Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Hér er eitt af krúttum mínum...

...hún MAGNEA SINDRADÓTTIR.

MAGNEA-mars

Magnea er á leikskóla og finnst mikil upphefð þegar hún er sett í hóp með eldri börnum á skólanum sem hún fékk í dag og vildi ekki heim með pabba sínum því það var svo gaman.

Það skemmtilegasta sem hún gerir í dag, er að skoða allskonar buddur og eru snyrtibuddur fremstar í áhugasviðsröðuninni. Hún er búin að skoða mína og náði að klína maskara í fötin og hendurnar voru svartar + andlitið.

 


Er að fara til Danmerkur, bara svo ...

þið vitið það!

Mér hefur ekki verið rænt í þetta skiptið, en maður veit aldrei hvað gerist. Ekki að ég óski þess,  það er langt í frá, þetta er meira tilkynningaskylda til bloggvinanna svo þeir haldi ekki að það séu til litlir bófó og gæpónar í kringum mig.

Allir svo elskulegir og sætir og mikil sólarbörn hér í kring um mig, börnin hér fá líka sólir í umbun fyrir góðverk.

Það er spurning hvort ekki ættu að vera til handjárn í skólum dagsins í dag? Þetta með tryggingar er heldur ekki galið!

Hér hafa verið eyðilagðir bílar fyrir kennurum. Hér hafa líka verið eyðilögð hús fyrir kennurum. Hér hafa líka verið eyðilögð föt og skór fyrir kennurum.

Ég veit það ekki - þetta setur mann auðvitað í neikvæða gírinn og hugsunin verður rýr. Hér hefur einn kennari bloggað um málið.


mbl.is Ætluðu að ræna kennaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf mikilmenni til að gabba eða góðar stofnanir!

Aprílgöbbinn eru líklega að enda þegar líður á daginn. Ég hljóp saklaust aprílgabb þegar samstarfsmaður minn sagði mér þegar ég mætti honum á göngunum í dag að húsvörðurinn vildi tala við mig og ég fór til húsvarðarins meir í gamni en alvöru til að leyfa kollega mínum að fá að vera barn  og segja, "allt í plati 1. apríl".

Í dag létu kennarar grunnskólanna á Akranesi nemendur 5. bekkjar hlaupa  aprílgabb með stæl. Kennararnir lásu upp tilbúið bréf frá kennara jarðeðlisáfanga Fjölbrautarskóla Vesturlands, þar sem hann leggur fram beiðni þess efnis að þau aðstoði hann og nemendur hans við tilraun, sem gengur út frá að kanna áhrif þrýstings á hreyfingar í jarskorpunni og það hvernig bylgjur vegna utanaðkomandi áhrifa berast eftir jarðskorpunni. Hann vildi m.a. kanna áhrif þrýstings frá mannfjölda á þessar bylgjur.

Það sem beðið var um var að nemendur færu út á sinar skólalóðir kl. 10:10 í morgun og hoppa eins og þau gætu í eina mínútu. Þeir ætluðu síðan að mæla þrýstinginn jafn óðum og hann bærist til þeirra. Kennarra árgangsins voru í símasambandi við rannsóknarkennarann og gerðu þetta sem trúverðugast. Krakkarnir bitu á agnið og kennurum og nemendum til mikkillar ánægju.

Hér er hægt að skoða heimasíðu Brekkubæjarskóla sem ssegir frá gabbinu í dag. http://www.brak.is/Default.asp?Sid_Id=25965&tId=99&Tre_Rod=&qsr

Hér er svo heimasíða Grundaskóla sem segir einnig frá gabbinu. http://www.grundaskoli.is/Default.asp?Sid_Id=27775&tId=99&Tre_Rod=&qsr


mbl.is Bob Dylan í Austurstræti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband