Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
30.11.2007 | 17:29
Þjóðsöngur/partý og Gurrý Har! Það má heldur ekki gleyma Sigrúnu Ósk.
Það var ekki vanþörf á! Loksins á maður að geta sungið þjóðsönginn og farið að syngja hann með börnunum í skólanum.
Ég er annars farin í kennarasamkvæmi, aldrei að vita nema maður taki þjóðsönginn í lokin !
Búin að dekka upp og skreyta.
Í kvöld verður Akranes í Útsvari að etja kappi við Gaflarana og engin önnur en Gurrý Har ofurbloggari er einn fulltrúi Skagans ásamt Sigrúnu Ósk sem var einu sinni í varpinu með Villa naglbíti með unglingaþátt eða bara fyrir alla. Mig minnir að hann hafi heitið AT.
Góða skemmtun öll sömul - ég er samt efins um vinninginn!
Ný útgáfa þjóðsöngsins gefin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.11.2007 | 18:05
Ný tölva - jibbý!
'Ég er komin með nýja tölvu! Það var gleðistund í dag þegar framkvæmdastjóri Tölvuþjónustu Vesturlands hringdi í mig og sagði að ég gæti sótt aðra tölvu og nú er ég byrjuð að blogga í henni!
Ég er ekkert smá ánægð - þetta er gleðidagur og ég vona að ég eigi aldrei aftur eftir að lenda í svona leiðindum. Takk fyrir allt peppið kæru bloggvinir, ég er ekki að ljúga, það hjálpaði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
26.11.2007 | 20:37
Ég er leið yfir því að standa í þessu veseni með tölvuna mína , ég fékk hana fyrir tæpu ári og hún hefur aldrei verið alminnileg.
Hvað á maður þá að gera?
Nú er ég í tölvu sonar míns sem er sama tegund og hefur alltaf verið í lagi frá því hann fékk hana, en ég verð að segja að ég varð ekki par hrifin þegar hann fjárfesti í sinni eftir allt umstangið sem ég var búin að ganga í gegn um með mína.
Tölvan mín er einfaldlega gallað eintak og er ónýt, en þeir þráuðust við og sendu hana í viðgerð og eftir viðgerðina hefur tölvan ekki verið hreyfð úr stað af hræðslu við að eitthvað klikki!
Á morgun fer ég með tölvuna og það verður spennandi að sjá hvað þeir segja núna! Þetta er samlokutölva og ég fór með hana í fyrsta skipti út úr húsi í dag til að fara vinna á hana heima hjá dóttur minni í Rvk en ég þurfti ekk að taka hana upp úr töskunni því hún var með báðar sínar uppi við. Þegar ég kom heim neitar hún að kveikja á skjánum.
Hún er oftar en ekki lengi að vinna á netinu þótt allt sé í lagi hjá öðrum heimilismeðlimum í þeirra tölvum.
Vaá hvað ég get orðið fúl!
Eru ekki fleiri í fýlu út af tölvum?
Er ekki hægt að sameinast í eina fýlubombu hér á blogginu og setja upp neytendakönnun á tölvum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
25.11.2007 | 21:59
Þá er það Kalli litli Tomm! Allir með og komaso!
Komið öll með í Kalla leikinn það veitir ekki af í jólajólainnblæstrinum.
Ég hugsa um manneskju!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (54)
22.11.2007 | 15:52
Hér er minnsta og yngsta krúttið af mínum afkomendum!
Hér er hún Magnea að leika sér í haustinu í Danmörku.
Mamma hennar og pabbi hafa verið að leita af leiguíbúð sem gekk ekki og niðurstaðan varð að þau verða að kaupa íbúð og eru að leita og skoða. Svo líklega næst þegar amma kemur í heimsókn, verður Magnea komin með annað heimili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
17.11.2007 | 19:20
Námskeið í nýsköpun barna og þrívíddarhönnun
Var að koma af námskeiði í þrívíddarhönnun og nýsköpun fyrir nemendur í grunnskóla (og alla) með forritinu Prodesktop. Var námskeiðinu í allan dag og í gær frá 15 - 19.
Námskeiðið gekk m.a. út á það að finna þarfir á vandamálum og vinna að tæknilegri lausn þess. Þetta er bæði hluti af mínu starfi og áhugamáli, skapandi vinna með börnum og hugmyndavinna. Þótt ég hafi kennt núna á annan vetur heimilisfræði að þá gefst þar tækifæri til að láta krakka vinna skapandi eins og t.d. að rétta þeim eitthvert hráefni sem þau vinna máltíð úr. Þetta reyndi ég síðasta vetur með góðum árangri.
Annars er ég myndmenntakennari og kenni aðeins tveimur bekkjum í vetur myndmennt. Þau eru því miður of ung til að byrja á þessu verkefni sem ég var á námskeiði í en ýmsar hugmyndir þjóta nú fram hjá litlu nemendum okkar sem hægt er að grípa ef kennarar eru með hugann við það.
Ég hlustaði á innlegg í þættinum Stjörnukíki í gær á Rás 1 um skóla sem stofnaður var 1993 af arkitektum og myndlistarfólki í Helsingi Finnlandi. Skólinn heitir Arki (veit ekki hvort þetta er rétt skrifað) og hefur einn af stofnendum skólans Pila Meskanen verið hér á landi og haldið fyrirlestur í tengslum við sýningu á byggingarlist á Kjarvalsstöðum. Fyrirlestur hennar hét "Nám og leikur" þar sem byggingarlist og manngert umhverfi eru aðalviðfangsefni nemendanna og segir hún að börn hafi mikinn áhuga á byggingarlist og meira segja djúpstæðan.
Skólinn er fyrir börn frá aldrinum 3 - 17 og í náminu er fléttað saman sögu, trúabragðafræði, stærðfræði og myndlist. Leikur og ímyndunarafl, skapa gegnum leikinn og tilraunamennsku sem er m.a byggt á kenningum Reggio Emilia. Markmið skólans eru að nemendur fá að kynnast sinni eigin arfleifð og byggingalist. Skólinn er meira á heimspekilegu nótunum og þar hefur enginn rangt eða rétt fyrir sér og vinnur ekki út frá þeim niðurstöðum þar sem skólar kanna rétt og röng svör. Hægt er að hlusta á þetta innlegg hér:
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4358780
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
13.11.2007 | 16:15
Tíu litlar ljúflingsmeyjar
Ég rakst á bók í bókasafninu í dag sem heitir "Tíu litlar ljúflingsmeyjar" sem er þula eftir Katrínu Thóroddsen. Bókin er gefin út árið 1984 en þulan hefur verið samin að öllum líkindum kringum 1943
Í formála bókar segir Katrín Thóroddsen barnabarn Theódóru að amma hennar hafið beðið hana að myndskreyta þessa þulu en ekki hafi orðið af því á þeim tíma og hefði amma hennar komið seinna með lagfært handrit af þulunni og sagt Katrínu að þetta væri stæling á negrastrákunum hans Muggs sem var systursonur Theódóru og kært með þeim. Theódóra var háöldruð á þessum tíma og lést stuttu seinna. Katrín kom þessu heim og saman löngu síðar og myndskreytti bókina sem eru mjög fallegar applíkeraðar myndir sem eru saumaðar á efni sem sniðið er eins og diskamottur sýnist mér.
Tíu litlar ljúflingsmeyjar laumuðust út úr stíu.
Amma náði í eina þeirra og eftir voru níu. Níu litlar ljúflingsmeyjar um leiðina tóku að þrátta.Ein þeirra datt í lækinn. Þá voru eftir átta. Átta litlar ljúflingsmeyjar loftskip sáu tvö.Ein þeirra varð uppnumin og þá voru eftir sjö. Sjö litlar ljúflingsmeyjar ljúffengt átu kex.Ein þeirra sveif til sólar og eftir voru fimm. Fimm litlar ljúflingsmeyjar ljótir eltu mórar.Ein þeirra varð að skottu og þá voru eftir fjórar. Fjórar litlar ljúflingsmeyjar liðið greiddu hár.Ein þeirra fékk geitur og þá voru eftir þrjár. Þrjár litlar ljúflingsmeyjar lauguðu hönd og tær.Ein þeirra missti sokkinn sinn og eftir voru tvær. Tvær litlar ljúflingsmeyjar ljúfan hittu svein.Hann vildi aðeins aðra og þá var eftir ein. Ein lítil ljúflingsmær lengi grét þann sveininn.Þá kom digur dvergur og dró hana inn í steininn. Í steininum hún sté þar dans, við strákana átta og níu.Áður en liðu árin mörg, þær aftur urðu tíu.
(Þetta vill alls ekki vistast öðruvísi en svona og átti að vera með áðan en það voru bar fyrstu tvær línurnar sem komu.)
Það sem ég er að hugsa með þessum skrifum er fyrst og fremst þau áhrif sem þessi upphaflega saga hefur haft út um allan heim (sem margir segja að hafi verið "Tíu litlir Indijánar") því en eru áhrifin af þessu á lífi því Sigrún og Þórarinn Eldjárn eru að koma með nýja bók á markaðinn sem tengist umræðunum um negrastrákana á dögunum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
12.11.2007 | 21:22
Einn Kalli Tomm kl. 21:30 þann 12. nóvember 2007 - Allir með - Komaso!
Svona í gamni með þessum upplýsingum um Kalla Tomm leik þá ætla ég a' skeyta einu ljóði hér inn eftir æskuvinkonu mína, hana Jóhönnu Sveinsdóttur eða Hönnu úr bókinni hennar "Guð og mamma hans"
Heimþrá
Vildi ég væri
íðgræn mosató
í fossúða
regnbogi yfir
og bíbí
ALLIR Í LEIK KL. 21:30 !
12.11.2007 | 00:01
Eddan og verðlaunin!
Elísabet Rónaldsdóttir kvikmyndagerðamaður átti þátt í kvikmyndinni Bræðrabyltu sem fékk Edduverðlaun. Hún klippti myndina, innilega til hamingju Beta - þú ert snillingur!
Beta er ein af mbl. bloggurum og er hér í mínum bloggvinahópi ef fólk vill skoða hana nánar.
Mér fannst Jörundur vel að verðlaununum komin þótt ég hefði viljað þessari kvikmynd meiri vegsemd í þessu Edduflóði. Ég sá kvikmyndina Börn en er ekki búin að sjá Foreldra því miður. Sá hópur sem staðið hefur að þessum myndum eru snillingar og áttu sannarlega skilið verðlaun, en stundum er þetta óþægilegt þegar einn og sami maðurinn hirðir nær öll verðlaunin - það vantar eitthvað jafnræði í þetta eða hvað?
Það var gaman að sjá huldumanninn Árna sem er leikmyndahönnuður og enginn smá snillemann.
Og Nanna Kristín er algjör dúlla hún hlýtur að eiga á morgun!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.11.2007 | 18:58
Leikurinn búin í kvöld en byrja annað kvöld kl. 21:30!
Það er í kvöld kl. 20 þann 11. nóvember afmælisdagur tilvonandi tengdadóttur minnar, Alexöndru sem er 19 ára í dag! Til hamingju með afmælið elsku Alexandra!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (74)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Feminístar
Grá Gautaborg og víðar
- Feminístar Steinunn frænka og fl.
Stjórnmálin
Alþingismenn, bæjar-og sveitarstjórnarmenn og áhugafólk
- Össur Varaformaður Samfylkingarinnar
- Oddný Sturludóttir Oddný er borgastjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar
- Ásta R. Jóhannesdóttir Samflokksmaður og gamall vinur
- Annna Kristín Gunnarsdóttir Skipar 3. sæti NV-landi fyrir X-S
- STEINUNN VALDÍS Feministi og pólitískur vinur
- http://
Fjölskylda
Börn, tengdabörn og barnabörn.
- Þór Birgisson Örverpið mitt.
- Sindri Birgisson Sonur minn, leiklistarneminn.
Bloggvinir
- jenfo
- jonaa
- kolgrima
- annaeinars
- krummasnill
- draumur
- heg
- ringarinn
- olapals
- christinemarie
- gudrunkatrin
- sunnadora
- helgamagg
- gisgis
- svanurg
- pallijoh
- olinathorv
- skordalsbrynja
- lillagud
- hlynurh
- siba
- fridust
- gurrihar
- rosa
- annriki
- heidathord
- ingolfurasgeirjohannesson
- ragnhildur
- gisliivars
- stormur
- ragnarfreyr
- jakobk
- hjolaferd
- ingasig
- reni
- arnalara
- alfholl
- fridaeyland
- soley
- toshiki
- korntop
- kallimatt
- saxi
- bryndisfridgeirs
- hugsadu
- astabjork
- kiddip
- skaftie
- thor
- huldam
- annaragna
- fjola
- kloi
- hronnrik
- manisvans
- brandarar
- truno
- vefritid
- samfo-kop
- para
- gattin
- adhdblogg
- tryggvigunnarhansen