Leita í fréttum mbl.is

Auðveldara er að vísa mönnum burt eða senda þá heim í skjóli okkar eigin vandamála

Það hefur vantað alla hefð og reisn hér á landi til að takast á við hælisleitendur sem hingað koma og upplýsingar og fréttir af þessu fólki hefur oftar verið uppfullar af tortryggni heldur en skipulögðu rannsóknarferli sem er jafnframt upplýst fyrir almenningi.

Að meðhöndla fólk sem leita hælis eins og glæpamenn er það sem situr eftir í minni almennings þegar upp er staðið. Nú er tækifærið að láta hælisleitendur finna til tevatnsins af því að "aumingja" Íslendingar eiga svo bágt núna!


mbl.is Vill frekar deyja en snúa aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Ég er sammála þér Edda.  Þetta er sorglegt.  Hann er búinn að bíða hérna í 4 ár.  Ég skoðaði þessa frétt fyrr í dag og þegar ég las í augun á honum, því augu manna eru einsog dagblöð sálar þeirra, þá skynjaði ég einsemd og að hann var fangi.  Hvaða glæp hefur þessi maður framið, svo hann þurfi að dúsa þarna í 4 ár, áður en glæpurinn sannast á hann.  Ég skil að málið þurfi ákveðna tímabundna málsmeðferð, en þetta á ekki nokkur maður skilið.

Máni Ragnar Svansson, 18.11.2008 kl. 01:35

2 identicon

Er maðurinn ekki bara að gjalda fyrir þjóðerni sitt? Eitthvað sem við vælum nú sjálf yfir.

Þjóðerni hans er í raun bara rök fyrir því að leyda honum að vera hérna enda vilja stjórnvöld í Íran láta hann hverfa.

Geiri (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 04:09

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.  Nú er ég hrædd um að útlendingaandúð eigi eftir að aukast eins og gerist oft í samdrætti.

Ekki að hún hafi ekki verið ærin í góðærinu.

Takk fyrir að taka þetta upp.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Finnst ótækt að mál hælisleitenda taki allan þennan tíma. Ég er hins vegar á þeirri skoðun og hef ekki farið leynt með hana, að það er alltof vægt tekið á þeim sem koma hingað á fölskum forsendum. Ég held að hælisleitendur, því miður, þurfi oft að gjalda fyrir þá  afbrotamenn sem hingað koma.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.11.2008 kl. 12:36

5 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ég skil það ekki heldur.  En það er ekkert skrýtið, því ég skil ekki baun þessa dagana.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 18.11.2008 kl. 19:13

6 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Útlendingahatur geisar alltaf þegar að sverfur. Það verður að kenna einhverjum um. En skyldum við allt í einu vilja störfin þeirra sem við vorum of fín með okkur til að vinna áður?

Helga Magnúsdóttir, 18.11.2008 kl. 20:48

7 Smámynd: Kolgrima

Ef Íslendingar ættu nokkurn tíma að skilja hvernig það er að vera stimplaður vegna þjóðernis, þá er það nú. Vonandi verður það til þess að auka skilning á aðstæðum fólks -  en það er allt svo klikkað þessa dagana að það verður sjálfsagt bið á því.

Þetta er bara hræðilega sorglegt.

Kolgrima, 18.11.2008 kl. 22:03

8 Smámynd: Tína

Þetta er með þeim sorgmæddustu augum sem ég hef séð og eru þau uppfull af vonleysi en jafnframt er ljóst að þessi maður er búin að taka sína ákvörðun. Hann hefur greinilega engu að tapa að hans mati. Vonandi finnst nú farsæl lausn á hans máli. Úffff hvað mig verkjaði í hjartað.

Knús á þig elskan mín

Tína, 25.11.2008 kl. 08:18

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 25.11.2008 kl. 08:58

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband