Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

13 karlmenn og 4 konur fara í prófkjör fyrir Sjálfstæðisflokkinn mínu kjördæmi.

Hvar eru þið konur?

Ég sé ástæðu til að birta nöfn þessara fjögurra kvenna sem ég þekki helmingin af, þ.e. a. s. þær tvær sem koma frá Akranesi.

Afhverju er Sjálfstæðisflokkurinn ekki bara með KARLAFRAMBOÐ?

Það er þá gengið hreint til verks.

Ég sá ástæðu til að birta nöfn þessara kvenna til að vekja athygli á því ófremdarástandi sem ríkir í þessu kjördæmi. KARLLÆGT í einu orði sagt.

Rannsókn óskast.


Birna Lárusardóttir - Ísafirði


Eydís Aðalbjörnsdóttir - Akranesi


Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir - Tálknafirði


Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - Akranesi
.

 


mbl.is 17 fara fram í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármagn til meðferðar á karlmönnum

Það er komin tími á öfluga andstöðu kvenna til ríkisvalds vergna ofbeldis á konum og börnum á Íslandi. Hér er ekki hægt að horfa og hlusta nær dag eftir dag á fréttir þessa efnis um barsmíðar á konum með börnin sem áhorfendur eða jafnvel þolendur ofbeldis.

Ef karlarnir geta ekki tekið á þessum ósóma meðbræðra sinna verða konurnar að gera það.

Hér voru það karlar sem ruddu brautina til hjálpar áfengissjúkum meðbræðrum sínum og ættu að sjá sóma sinn í að ryðja brautina gegn ofbeldi á konum og börnum!

Þessa "karla" þarf að taka í meðferð  og byggja upp forvarnir.

Hvað verður um þessa karla þegar þeir koma út úr fangelsunum? Byrja þeir aftur að berja?

Við höfum ekkert að gera með fólk í fangelsi sem ekki er hægt að hjálpa.

Ég treysti konum til að taka á þessum málum, þess vegna þarf að hugsa það vandlega að það er engum til hagsbóta að hafa tvo þriðju karlmenn inni á Alþingi - við þurfum fleiri konur á þing. 


mbl.is Hrottaleg árás og einbeittur vilji
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki skrýtið...

að Slumdog Millionaire sópi að sér verðlaunum á Vesturlöndum, þetta er annar heimur og tími til komin að gera honum einhver skil í kvikmynd á Hollywood kvarðanum svo að sem flestir sjái og fræðist um þá gífurlegu eymd sem ríkir í Indlandi meðal barna og kvenna.

Myndin er s.s. frábær og ættu allir sem ætla í bíó að hugsa sig tvisvar um og taka þessa fram yfir aðrar.


mbl.is Slumdog Millionaire heldur áfram sigurgöngu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband