Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Kvenlegheit og búrkur

 

Gat ekki setið á mér eftir að hafa lesið færslurnar hjá Jenný og Betu bloggvinum mínum í dag og varð að setja þess mynd inn til heiðurs þeim báðum. Enda eru þær báðar snillingar.

 

                                


Sálfræðingar

Var að koma frá sálfræðingnum, loksins er hægt að panta tíma hjá sálfræðingi á sjúkrahúsinu.

Þetta var smá klúður eins og vera ber, ég lá í rúminu að lesa blöðin þegar sálfræðingurinn hringdi og spurðu hvort ég ætti ekki tíma hjá honum kl. hálf tíu? (klukkan var tuttugu mín. í 10) Ég sagðist hafa hringt fyrir nokkrum dögum til að vita hvenær ég ætti að koma, en mér hefði verið sagt að ég væri búin að missa af tímanum. Hann spurði hvort ég gæti samt ekki bara komið? Ha jújú sagði ég og dreif mig í buxur og peysu og hentist fram í eldhús og fékk mér bananabita og út í bíl og niður á sjúkrahús.

Allar konurnar í glerbúrinu sögðu hæ og brostu og sögðu hann bíður eftir þér Edda mín í stofu 5.

Þegar inn var komið heilsaði hann mér og kynnti sig, tók niður nafn og fleira og spurði mig hver hefði vísað mér á hann, svona hvort það var læknir eða annar skjólstæðingur eða vott evver?

Ég svaraði honum og sagði að maðurinn minn hefði bent mér á hann, hann væri líka sálfræðingur! Það kom svolítið á hann og svo sagði hann "nú, heldur hann að ég geti eitthvað gert fyrir þig"?Undecided


Ég slapp ekki

Þetta verða  átta atriði sem næstum engin veit um mig.

1. Ég týndist 3 ára og var færð á lögreglustöðina af einhverjum ókunnugum manni.

2. Ég var logandi hrædd við löregluna til 31 árs aldur.

3. Ég elskaði bíómyndina "Töfrateppið" sem sýnd var á þrjú sýningum í Stjörnubíó á sunnudögum.

4. Ég heilsaði oft ekki fólki úti á götu vegna félagsfælni eða ofsóknarbrjálæðis frá aldrinum 14 til 38.

5. Ég var bara 8 ára gömul þegar ég prófaði að reykja sígarettu í Hljómskálagarðinum.

6. Ég var líka bara 8 ára þegar ég fór í kelerí með einum úr götunni ári eldri.

7. Ég var 14 ára þegar ég reyndi að drekka vín til áhrifa en varð veik.

8. Ég er í dag heyrnaskert en er í afneitun.

 

Þið megið bæta við ef þið munið eftir einhverju sem ég hef gleymt.Whistling


Himinn og haf

er nafn á listsýningu hér á Akranesi. Sýnendur eru allt konur sem búa hér eða hafa sterk tengsl við staðinn. Þetta er sölusýning og er í heimahúsi  eða n.t.t. að Bakkatúni 20 300 Akranesi ekki langt frá Bióhöllinni.

Konurnar kalla sig Glöggar systur.

Ein kvennanna sem málar myndir í vatnslit af Akrafjalli býr í Bakkatúni, hún heitir Jóhanna Leópoldsdóttir.

Dýrfinna Torfadóttir er landsþekkt fyrir smíði sína á skarti og reyndar skúlptúrum, hún kom hingað fyrir nokkrum árum frá Ísafirði og hefur haft vinnustofu á safnasvæðinu.

Margrét O. Leopoldsdóttir vinnur með textilþrykk á hör sem eru forkunnar fallegir dúkar og löberar.

Lára Stefánsdóttir varaþingmaður og bloggari sýnir ljósmyndir en hún hefur gefið út bók með myndum sínum skreytt með ljóðum manns hennar.

Kristín S. Garðarsdóttir er leirlistar- og glerlistarkona, hún hefur m.a. gert svokölluð veltiglös sem hægt er að kaupa m.a. í fríhöfninni - mjög sérstök.

Síðust er svo Sigrún Skarphéðinsdóttir, hún vinnur með vefnað og eru borðmottur með trjágreinum ofnar í eða með tauvefnaði áhugavert og notagildið er margvíslegt.

Nú getið þið allir bloggvinir mínir meldað ykkur á Skagann og ég tek á móti ykkur og leiðsaga ykkur ef þið viljið!Cool


Marengsterta og alles

Ég er búin að vera svo dugleg, bjó til stóra marengs í skúffukökustærð í gærkvöldi og er að baka núna múffur og bananabrauð! Allt á fullu fyrir hana Söndru mína. Þetta verður eins og 70 ára afmæli fyrir barnið. Kona fyrrverandi mannsins míns kemur með köku osta og brauð og Heiða er búa til eitthvað sérdeilis gott pastasalat handa þeim sem eru svangir.

Annars eins og þið sjáið að þá standa konur einungis að þessu miðað við færsluna en karlmennirnir eru nokk lúmskir í aðstoð og minn bakar mjög oft og líka fyrrverandi! Hahaha

Þið megið fá vatn í munninn og smjattaTounge


Við erum greinilega ekki lengur lítil eyja norður í ballarhafi.

Með auknum tengingum og samgöngum verður að horfast í augu við það neikvæða sem fylgir því að ná því að vera eftirsóttur blettur á heimskortinu. Það er sem betur fer fullt af jákvæðum hlutum sem fylgir því að vera í hnattrænu sambandi en það sorglegast af öllu er VÆNDIÐ. Shocking

Hver tekur á þessu  lögreglan eða er hægt að fela þetta eins og ýmislegt annað innan ramma laganna?


mbl.is Rússnesk vændiskona send til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisveisla heima hjá Heiðu frænku.

Sandra María Högnadóttir elsta barnabarnið mitt verður 13 ára 2. ágúst. Nú er hún á Íslandi og við ætlum að halda upp á afmælið hennar á morgun heima hjá Heiðu dóttur minni. Þá hittir Sandra eitthvað af skyldmennum sínum á Íslandi sem hún þekkir ekki mikið.

Kaupmannahöfn 12 - 15 maí 2007 172

                          Sandra María 1. júlí 2007

 


Arnór Skagamaður.

Arnór Smárason (Gulluson)sem ég kynntist árið 1991 á Leikskólanum Garðasel á Akranesi í gegn um drengina mína tvo sem voru með honum á leikskóla er komin í atvinnumennsku í fótboltanum.

Gulla mamma hans var leikskólakennarinn á deildinni og síðan þá hafa Arnór og Þór yngsti sonur minn verið samsíða í alla sína grunnskólatíð utan síðustu árin þegar Arnór flutti til Hollands.

En nú er litli/stóri strákurinn komin í úvalsdeildarfélag í hollenska boltanum. Bravó Arnór og til hamingju. 

Kann því miður ekki að setja myndina inn sem fylgir fréttinni - alltaf í vandræðum með þessar myndir.


mbl.is Arnór með atvinnusamning hjá Heerenveen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumar og deyfð á blogginu

eða bara sumarfrí? Ég finn fyrir því að fólk sem bloggar er á faraldsfæti og bloggið hefur minnkað all verulega. Ég hef líka fundið fyrir leti og finnst stundum erfitt að blogga í svona góðu veðri, en ég verð að viðurkenna að mér finnst samt skemmtilegt að lesa á blogginu. Það gæti orðið erfitt að lesa eitthvað ef allir færu í sumarletikast eða sumarfrí. Þess vegna er ég svo heppin að Jenný bloggar alltaf og nokkrir fleiri. En ef það er leti sem hrjáir manninn er ekki svo vitlaust að leita eftir einhverju um letina. ´

Í bók Gunnars Hersveins Gæfuspor ritar hann kafla um letina. Þar telur hann upp viðfang letinnar eins og leti er löstur, letinginn er bykkja, draugur og silakeppur. En í upphafi kaflans segir hann: "Að afrek letinnar er að koma í veg fyrir að maður geti öðlast það sem skiptir máli í lífinu".

Niðurlag kaflans segir: "Letin kemur líka í veg fyrir að menn vinni bug á fordómum. Það er miklu léttara að þylja upp vitleysuna eftir öðrum eða það sem oftlega heyrist heldur en að leggja á sig það erfiðiað mynda sér eigin skoðanir. Það kostar átak sem hvarflar ekki að letingjanum."

Þetta á maður nú oft við að stríða!


Myndirnar sem ekki komu

Því miður elskurnar tókst mér ekki í gær að koma mynunum inn á bloggið. Var búin að raða 12 myndum samviskusamlega inn á bloggið en varð að fjarlægja færsluna - allt í rugli og myndir yfir hverja aðra til hálfs og röðunin öll á ská og skjön. Veit ekk hvort ég reyni aftur. Set eina núna til gamans - það ætti allavega að takast.Crying

skjáumst!

Írskir dagar 2007 028

                                    Hverjir eru þetta?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband