Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Kvenfrelsi

Það hefur oft verið haft á orði að kvenfrelsi í heiminum náist ekki fyrr en konur eignist peninga og eða hafi  fjármálavald. Staðreyndin er að konur eiga lítil sem engin ítök í peningaflæði heimsins. Konur eiga heldur ekki nema 1% fjármagns heimsins að mig minnir. Einu peningarnir sem konur hafa aðgang að eru  peningar eiginmannana og sumar hafa einhver áhrif á útláti þeirra peninga en þær eru örugglega ekki margar þori ég að fullyrða. Einhverntíma man ég eftir þeirri umræðu hér á Íslandi meðal kvenna að stofna kvennbanka. þeir eru til á nokkrum stöðum erlendis og man ég ekki hvar en allavega einn í Sviss af öllum löndum! En ég auglýsi hér með eftir vitneskju um kvennabanka í heiminum!

En ekki getum við látið "peningaleysi" hafa eingöngu áhrif á okkar baráttu enda hefur það aldrei staðið konum beinlínis fyrir þrifum að hafa ekki peninga á milli handanna og voru Kvennalistakonur gott dæmi um það hvernig þær gátu gert mikið úr litlu!

En nú erum við konur í Samfylkingunni að berjast fyrir kvenfrelsi sem m.a. felur í sér að tryggja konum aukið vægi á öllum sviðum þjóðlífsins. Ein af aðgerðaráætlum Samfylkingarinnar er jákvæð mismunun kynjana. Með jákvæðri mismunun ættum við t.d. að geta náð fleirum konum inn í stjórnmálin og aðlaga stjórnmálastarfið að þeirra þörfum.

Ég vil fleiri konur á Alþingi Íslendinga 

Ég vil fleiri konur í stjórnir almenningshlutafélaga

Ég vil fleiri konur forstöðumannastöður hjá ríkinu

Ég vil fleiri konur sem ráðuneytisstjóra

Ég vil fleiri konur til forustu í fyrirtækjum

Ég vil fleiri konur í nefndarstörf á vegum ríkisins

Ég vil fleiri konur í Hæstarétt Íslands

Ég vil fleiri konur í dómarasæti

Ég vil  fleiri konur í lögregluna

Ef við viðurkennum ekki rétt okkar til þátttöku í stjórnmálum á okkar forsendum fáum við ekki aðra til þess. Það felst bæði í því að vera beinn þátttakandi og einnig sem stuðningsaðili eða vera í bakhópnum. Ég hef valið að vera í stuðningsmannaliðinu. Í stuðningsmannaliðinu vil ég hafa áhrif og vona að ég geri það. Ég mæti á fundi og er í sambandi við frambjóðendur og fleiri sem eru virkir í kringum þá.  Þetta er mjög einfalt og skýrt, ÁHRIF er orð sem allir vilja nota og þess vegna segi ég, konur verið með og hafið ÁHRIF!


Kynferðisbrot gegn börnum

Þetta lítur of vel út til að vera satt - en þetta er semsagt á mbl.is í dag.

Þær eru þó nokkrar fjölskyldurnar erlendis sem hafa þurft að sækja mál vegna barna sinna á íslenskum ríkisborgurum og þurfa að nota kerfið erlendis þegar kært er m.a. mál sem koma upp eftir að barnið er flutt frá Íslandi.

  

Evrópusamningur gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum

Í morgun náðist samkomulag í sérfræðinganefnd allra aðildarríkja Evrópuráðsins um tillögu að bindandi samningi um vernd barna gegn kynferðisofbeldi og kynferðislegri misneytingu. Samningurinn tekur m.a. til aðgerða á sviði forvarna, málsmeðferðar við rannsóknir mála, refsiramma brota, stuðnings við börn sem sætt hafa kynferðisofbeldi og fjölskyldur þeirra, meðferðar og eftirlits með kynferðisbrotamönnum og alþjóðlegrar samvinnu á þessu sviði. Sett verður á laggirnar eftirlitsnefnd með framkvæmd samningsins.

Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu var fulltrúi Íslands í þessari vinnu. Að hans mati er samningurinn sérstakt fagnaðarefni, ekki síst þar sem öll meginsjónarmið sem liggja til grundvallar starfsemi Barnahúss hafa nú hlotið alþjóðlega viðurkenningu og barnahússins er sérstaklega getið í skýringum með samningnum.

Stefnt er að því að samningurinn hljóti formlega afgreiðslu hjá Evrópuráðinu síðar á þessu ári. Gangi það eftir er hér um að ræða fyrsta alþjóðasamning sinnar tegundar, en aldrei fyrr hefur bindandi samningur verið gerður um þetta viðfangsefni á alþjóðlegum vettvangi, samkvæmt tilkynningu.


Cliff Richard að eilífu

Photobucket - Video and Image Hosting

Þenna gamla snilling fór ég að sjá og hlusta á í gærkvöldi! Þvílík snilld í gamla manninum 67 ára og var eins og 30 ára á sviðinu, hann er með ótrúlega flott show, einlægur og tilþrifin í líkamshreyfingum engu lík.

Þetta var nú æskudýrkunin og greinilega aldrei of seint að fara í smá nostalgíu!

Hann var með góða hljómsveit og góða bakraddasöngvara sem allir sungu hver fyrir sig dúetta með Cliff. Hann tók bæði eldgömlu, milligömlu og nýjustu lögin sín og verð ég að segja að nýjast stöffið hans var lang best en það eldgamla kom við taugaendana í mér og ég datt í sæluvímu nokkrum sinnum.

Það sem hrífur mann 11 ára gamlan dettur ekki auðveldlega úr huganum, enda er ég að uppgötva að það sem gerist í lífi manns frá ca 7 til 15 ára er mesti áhrifavaldurinn.


Betra í dag en í gær

Jæja, þá er þreytan ekki eins yfirþyrmandi og hún var í gær. Er aðeins að skríða saman og reyna jákvæðu hugsanirnar.

Það er margt athyglisvert á blogginu þessa daga. Það er ótrúlegt hvað sum mál kalla á mikil viðbrögð sem snúast algjörlega á haus  við efnistök færslna. Eitt málið eru skrif Ólínar Þorvarðardóttur um fyrirsagnir fjölmiðla og tók hún dæmi af fyrirsögn um umfjöllun Baugsmálsins. Það varð bara allt vitlaust og flestu ef ekki öllu snúið á haus og rætnar athugasemdir sem er ekki fólki bjóðandi.

Eins og bloggið getur verið skemmtilegt og áhrifaríkt sem miðill eru því miður allt of margir skussar innan um  og eða mennskar manneskjur sem kunna ekki almenna kurteisi eða samskipti.

Það ætti að vera til sér síða fyrir þetta fólk fyrir útrásrþörf sem yrði eins og meðferðarblogg fyrir viðkomandi!

ps. breytt 29. mars föðurnafn Ólínar var vitlaust  - fyrirgefið!


Þreyta

Nú er ég orðin svo þreytt að ég get varla beðið eftir páskafríinu.

En svona til að afþreyta sig stunda ég líkamsrækt í formi leikfimi og dans hjá Jazzballetskóla Báru í Reykjavík. Þetta er fimmta árið sem ég sæki leikfimi til Reykjavíkur og höfum við verið fjórar til fimm saman og skiptumst á að aka. Þar eru frábærir kennarar sem hafa kennt okkur í gegn um árin og það er á engan hallað þótt ég nefni nokkra sem við höfum bundist mest í kennslunni. Ollý kenndi okkur mikið fyrsta og annað árið, Sara hefur líka kennt okkur töluvert, Lovísa var með okkur í teyjum og söknuðum við hennar tíma lengi á eftir, Agnes hefur kennt okkur bæði leikfimi og dans, Ellen er nýr kennari við skólann og hefur kennt okkur í vetur og síðast en  ekki síst er það Bára sjálf sem hefur haldið utan um okkur með því að vigta okkur nær vikulega og setja okkur reglurnar.

Þetta er það besta sem ég geri til að halda þreki og heilsu almennt.


Þrjár konur

Þrjár konur voru í Silfri Egils rétt áðan Andrea Ólafsdóttir VG, Ósk Vilhjálmsdóttir Íslandshreyfingin og Erla Ósk Ásgeirsdóttir D. Umræðuefnið var kvennafylgið til Vinstri græna og afhverju það stafaði. Andrea sagði að þeirra fylgi frá konum byggðist á skýrri málefnastefnu í kvenfrelsis og jafnréttismálum ásamt umhverfismálum en Ósk taldi að kvennafylgi til VG væri fyrst og fremst vegna umhverfismála.

Erla sagði að það væri vissulega áhyggjuefni að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki að höfða til kvenna og sagði klárt að það þyrfti að taka á launmismuninum á milli kynja í þjóðfélaginu og hún væri ekki sammála kenningum Heiðrúnar Lindar í þeim efnum.

Ágúst Ólafur Ágústsson sat með þeim fyrir Samfylkinguna og sagði m.a. að Ingibjörg Sólrún hefði sýnt það í verki meðan hún var borgarstjóri að koma á jafnræði í launum borgarstarfsmanna og það hefði ekki verið nokkur vandi fyrir Sjálfstæðismenn að leiðrétta þennan launamismun kynjana í þessi 16 ár sem þeir hafa stjórnað, allt sem þyrfti væri viljinn.  Ágúst lagði ríka áherslu á að velferðarmál væru mál málanna og fólk gæti ekki einungis kosið um umhverfismál í kosningunum.

Erla hafði ekki roð við viðmælendum sínum og held ég að það hafi verið fyrir ákveðið þjálfunarleysi. Henni til vorkunar má segja að þarna var á ferðinni  konur sem greinilega hafa mun meiri reynslu í að koma fram á opinberum vettvangi. En það er ekki þar með sagt að konur eigi ekki að koma fram í þætti eins og Silfri Egils, mér finnst að þátturinn eigi að vinna af því að leyfa nýju fólki að komast að og um leið þjálfast það í umræðum í sjónvarpi.

 


Stelpustund í kvöld á Akranesi!

Stelpukvöld var haldið í kvöld í kosningamiðstöðinni að Skólabraut 28. Þar áttum við góða kvöldstund og ræddum baráttuna framundan. Ákveðið var að hittast í kosningamiðstöðinni á hverju miðvikudagskvöldi kl. 20 fram að kosningum.

Við ætlum að fá til okkar reynslubolta úr pólitíkinni til að koma og stytta okkur stundir og fræða okkur betur.

Næsta mál verður "Fagra Ísland" þar sem Samfylkingin telur að nú sé sérstaklega mikilvægt að rétta hlut náttúruverndar á Íslandi gagnvart hagsmunum stóriðju, sem hefur notið algers forgangs í atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar undanfarin áratug.

Það verður spennandi að fara í gegn um þessar tillögur Samfylkingarinnar ekki síst vegna þess að við búum hér í næsta nágrenni við stóriðjur og stór hluti bæjarbúa byggja afkomu sína á þeim. Nú þarf að finna jafnvægið í uppbyggingu atvinnuvega í landinu og hugsa um allt landið í þeim efnum og bæta hag kvenna og stöðva flótta kvenna úr dreifbýli í þéttbýli.

Gaman saman hjá okkur!

x-S(telpur)


Óhugnaður sem erfitt er að horfast í augu við.

Þegar frétt eins og þessi um barnaklám ber fyrir augu manns langar manni helst til að hlaupa yfir þetta og gleyma þessu eða þykjast varla hafa tekið eftir þessu. það er hluti af afneitun sem flestir ef ekki allir glíma við í einhvern tíma lífsferils síns um svo margt sem við upplifum og verðum áskynja.

Ég get ekki betur séð en það þurfi eihverskonar netlöggu! Þar er ég alveg sammála þeim sem fram hafa komið með þá hugmynd um skipulagt eftirlit á netinu með klámi.


mbl.is Um 30-40% ábendinga barnaklám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur í forustu Jafnaðarmanna á Norðurlöndum.

Þrír glæsilegir fulltrúar Danmerkur, Íslands og Svíþjóðar voru saman komnir í gær til að fagna kjöri Monu Sahlin í formannsembætti sænska Jafnaðarmannaflokksins í Stokkhólmi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og Helle Thorning formaður Danska Jafnaðarmannaflokksins voru heiðursgestir og fluttu ávarp. Ávarp Ingibjargar er hægt að skoða á Trunó. 

Einnig  er góð færsla frá Erlu Sigurðardóttur í Kaupmannahöfn hér og hér


Litla fjölskyldan í Kaupmannahöfn.

 

                                  MAGNEA, ALDÍS og SINDRI                   

 

                                                augu Magneu

                                                   AUGUN HENNAR MAGNEU

                                                skoða mömmu

                                                 NAUÐSYNLEGT AÐ RANNSAKA MÖMMU SÍNA

                                               sindr-magn.

                                           GAMAN AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA MEÐ PABBA

Þau koma heim 29. mars á miðnætti. Sindri verður í eina viku en Aldís og Magnea í hálfan mánuð.

Nú er Magnea 9 mánaða og 13 daga gömul.  Mikil tilhlökkun að fá þau. 

 

 

                                                  

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband