Leita í fréttum mbl.is

Hvernig ætli íslenskir kennarar séu í sögunni?

Þetta kemur mér ekki á óvart. Ekki hef ég haldið þessari sögu að þremur sonum mínum sem eru á aldrinum 20 til 28 ára.

Þegar ég flutti til Danmerkur 1982 og fór strax að bera á sjónvarpsefni þæði heimildum og bíómyndum um stríðið og ekki síst helförina. Nú átti að festa þetta ærlega í minni fólks. Sjónvarpsmyndir sem búnar voru til af Gyðingum sem virðast kunna vel að koma áróðri og upplýsingatæknin mikil enda peningar allsráðandi hjá þeim þótt öll þessi hörmung hafi gengið yfir þá.

Á þessum tíma náði þetta hámarki í DK þega 40 ár voru liðin frá stríðslokum eða 1985 og þávar ég búin að fá upp í kok af öllu sem heitir Nasisti og Gyðingur.

Ég hreinlega orkaði ekki að taka meira innog varð bara stúm og depurðin helltist yfir mann. Ég hef ekki horft á bíómynd um þetta efni síðan. Það er líka hægt að ofgera og eyðleggja móttakarann í fólki.

Því er ég ekki hissa á að Svíar eru langt úti á túni í þessari sögu og væri ekki hissa á því að við værum á svipuðu róli, nema þá helst fyrir það að við tókum afstöðu en ekki Svíar.


mbl.is Sænskir kennarar illa upplýstir um helförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert. Ég held að þorri landsmanna sé nokkuð vel að sér í sögu. Ótakmarkaður áhugi þeirra á spurningakeppnum ýmiskonar hlýtur að spila þar inn í og bendi ég t.d. á Útsvar sem var í sjónvarpinu síðasta vetur. Þar voru spurningar af ýmsum toga, skemmtilegur þáttur.

Kv. Elma

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 13:26

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svíar tóku heldur betur afstöðu þó með óbeinum hætti væri, þeir leyfðu Þjóðverjum að nota járnbrautirnar til að flytja stríðstól yfir til Noregs og Danmörku og gott ef þeir seldu þeim ekki stál.

Jájá.  Þannig að það er afneitun í gangi hjá sænskum kennurum held ég bara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 15:46

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Jenný, hefur ekki verið talað um það einmitt að Svæiar hafi framleitt stríðsvopnin sem notuð voru víða í Evrópu. Þá er nú kannski ekki skrýtið að þeir haldi sögunni af Helförinni ekki á lofti!

Elma, já það má vel vera, en ég held samt að það sé komið kynslóðagat, það er mín tilfinning.

Edda Agnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 16:07

4 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt og hafðu það ljúft Elskuleg

Brynja skordal, 20.8.2008 kl. 16:56

5 identicon

 

 

Vil benda Eddu Agnarsdóttur og öðrum sem skrifa hér á eftirfarandi:

 

1997 gav ” Forum för levande historia” út bók eða hefti sem dreift var til allra ungmenna í 7/8 bekk.í Svíþjóð. Þetta var gert fyrir tilstilli Göran Perssons forsætisráðherra, en hann hafði áður verið menntamálaráðherra. Bókin heitir ” Om detta må ni berätta” og lýsir ýtarlega í máli og myndum útrýmingu og fjöldamorðum á Gyðingum í ógnartíð nasista.  

Mín skoðun er að ekki væri vanþörf á svipuðu framtaki í íslenzkum skólum. Ég álít  að sögukunnátta Íslendinga sé mjög ábótavant.

Nú í vor kom ”Forum för levande historia” með nýja upplýsingaherferð sem fjallar um glæpi  kommúnistaríkja gegn mannkyni: fyrst og fremst Sovétríkin, Kambodía og Kína. Farandsýningar eru í gangi síðan í vor og efni er tiltækilegt hjá

 www.levandehistoria.se

 

S.H. (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 17:47

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Ég get alveg verið sammála þessu S.H. Ég held að það séu komnar gloppur og óþægileg göt í sögukennsluna hér. Ég hef orðið þess áskynja að athyglinni hefur verið beint á þær aðstæður sem sköpuðust hér á landi í tengslum við stríðið.

Edda Agnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 17:58

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

"Sögulausa kynslóðin" er nokkuð sem hvarflar stundum að manni þegar unga fjölmiðlafólkið er að tjá sig ..., veit ekki með kennarana þó.

Marta B Helgadóttir, 20.8.2008 kl. 23:13

8 identicon

Vil bara aðeins leggja útaf því um þetta með afstöðu og ekki afstöðu. Tóku Íslendingar einhverja afstöðu í stríðinu? Reyndu þeir ekki einsog öll önnur hlutlaus lönd að halda sér utan við stríðið. Af hverju mótmælti íslenska ríkisstjórnin hernámi Breta 1940. Bendir það til þess að Ísland hafi talist til Bandamanna á þeim tíma?

Og varðandi Svíana þá tóku þeir einga afstöðu með Þjóðverjum. Þeir létu undan ákveðnum kröfum Þjóðverja um flutninga gegnum landið til þess að afstýra því að Nasistar hertækju Svíþjóð. Hver hefði grætt á því að Svíþjóð hefði líka verið hernumið? Alla vega ekki Norðmenn. Ég sá nýlega norska mynd um andspyrnuhreyfinguna þar og ein andspyrnukonan sem talað var við sagði: "Ég þakka guði fyrir að Svíþjóð var ekki líka hernumið. Hvert hefðum við þá átt að flýja þegar í harðbakkan sló"?

Ég held við Íslendingar getum ekki hælt okkur neitt voðalega mikið fyrir framgöngu okkar í sambandi við seinni heimstyrjöldina. Á fjórða áratugnum köstuðum við gyðingum miskunnarlaust úr landi og hefðu þeir lent beint í fangabúðum Nasista ef Danir hefðu ekki sýnt þann manndóm sem okkur skorti með því að veita þeim hæli.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:24

9 identicon

Og bara að bæta því við Jenny að Þjóðverjar fluttu ekki nein stríðstól til Danmerkur gegnum Svíþjóð enda væri það fáránleg krókaleið þar sem landamæri Danmerkur og Þýskalands liggja saman.

Og engin stríðstól voru flutt gegnum Svíþjóð við innrásina í Noreg. Umtalaðir járnbrautarflutningar gegnum Svíþjóð fóru fram eftir að Noregur var hernuminn og þá var aðallega um að ræða þegar verið var að skipta um hermenn.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:58

10 identicon

Og enn verð ég að bæta við Edda að það getur vel verið að það sé  " talað um það einmitt að Svæiar hafi framleitt stríðsvopnin sem notuð voru víða í Evrópu. " Það er hins vegar ekki rétt. Svíar seldu engin vopn til þeirra sem voru í stríði, hvorki Þjóðverjum né Bandamönnum.

Hins vegar seldu þeir stál til Þýskalands og kúlulegur bæði til þeirra og Breta og er það kannske umdeilanlegt hversu heiðarlegt það var. En það er líka til önnur þjóð í norðri sem græddi vel á stríðinu og seldi fiskinn til hæstbjóðanda í Englandi og enginn afsláttur gefinn.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:51

11 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir þennan fróðleik Jón Bragi.

Edda Agnarsdóttir, 1.9.2008 kl. 22:08

12 identicon

Takk sömuleiðis fyrir góða síðu. Ég er orðinn svo mikill Svíi að ég er farinn að taka upp hanskann fyrir þá. Ekki það, vopnaframleiðsla þeirra í dag og ýmislegt annað er kannske ekki alveg til fyrirmyndar.

Habbðu það gott

Jón Bragi (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband