Leita í fréttum mbl.is

Nú er mér nóg boðið

 Forstjóri Barnaverndarstofu Bragi Guðbrandsson telur Héraðsdóm Norðurlands senda hörmuleg skilaboð út í samfélagið en Hildigunnur Hafsteinsdóttir lögfræðingur er sammála dómnum á þeim forsendum að íslensku lögin séu loðin þrátt fyrir að dómurinn sé á skjön við mannréttindasamninga og samþykktir Evrópuráðsins.

"„Foreldrar þurfa að hafa ákveðið svigrúm,“ segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir sem nýverið skrifaði meistararitgerð í lögfræði við Háskóla Íslands. Bar ritgerðin heitið Líkamlegt ofbeldi gegn börnum. Hildigunnur er sammála niðurstöðu héraðsdóms og segir íslensk lagaákvæði óskýr. „Í Svíþjóð eru miklu afdráttarlausara lagaákvæði. Þar bara má ekki leggja hendur á börn, það má ekki refsa þeim líkamlega.“ útskýrir Hildigunnur."

Þurfa foreldrar að hafa svigrúm til lemja börnin sín?

Hvað í fjandanum er þetta með Íslendininga og barsmíðar?

Hvar á eiginlega að byrja ef ekki stopp á líkamsmeiðingar á börnum?

Ég veit að foreldrar margir hverjir lömdu börn sín þegar ég var að vaxa úr grasi og mín kynslóð líka, en örugglega  í minna mæli. En nú þarf að fara taka til á hinu háa Alþingi og kippa þessu í liðinn,

BANNAÐ AÐ LEGGJA HENDUR Á BÖRN


mbl.is Er í lagi að refsa börnum líkamlega?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldrei var ég lamin í uppvexti held að foreldrar mínir hafi ekki trúað á slíkar aðfarir, en það var talað til mín á skiljanlegu máli og þannig lærði maður muninn á réttu og röngu. Ég var nú samt ekki sú rólegasta á heimilinu, uppátækjasöm og það allt. Ég lagði ekki heldur hendur á börnin mín, utan einu sinni að ég reyndi að rassskella annan strákinn, það tókst ekki því höndin hlýddi ekki og því var ég fegin.  Vonandi verða sett réttlát lög sem fyrst og helst í gær.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 20:45

2 identicon

Sem foreldri sjálfur get ég fullyrt að þeir foreldrar sem leita til ofbeldis til að aga börnin sín eru aumingjar, sem og allir sem beita börn ofbeldi. Þeir sem styðja slíkt ofbeldi, eða þora ekki að taka á því líkt og í þessu tilfelli, eru þar að auki heiglar og hugleysingjar.

Jón Flón (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ný og skýr lög, takk fyrir. - "Það er bannað að leggja hendur á börn, það má ekki refsa börnum líkamlega".  - Kristaltær lög. - Sem ekki geta sent misvísandi skilaboð hvorki til Foreldra né barna. - Punktur. -

Það er alveg fáránlegt að þetta skuli enn ekki vera skýrt í lögum. 

Ég er alveg sammála Braga Guðbrandssyni Forstjóra Barnaverndarstofu að svona dómur sendir misvísandi skilaboð til foreldra og forráðaanna barna.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.8.2008 kl. 20:59

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jón, mér finnst þú ekkert flón.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2008 kl. 20:59

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég kem af fjöllum, ég hef alltaf túlkað barnalögin svo að ofbeldi væri út úr myndinni eins og í Svíþjóð.  Ég segi eins og þú Edda, hvað er þetta með börn og ofbeldi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2008 kl. 21:56

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Leyfði mér að linka á færsluna þína.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.8.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný segi það sama, ég kem af fjöllum. Gott hjá þér að linka á þetta.

Lilja Guðrún, það er nú einmitt málið, lögin virðast og eru sennilega ekki kristaltær eins og þú segir - það þarf að skoða þetta betur!

Jón Flón, ég er sammála þér.

Ásdís, það eru akkúrat samskiptin, tala við börnin sem skiptir máli.

Edda Agnarsdóttir, 16.8.2008 kl. 22:34

8 identicon

Eftir að hafa lesið megnið af þessu liggur alveg ljóst fyrir að ákærði (og jafnvel móðirin líka?) hefur haft einhverja kynferðislega ánægju af þessu, þótt svo að þessir "leikir" hafi ekki farið lengra.

Ég verð að viðurkenna að ég fæ allt aðra sýn á málið eftir að hafa lesið þetta. Hallast meira að því að þarna sé klárt kynferðisbrot á ferðinni, fremur en líkamsmeiðingar. Það er lítur líka út fyrir að móðirin gangi ekki heldur heil til skógar.

Maður spyr sig jafnvel hvort faðir barnanna ætti ekki hreinlega að fara fram á að móðirin fái bara alls ekki að hitta börnin? Það hlýtur jú að vera einhver góð og gild ástæða fyrir því að hann sé með forræði. 

Jón Flón (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 01:42

9 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hólmar, takk fyrir þitt innlegg, ég get ekki séð að konan sé eitthvað verr sett í þessu máli en ákærði og byggi ég það á vitnisburði vinkonu konunnar og systur. En vel má vera að einhver siðblinda sé á ferðinni, en í það minnsta töluverð meiri hjá ákærða.

Jón, ég er nokkurnvegin sammála. Takk fyrir.

Edda Agnarsdóttir, 17.8.2008 kl. 02:14

10 Smámynd: Tína

Ég var mikið lamin sem barn og það sker mig í hjartað að vita hvernig farið er með allt of mikið af börnum. Því miður er ég ansi hrædd um að það sé mikið meira um þetta en okkur grunar.

Knús á þig elskuleg og njóttu nú helgarinnar.

Tína, 17.8.2008 kl. 09:53

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Úps Tína mín, já það er margt sem við upplifum og viljum breyta, ég hef heldur ekki farið varhluta af barsmíðum.

Edda Agnarsdóttir, 17.8.2008 kl. 10:11

12 identicon

Ef lögin eru ekki nógu skýr þá þar að laga þau strax.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 12:06

13 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Tímabært að fjalla um þessa hluti af okkar samfélagi og ég vil þakka þér fyrir Edda að byrja þessar umræður.

Ég var aldrei laminn sem barn og ég hef heldur aldrei lagt hendur á mín börn, með þeirri undantekningu þó að eitt sinn varð ég að slást við son minn til að hindra að hann færi að aka undir áhrifum áfengis en hann var reyndar orðin 18 ára þá.  Ég tek svo undir með þeim sem hér hafa skrifað;

        ÞAÐ Á ALDREI AÐ LEGGJA HENDUR Á BÖRN

Jakob Falur Kristinsson, 19.8.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband