Leita í fréttum mbl.is

Kvenfjandsamleg byggðarlög og aðför ríkisstjórnarinnar gegn atvinnuskapandi aðstæðum og fyritækjum í smærri bygðarlögum.

Anna Kristín

Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður segir m.a.í nýjasta bloggi sínu þetta:

"Hér eru stór landsvæði þar sem byggð hangir á bláþræði, jafnvel á heilum landhlutum eins og Vestfjörðum. Fólksfækkun þar er um 20%, meðaltekjur langt undir landsmeðaltali og meðalaldur stöðugt uppávið."

 "Og íbúarnir - sem biðja um að fá að sitja við sama borð og aðrir landsmenn - hvers eiga þeir að gjalda? Þeir eru ekki að biðja um ölmusu heldur almennar aðstæður til að geta bjargað sér sjálfir. Og í því efni hefur ríkisstjórnin heldur betur brugðist þeim."

"Samfylkingin hefur bent á að árlega losna um 3-400 störf hjá ríkinu sem hægt er að vinna hvar sem er ef einföld grundvallaratriði eru til staðar. Samfylkingin hefur sett fram þingsályktunartillögu um að skilgreind verði öll störf á vegum ríkisins sem unnt er að vinna að mestu eða öllu leyti óháð staðsetningu, m.a. til þess að auka möguleika fólks af landsbyggðinni til að gegna störfum á vegum ríkisins"

Hér hefur Anna tekið saman þann vanda sem steðjar að öllum byggðarkjörnum á landinu fyrir utan höfuðborgarsvæðið á atvinnuöryggi og flótta fólks frá smærri byggðalögum. Það er vitað að mest af öllu kemur þetta niður á konum enda er það orðið svo að konur eru orðnar miklum mun færri en karlar í sveitum og smærri byggðum landsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bara að  fá álver,  ykkur ekki sæmandi að heimta ríkisstörfin frá okkur sunnlendingum, enda illa borguð störf,

haukur kristinsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 06:59

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Samála Önnu Kristínu um atvinnuöryggi utan höfuðborgarsvæðisins og þá sérstaklega er lýtur að konum.Góð grein.

Kristján Pétursson, 4.3.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband