Leita í fréttum mbl.is

Leggið peninga á borðið og labbið út

Það er hægt að styrkja Björgunarsveitirnar í landinu með því að afhenda peninginn og labba út. Hvernig væri að eiga hljóðlátt Gamlárskvöld og mótmæla ástandinu í þjóðfélaginu í hljóði?

Það er ekki þannig að ég hugsi ekki um smáfólkið, þau geta fengið eitthvað fyrir sig. Annars ætti bara að vera flugeldasýning á Gamlárskvöldi eins og á menningarnótt og í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Nýjar hugmyndir að fjársöfnun fyrir björgunarsveitirnar og virkja fólkið til hjálpar!

Bíddu, hvernig ætli þær hafi ávaxtað peningana sína?

Ég er alveg sammála Jóni Magnússyni f.v. formanni Neytendasamtakanna það sem haft er eftir honum hér: http://visir.is/article/20081228/FRETTIR01/394449519


mbl.is Drekka minna - skjóta meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir brjálaðir út í Jón,en hann er bara heiðarlegur,þó það kom  við einhverja.Mér leiðist að sjá raketturusl í görðum fram að vori.Kaupi frekar geisladisk af þeim ef væri í boði .Á nokkra styrktardiska (krossgötur,geðhjálp ...)skárri styrktaraðgerð.

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 14:44

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sammála. Ein flugeldasýning á ári í hverju sveitarfélagi. Þær eru þegar orðnar nokkrar hefðbundnar, Menningarnótt, Neistaflug, Þjóðhátíð í Eyjum og fleiri og fleiri. Stjörnuljós fyrir þau yngstu og virkja unga fólkið í ungliðahreyfingu björgunarsveitanna eða RKÍ.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.12.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég hef engan sérstakan áhuga á rakettum...væri alveg sama þó þeim væri sleppt.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 29.12.2008 kl. 15:55

4 identicon

Sá er vandfundinn hér á landi sem hefur ekki á einhvern hátt notið aðstoðar hjálparsveitanna og þess sjálfboðaliðastarfs sem þar er unnið og þetta er þeirra lang mikilvægasta fjáröflunarleið, ekki borgar ríkiskassinn þennan kostnað. Ég hvet alla til að sprengja sem allra mest þessi áramót.

baddi (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 19:09

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég myndi ekki syrgja hljóðlát áramót.

En hjálparsveitirnar vinna bráðnauðsynlega vinnu og eiga auðvitað að vera styrktar af samneyslufé.

Þangað til þá hvet ég fólk til að kaupa sem mest af sprengiefni.

Nú eða gera eins og þú stingur upp á, fara bara með peninginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.12.2008 kl. 08:28

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Baddi: þetta snýst ekki um peninga fyrir sveitirnar heldur minnka sprengjuæði Íslendinga og vera örlítið kúltíveruð!

Sveitirnar mega finna sér annan vettvang til söfnunar.

Edda Agnarsdóttir, 30.12.2008 kl. 18:41

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég skil vel þína afstöðu og er  þér innilega sammála. - En þar sem björgunarsveitirnar voru búnar að kaupa birgðir inn osfrv. þetta árið þá bakkaði ég með þá hugmynd að skora á fólk að kaupa ekki flugeldar þetta árið því undanfarin ár finnst mér þessar sprengingar og læti hafa farið algerlega úr böndunum, fyrir utan alla þá slysahættu sem þetta sprengjuæði veldur, og þann óbætta skaða sem það hefur valdið. -

Því styð ég þá hugmynd þína Edda, að hafa góða flugeldasýningu á einum stað, í hverjum bæ á gamlárskvöld, og í mesta lagi stjörnuljós fyrir börn, og fullorðin börn, ef þurfa þykir. 

Og finna svo aðra fjáröflunarleið fyrir björgunarsveitir landsins, til að afla sér tekna. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.12.2008 kl. 21:51

8 Smámynd: Tína

Ég er þér hjartanlega sammála Edda mín með að hvert sveitafélag fyrir sig haldi eina góða sýningu. Gott væri ef fólk færi og leggði bara peningana á borðið, en þú veist eins vel og ég að svo yrði ekki raunin. Það er ástæða fyrir því að þetta sé langstærsta fjáröflunarleið björgunarsveitanna. Persónulega væri ég til í að losna við þessar sprengingar sem byrja alltaf nokkrum dögum fyrir áramót, ruslið í görðum og götum frameftir öllu svo ekki sé nú talað um slysin sem verða. Dýrin verða snælduvitlaus af hræðslu og svona mætti lengi telja. En ég verð að sætta mig við þetta, því ég veit að annars yrði talsvert minna um styrki fyrir björgunarsveitirnar.

Skjáumst svo hressar á nýju bloggári

Tína, 31.12.2008 kl. 09:38

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Við eigum að vera með björgunarsveitirnar okkar á fjárlögum.  Þetta er alveg fráleitt að þeir þurfi að vera að safna fé til að bjarga misgáfuðum fjallaferðalöngum með söfnunarfé af þessu tagi.

Ef við göngum í ESB, þá verður þessarri fáránlegu hefð sjálfhætt.

Ég þoli ekki að vera að hrökkva upp á öllum tímum sólarhringsins síðustu og fyrstu daga ársins.

 Heil þér Edda mín og megir þú njóta friðar á árinum sem var að hefjast.  Vonandi hittumst við áður en langt líður.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.1.2009 kl. 17:12

10 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ætlaði auðvitað að segja HEILL þér og forseta vorum!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 2.1.2009 kl. 17:13

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta hljómar hérumbil eins og "Upp með hendur, niður með brækur" Edda mín. Maður leggur náttúrulega barasta ekki peninginn á borðið og labbar svo bara út! Sem forfallinn "áramótasprengjuvargur" er ég ekki sammála hljóðlátum áramótum, en virði skoðun þeirra sem vilja aðeins minni hávaða. Lausnin.: Tónlist í spilarann, heyrnartæki á hausinn, draga fyrir alla glugga. Þetta tekur ekki nema klukkustund af árinu, svona að mestu leyti. Síðan heyrist ekki í manni alla hina 364 dagana og 23 klukkustundirnar

Halldór Egill Guðnason, 2.1.2009 kl. 21:25

12 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já og síðbúnar jóla og áramótakveðjur héðan að sunnan uppá Skaga. Megi 2009 verða þér og þínum "hljóðlátt" og gott, alveg fram til klukkan 2300 þann 31.desember.

Halldór Egill Guðnason, 2.1.2009 kl. 21:28

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Góð tillaga.

Gleðilegt ár takk fyrir bloggið á árinu.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 7.1.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband