Leita í fréttum mbl.is

Fjölmenni var á fundi Samfylkingarinnar

 í gamla verkalýðssalnum á Akranesi í gærkvöldi. Þar mættu til leiks Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson, undir slagorðinu "Sterk saman" ásamt frambjóðendum Norð-Vesturs kjördæmis, það eru Guðbjartur Hannesson, Karl Valgarð Matthíasson og Anna Kristín Gunnarsdóttir.

Ingibjörg geislaði eins og venjulega og hvatti fólk áfram þrátt fyrir slælega könnun sem kom í gær. Hún sagði frá nýútkomnum bæklingi sem Jón Sigurðsson ritstýrði  f.v. Seðlabankastjóri (þó ekki nafni hans í Framsókn). Jafnvægi og framfarir heitir bæklinurinn og er greinagerð sem unnin er í anda frjálslyndrar jafnaðarstefnu.

Þetta er bæklingur sem allir verða að lesa eða í það minnsta skanna. Þar er greint frá málum eins og kostnaði fyrirtækja og heimila vegna krónunnar og spurningunni um hvort krónan sé nógu stór fyrir okkur Íslendinga? Einnig er að finna hvernig ríkissjóður er orðin háður ofþenslunni, sundurleitni í bótakerfi almannatrygginga, ósanngjarna skattbyrði,hvernig styrkir til búvöruframleiðslu halda aftur af hagvexti, fákeppni sem heldur uppi vöruverði og vinnumarkaðinn og ymsar breytingar sem hafa orið á honum undanfarið. Heill kafli er líka um um "Umhverfi og efnahag" þar sem m.a. er stiklað á loftlagsbreytingum og ógninni sem fylgir því og lausn sem felst  hnattrænu átaki og heildraráætlun um viðbrögðum Íslendinga.

Aðgerðaráætlun í málefnum barna og lífskjör aldraðra var ofarlega á baugi enda með eindæmum merkilegt hvað það voru margir eftirlaunþegar á fundinum sem fundu sig jafnt í að spjalla um sín eigin mál og barnbarna sinna. Össur sagði reynslusögu af sínum foreldrum sem er að verða ofþekkt staðreynd í íslensku þjóðfélagi án þess að til ráða verði tekið og það þvingunar skilnaður hjóna á elliárum inni á dvalarheimilum.

Guðbjartur stjórnaði fundinum með glæsibrag og tók til máls ásamt Karli og Önnu. Þau voru öllu Norð-Vesturkjördæmi til sóma og er því ekkert eftir neitt annað en að setja lítið x við stóra essið!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Edda Agnarsdóttir
Edda Agnarsdóttir
Veðrið og lund mín eiga lítið saman að sælda. Ég á mína þoku og blíðviðri inni í mér.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband