Leita í fréttum mbl.is

Þetta er erfitt

Auðvitað veit ég að maður kemur í manns stað - en sé engan sem sem mig langar virkilega að hafa í staðin fyrir Ingibjörgu!

 Kannski Dag, veit það ekki, Jóhanna er góð, en hún hefur sagt að hún sækist ekki eftir formanninum. Mig langar að hafa konu fyrir formann og ég gæti hugsað mér Steinunni Valdísi hún er yndi.

Hvað með Steinunni og Dag?

Ég sé mikið eftir Ingibjörgu en þetta er líka gott, ástandið er flókið, hún er einn af blórabögglum bankahrunsins og krafan er frekar fersleiki en reynsla. 

Múgurinn er með ofvirkni sem þýðir að það er ekki hægt að slaka á og líta til baka - það á allt að gerast strax, svona er Ísland í dag.


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ertu nokkuð að meina Steinunni ´Valdísi?  Ég mun hvorki kjósa hana nér Ástu Ragnheiði í prófkjörinu.

Hvað með Stefán Jón? Við viljum hvort eð er ekki hafa ráðherra inn á þingi, svo ég tel að Stefán Jón og Dagur komi sterkt til greina.

Ég er ágætlega sátt við að fá karl í formanninn og svo kemur ISG vonandi sterk inn eftir fjögur ár.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.3.2009 kl. 19:37

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Æ ég var búin að gleyma því hvað þú ert veik fyrir karlmönnum.

 Ég elska þessar tvær konur sem þú nefnir svo það er best að ræða það ekki meir við þig.

E-e-n mér finnst eftir að hafa hugsað núna í yfir 100 mínútur að Jóhanna verði að taka við flokknum - henni ber að vera formaður þangað til næst! Ég vil fá hana og engan annan NÚNA!

Edda Agnarsdóttir, 8.3.2009 kl. 19:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki sammála Edda, ISG er enginn blóraböggull hún er með í ábyrgðinni og tók fullan þátt í eftirleiknum eftir hrunið.

Það er kominn tími á nýtt fólk í þeim flokkum sem komið hafa að þessum málum.

Samfylkingin er þar líka á blaði þó vissulega sé hún eins og saklaust ungabarn við hlið íhalds og Framsóknar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2009 kl. 21:53

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það er aldeilis hiti í ykkur stelpur.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 9.3.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband