Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Írskir dagar

Ég fór út í búð í gær og keypti írska fánann og tvö flögg, írska húfu/hatt og nokkrar blöðrur og nú á að skreyta úti. Ég er á leiðina í búðina að kaupa mér á sameiginlegt grill, tveggja götu grill.

í dag er margt í boði. Fyrst ber að nefna sýningu Glöggra systra kl.13 sem er gullsmíði, leirverk, myndlist og handverk fjögurra kvenna og er Dýrfinna Torfadóttir ein þeirra, önnur er Jóhann Leópoldsdóttir sem málar myndir og systir hennar með frábært handverk.

Í Akraneshöllinni verður markaður. Tívolí á íþróttasvæðinu. Opnunarhátíðin verður kl. 14 í mibænum. Þar geta allir fengið lánað reiðhjól og hjólað um bæinn. Svo koma Bína og Búri í heimsókn, þekki þau ekki en vonandi verður eins gaman að kynnast þeim og nöfnin bera með sér. Svo verður ljósmyndasýning, lúðra sveit frá gömlu heimaborginni minni Aarhus, , Jónsi, víkingar, siglingakeppni unglingaball, Celtic Songfest, Dean Ferrell með tónlistargjörning og að lokum í kvöld eru Stuðmenn fyrir alla fjölskylduna.

Drífið ykkur bara elskurnar - það er stuð á Skaga! 


Persónuupplýsingar án leyfis.

Rannsóknin "Langtímaáhrif ráðgjafar um getnaðarvarnir á óráðgerða þungun og notkun getnaðarvarna meðal kvenna sem farið hafa í fóstureyðingu"

Er ég eitthvað skrýtin eða hvað, ég er bara ekki alveg að fatta nafnið á rannsókninni ? Er ekki einhver með betri fattara en ég?

Fyrir nú utan það að ég er nú lika svo glær að ég hélt að engum dytti til hugar að reyna að komast í persónugögn án þess að fá fyrst og fremst leyfi hjá viðkomandi persónu. Það er líka alvarlegt mál ef Landlæknisembættið afhendir gögn áður en leyfi er fengið frá Persónuvernd. Þetta átti að vera framhaldsrannsókn frá 1999 um sömu konur og þá, þar sem öll gögn átti að eyðileggja eftir þá rannsókn - ég held stundum að það vanti upp á siðgæðisvitund, allt á að vera svo jollý jollý - púh Shocking  

Ja það er eins gott að persónuvernd gæti hagsmuna almennings eða skjólstæðinga Landlæknisembættisins eins og í þessu tilfelli.


mbl.is Fær ekki að veita aðgang að upplýsingum úr fæðingaskrá og um fóstureyðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súpan góða

Þetta tókst allt vel í dag með gestina, en þeir urðu heldur fleiri.  Hér sátum við ellefu saman út undir berum himni og borðuðum súpu sem hefur ekkert nafn, uppskriftina ætla ég samt að koma frá mér hér á bloggið svo ég muni sjálf hvernig þetta var síðar meir.

Í eftirrétt var ís með þeyttum rjóma og kirsuberjum, bláberjum og jarðaberjum. Nokkrir bættu sírópi út á.Tounge Svo var auðvitað kaffi og norskt súkkulaði (Freia Firklover með hnetum) á boðstólum sem önnur mágkona mín kom með frá sínum heimaslóðum í Bergen eða Björgvin.

2 l     vatn

Kjúklingabringur (ef vill)

2 dósir kokósmjólk

2 krukkur Satay sósa (200gr krukka)

Lítill blómkálshaus

Svipað af brokkolí

Hálfur til einn poki af litlum gurótum

Einn blaðlaukur

Ein sæt kartafla

Steinselja eftir smekk

Salt og pipar

Einn grænmetisteningur

Einn kjúklingateningur

Vatnið sett yfir og allt grænmetið niðurbrytjað sett út í nema steinseljan. Saltað og piprað eftir smekk og teningarnir settir út í. Soðið í 10 mínútur. Ferskum kjúklingabringum bætt við í bitum, soðið saman 15 til 20 mínútur í viðbót. Kókósmjólkinni og Satay sósunni  er líka bætt í og látið malla með . Steinseljan bætt við rétt undir lokin.

Það er líka hægt að nota afganga af kjúklingi frá deginum áður. Ég var með hluta af afgangi og hluta af ferskum í kvöld. Þessi súpa var bara æði. 


Hjólatúr um Akranes.

Ég er satt að segja búin að vera óhemju löt við að koma mér út fyrir húsins dyr nema þá í sólbað og leikfimi. Nú ætla ég að gera bragarbót á því og skreppa í hjólatúr og taka út garðinn eða blómakerin hjá einni vinkkonu hér á Skaga.

Í kvöld er von á tveimur mágkonum mínum með þrjú börn svo ég þarf að hugsa um hvað ég ætla að gefa þeim að borða án þess að þurfa standa yfir matseld lengur en 10 til 20 mín. Ef þið lumið t.d. á góðri fisksúpu eða grunni sem passar fyrir allt, þá megið þið senda mér það .

Takk fyrir - nú út í sólskinið.Police


Afmælið sem varð að brúðkaupi

CIMG0751

                          Hrund og Guðni ásamt séra Ágústi.

Ég dvaldi í Kaupmannahöfn í fyrrasumar við vinnu og til að fá tilbreytingu. Dóttir mín og hennar maður búa í Svíþjóð í Nörsesund ekki langt frá Gautaborg. Þau buðu til fertugsafmælis Guðna í fyrra og giftu sig í leiðinni öllum að óvörum. brúðkaupið var yndislegt og var úti á bryggju við vatnið þar sem þau búa. Presturinn kom siglandi til þeirra á litlum mótorbát að bryggjunni og var þá mörgum brugðið er prestur byrjaði að klæðast á bryggjunni og svo mætti brúðurinn stuttu seinna gangandi niður brekkuna að bryggjunni.

Nú er ég að fara til hennar þann 19 júlí og hitta þau og barnabörnin mín þrjú sem þau eiga. Alltaf einhver tilhlökkunarefni þessa dagana.

 


Sandra María.

Kaupmannahöfn 12 - 15 maí 2007 190

Fjórar kynslóðir, Sandra María 12 ára, amman og pabbinn. Langamman sitjandi.

Fór til Reykjavíkur að hitta frumburð minn af barnabörnum. Sandra María kom seint í gærkvöldi og var vöknuð fyrir allar aldir í morgun og fór í sund með pabba sínum. Svo var farið í heimsókn til langömmu og langafa í Selvogsgrunninum. Heiða var líka heimsótt tilefni afmælisins og nýja íbúðin skoðuð. Að lokum fóru Sandra, pappi hennar og langamma til Gyðu systur í Sigtúninu og heilsuðu upp alla þar.


Rakstur

Mikil umræða hefur átt sér stað bæði í bloggheimum , dagblöðum, tímaritum, póstlistum og Vefritinu um svokallað Brasilíuvax eða rökuð/vaxað klof, fyrst og fremst á kvenfólki. En líkamsrakstur og vax er líka til staðar fyrir karlmenn.

Það sem vekur athygli mína í þessum efnum er að píkurakstur þótti fyrir nokkrum árum argasti viðbjóður og þurftu konur að berjast fyrir því að verða ekki alrakaðar þegar þær fæddu börn, svo kom hálfrakstur og að lokum voru þær ekkert rakaðar. Þetta hef ég allt upplifað í gegn um mínar barnsfæðingar frá árinu 1969 til 1988.

Í dag er í tísku vaxað klof eða rakstur og er svolítið mismunandi hvort það er hálfrakað eða vaxað frá lærum eða alrakað. Hárleysi á píku virðist þó vera í vöxt. Snyrtifræðingur sem ég var hjá fyrir ca tveimur árum sagði mér að þegar hún lærði fræðin (hún var í eldri kantinum eða komin yfir þrítugt) að þá hafi samnemendur hennar sem flestar voru kornungar ekki þolað að sjá eða hafa nokkur líkamshár á fólki, ojuðu og veinuðu og kveinkuðu sér undan þeirri skyldu að þurfa læra að taka nefhár úr karlmönnum sem gengu út úr nösuunum.

Margir hafa líka bent á að þessi tíska eigi sér rætur í kláminu og eins og með margt annað sem kemur í tísku að þá sé algjört meðvitundarleysi hvaðan tískan er sprottinn þegar frá líður og ný og ný kynslóð kemur og telur þetta vana eða sjálfsagt.

Sitt sýnist hverjum og séð hef ég á prenti að þetta sé hluti menningar og spurningum beint að fólki um rakstur leggja og handakrika, hvaðan kemur það og afhverju byrjaði það hjá konum en ekki körlum? 


« Fyrri síða

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband