ég vildi helst vera - það er myndlistin.
Í dag átti ég gott símtal við Jennýju Önnu, hún er sú bloggvinkona mín sem ég þekkti áður en ég byrjaði að blogga. Við erum svokallaðir unglingavinir, áttum heima í sama hverfi og vorum yfirleitt þrjár til fjórar saman þegar við hittumst. En við höfum ekkert samneyti haft frá unglingsárunum og ekki vitað neitt af hvor annari fyrr en stuttu fyrir blogg.
Sömuleiðis átti ég líka langt og gott símtal við Kolgrímu sem hefur ekki bloggað lengi og þar bar hæst á góma fjölskylduleyndarmálin okkar beggja. ekki laust við að það hafi komið smá öfundarvottur yfir því að ein af okkar eðalbloggvinkonum getur svo til átakalaust skrifað um litla rasistann.
Allar eigum við leyndarmál og erum í misgóðri eða vondri aðstöðu til að opinbera þau en því miður þá verður að opinbera sum af þeim!
Léttskýjað í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen
Athugasemdir
Takk fyrir falleg orð Edda mín...nú svo er ég alltaf til í spjall.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.7.2008 kl. 20:04
Gaman að heyra þig hrósa þessum konum, þekki samt ekki til Kolgrímu. ég heyri að þú lýsir þeim alveg eins og ég hef séð þær fyrir mér huglægt. Hlakka til að fá að hitta ykkur allar einn góðan veðurdag. Gangi þér vel og hafðu það gott elskuleg
Ásdís Sigurðardóttir, 19.7.2008 kl. 20:27
Takk fyrir mig elsku Edda við tölum saman í næstu viku, nú eða fyrr
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2008 kl. 21:04
Vinur þinn er þér allt. Hann er akur sálarinnar, þar sem samúð þinni er sáð og gleði þín uppskorin. Hann er brauð þitt og arineldur. Þú kemur til hans svangur og í leit að friði. Þegar vinur þinn talar, þá andmælir þú hinum óttalaust, eða ert honum samþykkur af heilum hug. Og þegar hann þegir, skiljið þið hvor annan. Því í þögulli vináttu verða allar hugsanir, allar langanir og allar vonir ykkar til, og þeirra er notið í gleði, sem krefst einskis. (Gibran)
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.7.2008 kl. 21:42
Það eru nokkuð margir að blogga um bloggið og bloggvinina um Þessar mundir. (Skrýtið hvernig samvirknin vinnur stundum ómeðvitað) Það sýnist sitt hverjum, sumir ógurlega neikvæðir og aðrir bara í að dreifa sólargeislunum. Allir eru samt að reyna að skilgreina þetta nýja og spennandi vináttuform og taka þannig þátt í að móta netheiminn. -
Ég er fyrir mitt leiti afar ánægður með flest samskipti mín við bloggvini og bloggara almennt þótt ég þekki ekki nema brot af þeim persónulega. Mér finnst blog.is vera eins og samfélag þar sem mikið ber á sumum, minna á öðrum sem samfélagið gæti samt illa verið án. Það er næstum því eins og fólk "deyi" ef það hættir að blogga og ef einhver er latur, byrjar maður að hafa áhyggjur. Svolítið fyndið allt saman :)
Svanur Gísli Þorkelsson, 19.7.2008 kl. 22:59
Takk fyrir gott spjall!
Kolgrima, 20.7.2008 kl. 03:42
Ég held að engin af mínum vinum sé eitthvað aktívur bloggari. Allir svona hálf daufir í dálkin þegar kemur af bloggfærslu þetta sumarið. En það koma tímar koma ráð með "lækkandi sól og snjó í haga"
Brynjar Jóhannsson, 20.7.2008 kl. 08:57
Elsku þið öll, takk kærlega fyrir innlitið - þið eruð best!
Edda Agnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 12:53
Ég hef grátið það að vera of langt í burtu til að mæta í blogginkonusamsætin sem mér hefur verið boðið í en ég trúi að það sé ekki öll nótt úti enn og brosi breitt við tilhugsunina um gott kaffispjall í góða (blogg)vina hópi
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 14:34
Ég væri sko til í bloggvinahitting, þetta er allt svo frábært fólk. Ég þekki bara eina blogvinkonu persónulega.
Helga Magnúsdóttir, 20.7.2008 kl. 14:50
Stelpur mínar við drífum bara í þessu bráðlega!
Edda Agnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 14:58
Sjálfsagt að njóta veðurblíðuna þegar hún gefst. Það reyni ég að gera og hef þá gjarnan með mér lesmál sem ég glugga í milli þess að góna út í bláinn.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.7.2008 kl. 17:32
Alveg væri ég til í að hitta bloggvini mína. Það væri sko ekki leiðinlegt að geta tengt bæði andlit og rödd við nöfnin.
Knús á þig Edda mín og ég vona að þér líði betur.
Tína, 21.7.2008 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.